Enn um misskiptingu

Ég birti dóm um Hagskinnu, Sögulegar hagtölur um Ísland í Morgunblađinu 21. ágúst 1997 og fór ţar fögrum orđum um ţetta vel samda og viđamikla rit og höfunda ţess, Hallgrím Snorrason, ţá hagstofustjóra, og samverkamenn hans. Ég jós verkiđ lofi í löngu máli. Undir lokin nefndi ég tvö atriđi, sem mér fannst, ađ Hagskinna hefđi mátt gera betri skil. Mér fannst vanta rćkilegra efni um menntamál, og brást Hagstofan vel viđ ţeirri áskorun. Í annan stađ fannst mér „afleitt, ađ engar opinberar tölur skuli enn vera til í hagskýrslum um ţá gríđarlegu eignatilfćrslu, sem átt hefur sér stađ í skjóli aflakvótakerfisins undanfarin ár. ... Tölur af ţessu tagi eru í raun og veru forsenda ţess, ađ menn geti myndađ sér skynsamlega skođun um sum mikilvćgustu álitamálin á vettvangi stjórnmálanna. Hvernig eiga menn t.d. ađ geta tekiđ afstöđu međ eđa á móti íhaldsstefnu eđa jafnađarstefnu, ef menn hafa engar haldbćrar tölur um jöfnuđ og ójöfnuđ í samfélaginu af völdum ólíkra stjórnarhátta?“ Viđ og viđ hef ég ásamt öđrum minnt Hagstofuna á ţessa brýningu. Ég skrifađi hagstofustjóra 4. maí 2006: „Kćri Hallgrímur. Hvađ líđur útreikningum Hagstofunnar á Gini-stuđlum fyrir Ísland? Ţađ er tilfinnanlegt, ađ ţessar tölur um tekjuskiptingu skuli enn láta á sér standa. ... Hvađ veldur drćttinum? Hvađ er mikilvćgara eins og sakir standa? Kćr kveđja, Ţorvaldur.“ Hagstofustjóri svarađi daginn eftir og sagđi, ađ sér ţćtti miđur, ađ vinnan viđ ađ gera tekjurađirnar nothćfar hefđi ekki skilađ árangri, hann vćri sammála ţví, ađ ćskilegt vćri, ađ tekjuskiptingartölur vćru reiknađar fyrir langt tímabil, en ţađ vćri enn ekki hćgt. Ég sendi síđan hagstofustjóra skeyti 25. október 2007 og sagđi ţar: „Kćri Hallgrímur. Mig langar ađ marggefnu tilefni ađ benda ţér á bls. 215 í fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar ... Ţar kemur fram, ađ norska hagstofan hefur tekiđ saman tölur um tekjuskiptingu í Noregi a.m.k. aftur til ársins 1990 og norska ríkisstjórnin birtir ţessar tölur á áberandi stađ í eigin skýrslum og leggur út af ţeim ... Tölurnar sýna, ađ tekjuskipting í Noregi hefur fćrzt talsvert í ójafnađarátt, en ţó hvergi nćrri í sama mćli og á Íslandi skv. mćlingum ríkisskattstjóra og annarra. Ég hef í a.m.k. áratug, ýmist opinberlega eđa einkalega, hvatt Hagstofu Íslands og ţig til ađ taka saman svipađar tölur um Ísland, en ţiđ sýniđ samt ennţá engin merki ţess, ađ ţiđ hyggist verđa viđ ţeim áskorunum mínum og annarra. ... Ađgerđarleysi Hagstofunnar hefur valdiđ skađa, međal annars međ ţví ađ gefa ósannindamönnum fćri á ţví ađ fara međ rangt mál og rugla almenning í ríminu, eins og gerđist fyrir kosningar í vor leiđ. ... Međ beztu kveđjum og óskum, Ţorvaldur.“ Snemma árs 2007 hafđi Hagstofan loksins birt tvo Gini-stuđla fyrir Ísland 2003 og 2004. Síđan hefur Hagstofan bćtt viđ stuđli fyrir 2005 án ţess ađ kortleggja ţróunina aftur í tímann. Tölurnar sýna, ađ Gini-stuđullinn hćkkađi um eitt stig á ári 2003-2005 líkt og Gini-stuđlar ríkisskattstjóra, sem hćkkuđu um rösklega eitt stig á ári ađ jafnađi allt tímabiliđ 1993-2006 (hćkkun ţýđir aukinn ójöfnuđ). Samanburđur Hagstofunnar á Íslandi og öđrum löndum 2003-2005 er ţví marki brenndur, ađ fjármagnstekjur, sem gerast ć mikilvćgari í heildartekjum, eru ekki taldar međ til fulls. Ţetta skekkir samanburđinn, ţví ađ skattar á fjármagnstekjur eru langt undir sköttum á vinnutekjur hér heima öndvert mörgum nálćgum löndum, ţar sem minna misrćmi, ef nokkurt, er í skattlagningu fjármagnstekna og vinnutekna. Ţess vegna ţarf ađ taka allar tekjur međ í reikninginn og reikna dćmiđ aftur í tímann líkt og ríkisskattstjóri hefur gert til ađ reyna ađ gefa rétta mynd af ţróun tekjuskiptingarinnar. Sumir stjórnmálamenn og erindrekar ţeirra eru viđkvćmir fyrir auknum ójöfnuđi, einkum skipulögđum ójöfnuđi, ţar eđ ţeir vita upp á sig sökina, og ţrćta fram í rauđan dauđann, ţótt stađreyndir málsins blasi viđ öllu sjáandi fólki. Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands gaf 2001 út skýrslu um tekjuskiptingu á Íslandi eftir fimm hagfrćđinga: Ásgeir Jónsson, Ástu Herdísi Hall, Gylfa Zoëga, Mörtu Skúladóttur og Tryggva Ţór Herbertsson. Skýrslan lýsir stigvaxandi ójöfnuđi í skiptingu ráđstöfunartekna ađ međtöldum fjármagnstekjum 1993-2000: Gini-stuđullinn hćkkađi úr 27 áriđ 1993 í 33 áriđ 2000 (bls. 87). Útreikningar ríkisskattstjóra vitna međ líku lagi um rösklega eins stigs hćkkun Gini-stuđulsins á hverju ári ađ jafnađi 1993-2006 eins og áđur sagđi og eru í góđu samrćmi viđ skýrslu Hagfrćđistofnunar um fyrri hluta tímabilsins. Aukinn ójöfnuđur á Íslandi er bláköld stađreynd og á sér skiljanlegar skýringar. Opinberar hagtölur ţurfa ađ spegla veruleikann.

 

Fréttablađiđ, 24. apríl 2008.


Til baka