Handarbakavinna? Algjört klúđur?

„Mér finnst ţetta vera allsherjar handarbakavinna og í raun algjört klúđur,“ segir Sigurđur Líndal prófessor á Bifröst í Morgunblađinu á föstudaginn var um ţá ákvörđun Alţingis ađ kalla stjórnlagaráđ saman til fjögurra daga vinnu í nćsta mánuđi. „Eins og málin standa í bili, ađ ţađ takist ađ leysa ţetta á einum mánuđi. Ég held ţađ myndi jađra viđ almćttisverk,“ segir Sigurđur og bćtir viđ: „Tíminn er of stuttur og máliđ of vanbúiđ til ađ hćgt sé ađ greiđa atkvćđi um ţađ. Ég tel ekki ađ ţađ sé hćgt ađ leysa ţađ á einum mánuđi.“

Ég lít máliđ öđrum augum. Stjórnlagaráđ hefur sýnt í verki, ađ ţađ kann ađ vinna hratt og vel. Ráđiđ samdi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og samţykkti ţađ einum rómi á ţeim fjórum mánuđum, sem ráđinu voru ćtlađir til verksins. Úrtölumenn sögđu, ađ ţetta vćri ekki hćgt, ţví tíminn vćri of skammur, og ţeir reyndust hafa á röngu ađ standa.

Bandaríska stjórnarskráin, elzta núlifandi stjórnarskrá heimsins, var einnig samin á fjórum mánuđum og tók gildi einu ári eftir ađ frumvarpi stjórnlagaţingsins í Fíladelfíu var skilađ til Bandaríkjaţings. Allur ferillinn tók ţví ekki nema 16 mánuđi í Bandaríkjunum. Tímatafla Alţingis er fyllilega raunhćf í ljósi reynslunnar. Tal Sigurđar Líndal um almćttisverk á ţví ekki rétt á sér, en ég kann honum samt fyrir mína parta beztu ţakkir fyrir samanburđinn.

Alţingi hefur haft frumvarp Stjórnlagaráđs til skođunar í sjö mánuđi og hefur ekki enn bent skriflega á neina annmarka á frumvarpinu. Ţađ getur varla stafađ af öđru en ţví, ađ slíkir annmarkar hafa ekki fundizt ţrátt fyrir ítarlega leit. Hitt er annađ mál, ađ menn getur greint á um efnisatriđi, en ţađ er spurning um ágreining, ekki annmarka.

Sigurđur Líndal breiđir yfir ţennan greinarmun á ágreiningi og annmörkum. Hann má vel vera ósáttur viđ einstök ákvćđi frumvarpsins, ţađ er réttur hvers og eins, en honum leyfist ekki ađ reyna ađ láta líta svo út, ađ um annmarka á frumvarpinu sé ađ rćđa.

Björg Thorarensen prófessor í Háskóla Íslands hefur eins og Sigurđur allt á hornum sér og sat ţó í Stjórnlaganefndinni, sem bjó máliđ í hendur Stjórnlagaráđs og hefur haft betra fćri en flestir ađrir á koma sjónarmiđum sínum til skila. Hún segir: „Hvađ sem nefndin leggur fyrir ráđiđ hefur ţađ ekki langan tíma til ţess ađ vinna úr ţví og koma međ einhvers konar tillögur.“ Ekki hef ég miklar áhyggjur af ţessu. Stjórnlagaráđ fjallađi um öll helztu álitamál, sem til greina gćtu komiđ, og á gögn um ţau. Ţađ virđist ţví ólíklegt, ađ skriflegt erindi Alţingis til ráđsins, ţegar ţađ berst, komi stjórnlagaráđsfulltrúum í opna skjöldu. Ef Stjórnlagaráđi dugđu fjórir mánuđir til ađ semja frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, hví skyldu ráđsfulltrúum ekki duga fjórir dagar til ađ svara bréfi frá Alţingi?

Svo er eitt enn. Mér ţykja ţau Sigurđur Líndal og Björg Thorarensen býsna kokhraust eftir ţađ, sem á undan er gengiđ. Ţau voru helztu ráđgjafar ríkisstjórnarinnar í mannréttindabrotamáli sjómannanna tveggja, Arnar Snćvars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldssonar, gegn ríkinu fyrir Mannréttindanefnd SŢ. Sjómennirnir unnu máliđ. Mannréttindanefndin hafnađi rökum Sigurđar og Bjargar í málinu eins og Hćstiréttur hafđi gert 1998 og birti álit međ bindandi fyrirmćlum til ríkisstjórnarinnar um ađ nema mannréttindabrotaţáttinn burt úr fiskveiđistjórnarkerfinu. Ţetta var 2007. Ţeim fyrirmćlum hefur ríkisstjórnin ekki enn hlýtt.

En Sigurđur og Björg láta sér ekki segjast, jafnvel ekki eftir hirtinguna, sem Mannréttindanefnd SŢ veitti ţeim og ríkinu 2007. Í ţessu ljósi m.a. ţarf ađ skođa afstöđu ţeirra til frumvarps Stjórnlagaráđs. Auđlindaákvćđi frumvarpsins nemur mannréttindabrotaţáttinn burt úr fiskveiđistjórninni og leysir máliđ međ ţví ađ gefa löggjafanum skýr fyrirmćli um inntakiđ í nýrri fiskveiđistjórnarlöggjöf. Frumvarp Stjórnlagaráđs innsiglar ósigur Sigurđar Líndal og Bjargar Thorarensen fyrir Mannréttindanefnd SŢ. Ţeim er ţví varla skemmt. Ţau ferđast undir fölsku flaggi.

DV, 27. febrúar 2012.


Til baka