Hvađ kostar bensíniđ?

Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búđ en raun ber vitni. Menn hugsa ţá sem svo, ađ ţađ kosti grásleppukarlana varla mikiđ ađ sćkja sjóinn til dćmis frá Ćgisíđunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fćst sođningin ekki viđ kostnađarverđi? Ţađ stafar af ţví, ađ rétt fiskverđ rćđst af frambođi og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengiđ heimsmarkađsverđ fyrir aflann. Ţeir vćru ađ fleygja peningum, ef ţeir seldu fiskinn á kostnađarverđi, langt undir heimsmarkađsverđi. Fiskur er munađarvara úti í heimi. Fiskverđ er ţví hátt og á trúlega eftir ađ hćkka enn frekar, eftir ţví sem fiskstofnar og fiskafli halda áfram ađ rýrna sumpart vegna ofveiđi. Sama máli gegnir um bensín og bensínverđ. Norđmönnum dettur ekki í hug ađ selja bensín heima fyrir á niđursettu verđi. Mörg önnur olíuframleiđslulönd freistast samt til ađ selja olíu og bensín heima fyrir á kostnađarverđi, langt undir heimsmarkađsverđi. Lengst gengur ríkisstjórn Venesúelu undir herforingjastjórn Hugos Chavez forseta. Ţar kostar bensínlítrinn röskan túkall – tvćr og fjörutíu – viđ dćluna. Vatn kostar meira. Bensínsalan á gjafverđi í Venesúelu er glaprćđi, ţar eđ hćgt vćri ađ fá heimsmarkađsverđ fyrir bensíniđ og nota mismuninn til ađ bćta lífskjör almennings. Líbía og Sádi-Arabía eru litlu skárri. Ţar kostar bensínlítrinn 17 krónur og 19 krónur, brot af heimsmarkađsverđi. Tölurnar eru frá 2008. Afleiđingin er of mikil bensínnotkun, of stórir bílar, of mikil umferđ, óhreint andrúmsloft. Bensínverđ undir heimsmarkađsverđi jafngildir niđurgreiđslu á bensíni. Niđurgreiđslan mismunar fólki međ ţví ađ binda hjálpina viđ bensínotkun frekar en ađ leyfa fólkinu ađ ráđa ţví sjálft, hvađ ţađ gerir viđ peningana. Niđurgreiđsla bensíns skilar fólki minni lífskjarabótum en jafngildur styrkur í beinhörđum peningum myndi gera. Hćgt vćri ađ reiđa fram sömu hjálp međ ţví ađ leggja gjald á bensín til ađ hćkka bensínverđ heima fyrir upp í heimsmarkađsverđ og nota tekjurnar af gjaldinu til ađ lćkka virđisaukaskatt og vöruverđ á móti. Vćri ţađ gert, myndu fćstir nota allan muninn til ađ kaupa sér dýrara bensín, heldur myndi fólk ţá heldur draga úr akstri, nota strćtisvagna, ganga, búa nćr vinnustöđum sínum og nota afganginn til ađ kaupa sér ýmislegt annađ. Vćri niđurgreiđslan reidd fram međ ţví ađ nota tekjurnar af bensíngjaldi til ađ efla heilbrigđisţjónustu og skólahald, vćri niđurgreiđslu bensíns umbreytt í framlög til heilbrigđis- og menntamála. Hvort tveggja er ţarft og ćskilegt, enda hefur almannavaldiđ brýnu hlutverki ađ gegna í heilbrigđis- og menntmálum. Niđurgreiđsla bensíns er aftur á móti óţörf og óćskileg, ţar eđ hún stuđlar ađ dreifđri byggđ, krađaki og mengun. Nokkur olíulönd hafa látiđ sér segjast og hćkkađ olíuverđ međ gjaldheimtu til hagsbóta fyrir almenning. Til ţess ţurfti kjark. Í Nígeríu var lengi vel ekki viđ ţađ komandi ađ hćkka bensínverđ, eđa réttar sagt draga úr niđurgreiđslu bensíns. Yfirvöld óttuđust, ađ almenningur myndi mikla fyrir sér hćkkun bensínverđs án ţess ađ reikna međ lífskjarabótinni, sem skynsamleg notkun bensíngjaldsins gćti leitt af sér. Yfirvöldin tóku sér tak. Verđ á bensínlítra í Nígeríu hefur fjórfaldazt frá 1998 eins og í Indónesíu og er nú hćrra en í Bandaríkjunum, en er ţó ţriđjungi lćgra en í Gönu í nćsta nágrenni. Umferđin í Accra, höfuđborg Gönu, hefur alltaf veriđ léttari en í Lagos í Nígeríu, ţar sem mikill fjöldi fólks ţurfti ađ eyđa tveim til ţrem klukkustundum á dag á lúshćgri leiđ sinni til og frá vinnu eftir „hrađbrautum“ međ fjórar eđa fimm akreinar til hvorrar áttar. Bílarnir siluđust áfram á gamla bensínverđinu. Nú er umferđin greiđari. Ţađ er framför. Rússar hafa ţrefaldađ bensínverđ viđ dćluna frá 1998. Bensínlítrinn ţar austur frá kostar nú helmingi meira en í Bandaríkjunum, en helmingi minna en hér heima. Lítrinn kostar nú (2008)  tćpar 70 krónur í Bandaríkjunum á móti röskum 200 krónum hér (2010). Í Mexíkó hefur bensínverđiđ tvöfaldazt frá 1998. Í Alsír og viđ Persaflóa hefur bensínverđiđ stađiđ í stađ langt undir réttu verđi. Íranar hafa sexfaldađ bensínverđiđ hjá sér frá 2006. Engin vettlingatök ţar.

Fréttablađiđ, 12. ágúst 2010.


Til baka