Fjarlćgđin frá Brussel

Bjartar vonir vöknuđu, ţegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstćđ ríki risu á rústum ţeirra. Vonir stóđu til, ađ nýju ríkin, skađbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einrćđi, myndu neyta nýfengins sjálfstćđis til ađ taka upp lýđrćđi og heilbrigđan markađsbúskap. Ţessar vonir rćttust misvel. Eystrasaltslöndin ţrjú bera af öđrum í hópnum og hafa saxađ talsvert á forskot Vestur-Evrópu. Kaupmáttur ţjóđartekna á mann í Eistlandi, Lettlandi og Litháen 2007 var á bilinu 17.000 til 20.000 Bandaríkjadollarar, sem er nálćgt helmingi kaupmáttar ţjóđartekna vestar í álfunni (tölurnar eru frá Alţjóđabankanum). Talsvert langt ađ baki ţeim stendur Rússland međ um 14.000 dollara á mann. Ţar er nú mikill uppgangur í krafti hás olíuverđs á heimsmarkađi og ýmissa umbóta. Úkraína er í miđjum hópi međ 7.000 dollara á mann. Fimm fátćkustu löndin af fimmtán fyrrum Sovétlýđveldum eru Georgía međ 5.000 dollara á mann líkt og Angóla; Moldavía međ 3.000 dollara á mann líkt og Kongó; og Kirgísistan, Tadsjikistan og Úsbekistan međ innan viđ 2.000 dollara á mann líkt og Nígería og Súdan. Ţađ veldur vonbrigđum, ađ ţessum ţjóđum skuli ekki hafa tekizt ađ lyfta sér hćrra ţrátt fyrir nýfundiđ frelsi undan erlendri ánauđ og ýmis fögur fyrirheit. Ekki geta ţćr auđveldlega kennt Rússum um ófarir sínar og fátćkt, ekki beint, en ţó kannski ađ einhverju marki óbeint, ţví ađ enn eru viđ völd í flestum fátćkustu landanna ţarna suđur frá gamlar og forhertar flokksklíkur frá Sovéttímanum. Tökum Úsbekistan. Islam Karimov var ţegar orđinn ađalritari kommúnistaflokksins ţar fyrir hrun Sovétríkjanna. Hann var síđan kjörinn forseti landsins 1991 og hefur stjórnađ ţví ć síđan međ harđri hendi og hörmulegum afleiđingum. Líku máli gegnir um flest hinna suđurríkjanna, en ţó ekki Georgíu, ekki lengur. Takiđ eftir einu: viđgangur gömlu Sovétlýđveldanna frá 1991 hefur stađiđ í öfugu sambandi viđ fjarlćgđ ţeirra frá Brussel. Ţetta er ekki tilviljun. Tökum Eistland og Georgíu, svo ađ viđ ţurfum ekki ađ burđast međ öll löndin fimmtán viđ samanburđinn. Ađ fengnu sjálfstćđi 1991 helltu Eistar sér frelsinu fegnir út í róttćkar umbćtur á öllum sviđum efnahagslífsins, opnuđu landiđ upp á gátt, drógu úr eđa hćttu stuđningi viđ ósjálfbjarga atvinnuvegi, komu nćr öllum bankarekstri í hendur útlendinga og ţannig áfram. Allir ţingflokkar stóđu ađ umbótunum. Eistar einsettu sér í upphafi ađ tryggja sér skjótan og vafningalausan ađgang ađ ESB (og Atlantshafsbandalaginu). Ţessi ásetningur stytti ţeim leiđ: kompásinn var stilltur á Brussel öđrum ţrćđi til ađ halda erindrekum harđdrćgra sérhagsmunahópa og öđrum úrtölumönnum viđ efniđ. Ţetta tókst. Eistar gengu í ESB og Nató 2004. Georgía tók ađra stefnu. Landiđ logađi í ófriđi og sat fast í fátćktargildru. Stjórnmálastéttin var gerspillt. Ađild ađ ESB var ekki á dagskrá. Sérhagsmunaseggir og stríđsherrar höfđu ekkert ađhald ađ vestan. Stirđ samskipti viđ Rússa bćttu ekki úr skák og leiddu ađ lokum til stríđs. Georgía var óskaland íhalds- og afturhaldsafla. Engar umtalsverđar umbćtur náđu fram ađ ganga fyrr en međ rósarbyltingunni 2003, ţegar Eduard Shevardnadze, fyrrum utanríkisráđherra Sovétríkjanna og forseti Georgíu frá 1995, hrökklađist frá völdum og Mikhail Saakashvili tók viđ forsetaembćttinu, sem hann gegnir enn. Ţá tóku hjólin ađ snúast, svo ađ Alţjóđabankinn gaf ríkisstjórn Georgíu hćstu einkunn fyrir efnahagsumbćtur 2007. Bankinn rađar löndum heimsins á lista eftir ţví, hversu auđvelt er ađ stofna og starfrćkja fyrirtćki (sjá www.doingbusiness.org). Georgía skauzt úr 112. sćti listans 2006 upp í 18. sćti 2007, einu sćti neđar en Eistland. (Danmörk er í fimmta sćti listans, Ísland í 10. sćti, Noregur í 11. sćti, Finnland í 13. sćti, Svíţjóđ í 14. sćti og Ţýzkaland í 20. sćti.) Fyrir umskiptin 1991 var kaupmáttur ţjóđartekna á mann í Eistlandi um helmingi meiri en í Georgíu. Nú er munurinn orđinn ríflega fjórfaldur. Umbótamenn í Georgíu finna sárlega fyrir ţví, ađ kompásinn ţar skyldi ekki strax viđ sjálfstćđistökuna vera stilltur á Brussel líkt og gert var í Eystrasaltslöndunum til ađ skapa skilyrđi til skjótra og gagngerra umbóta í átt ađ auknu lýđrćđi og frjálsum blönduđum markađsbúskap.

Fréttablađiđ, 21. ágúst 2008.


Til baka