Ekki steinn yfir steini

Lög nr. 38 um vexti og verđtryggingu voru samţykkt á Alţingi 19. maí 2001 međ atkvćđum 36 ţingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerđ međ frumvarpinu stendur: „Í 13. gr. frumvarpsins er fjallađ um gildissviđ kafla um verđtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 1. mgr. er lagt til ađ heimildir til ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla verđi felldar niđur. ... Samkvćmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verđur ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi.“ Vilji löggjafans gat varla skýrari veriđ. Međal ţeirra, sem tryggđu framgang málsins á Alţingi međ atkvćđi sínu, voru Davíđ Oddsson forsćtisráđherra, Geir H. Haarde fjármálaráđherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráđherra og Valgerđur Sverrisdóttir viđskiptaráđherra. Hinir ţingmennirnir 32, sem samţykktu gengisbindingarbanniđ á Alţingi, voru Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Ásta Möller, Björn Bjarnason, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guđfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guđjón Guđmundsson, Guđjón A. Kristjánsson, Guđmundur Hallvarđsson, Guđni Ágústsson, Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Jón Kristjánsson, Katrín Fjeldsted, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Magnússon, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sigríđur A. Ţórđardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böđvarsson, Sverrir Hermannsson, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson og Ţorgerđur K. Gunnarsdóttir.

Enginn ţessara 36 ţingmanna brást viđ, ţegar bankarnir og önnur fjármálafyrirtćki hófu nokkru síđar ađ binda lán í stórum stíl viđ gengi erlendra gjaldmiđla í blóra viđ lögin. Enginn ţarf lengur ađ velkjast í vafa um ásetning bankanna og annarra fjármálafyrirtćkja. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alţings lýsir ţví, hvernig ţau prönguđu gengisbundnum lánum viđ lágum vöxtum inn á viđskiptavini sína vitandi vits um, ađ gengi krónunnar hlaut ađ falla og viđskiptavinirnir mundu ţá sitja eftir međ sárt enniđ. Bankarnir veđjuđu sjálfir á, ađ krónan myndi falla, enda var hún allt of hátt skráđ fram ađ hruni, ţótt ţeir héldu öđru fram viđ grunlausa viđskiptavini. Varan var svikin. Vörusvik varđa viđ lög auk ţess sem sjálf gengisbindingin var ólögleg.

Samt hreyfđi enginn ţingmannanna 36 andmćlum gegn gengisbindingu lánasamninga í tugţúsundatali. Hvađ voru ţau ađ hugsa? Hvar var nefndin, sem samdi frumvarpiđ og greinargerđina međ ţví? Hver hélt á pennanum? Hvers vegna gaf hann sig ekki fram eđa hún?  Hvar var Seđlabankinn međ heila lögfrćđideild á sínum snćrum? Hvar var Fjármálaeftirlitiđ? Og hvar voru ráđherrarnir fjórir, sem höfđu forustu um ađ banna gengisbundnar lánveitingar međ lögum og lyftu síđan ekki litla fingri til ađ stöđva lögbrotin? (Einn ţeirra var einmitt í Seđlabankanum.) Hvađ ćtli Dönum finnist um Ísland? Hvađ finnst ţér?

Eigum viđ virkilega ađ halda áfram ađ greiđa ţessu fólki margföld sjálftekin eftirlaun ţrátt fyrir svo grófa vanrćkslu í starfi? Alţingi hefur nú einstakt tćkifćri til ađ sýna hug sinn í verki međ ţví ađ samţykkja ţingsályktunartillögu Ţráins Bertelssonar. Hún hljóđar svo: „Alţingi ályktar ađ fela forseta Alţingis eđa ríkisstjórninni ađ samiđ verđi ađ pólskri fyrirmynd frumvarp ađ lögum um endurskođun eftirlauna og skyldra hlunninda ţeirra manna sem rannsóknarnefnd Alţingis telur hafa „sýnt vanrćkslu“ í ađdraganda bankahrunsins, og annarra eftir atvikum.“ Tillagan hefur legiđ í salti á Alţingi síđan 14. maí og liggur ţar enn. Enginn ţingmađur hefur sýnt henni snefil af áhuga nema flutningsmađurinn, sem stendur einn ađ tillögunni. Fólkiđ í landinu ćtti ađ brýna ţingmenn til ađ fylkja sér um tillögu Ţráins. Látum ţau finna til tevatnsins. Uppgjör hrunsins ţarf ađ hvíla á tveim stođum. Armur laganna ţarf ađ ná til margra bankamanna og annarra. Dómur Hćstaréttar í gengisbindingarmálinu bendir til, ađ stjórnmálastéttin og bankarnir geti ekki lengur reitt sig á ţćgilega dóma, ţegar mikiđ liggur viđ, líkt og gerđist til dćmis í Vatneyrardómi Hćstaréttar í kvótamálinu 2001. Rétturinn sneri ţá viđ blađinu og beygđi sig undir vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hefur Hćstiréttur ríkari ástćđu til ađ óttast reiđi almennings en vesćlt andvarp máttlausrar ríkisstjórnar. Meira ţarf til en dóma yfir lögbrjótum. Löggjafinn hefur í hendi sér ađ taka á ţeim, sem hafa brotiđ af sér, ţótt vanrćksla ţeirra varđi ekki endilega viđ lög. Endurskođun sjálftekinna eftirlauna og skyldra hlunninda stjórnmálamanna og embćttismanna, sem hafa gert sig seka um grófa vanrćkslu í starfi, er fćr leiđ ađ ţví marki eins og ný lög í Póllandi vitna um. Ţingsályktunartillaga Ţráins Bertelssonar miđar ađ slíkri endurskođun.

Fréttablađiđ, 24. júní 2010.


Til baka