Hvalalosti

Hvers vegna heyja menn stríđ? Hvers vegna finna menn ekki friđsamlegri leiđ til ađ skera úr ágreiningi? Ţessar spurningar eru ćvagamlar, og svörin eru margvísleg og misgóđ eftir ađstćđum. Adam Smith fćrđi frumleg rök ađ ţeirri hugmynd í Auđlegđ ţjóđanna (1776), ađ almenningur hefđi öđrum ţrćđi yndi af styrjöldum fjarri heimahögum, hefđi gaman af ađ fylgjast međ frásögnum af bardögum í blöđunum líkt og margir á okkar dögum hafa gaman af stríđsmyndum og vćri ţví fús ađ kosta styrjaldir međ sköttum og skyldum, úr öruggri fjarlćgđ. Kóngar og keisarar kćmust ţví upp međ ađ heyja fleiri og lengri stríđ en ella. Fjölmiđlar um okkar daga leggja mikiđ rými undir stríđ og selja auglýsingar eftir ţví, en styrjaldir vekja samt mismikla athygli. Íraksstríđiđ síđan 2003 hefur tekiđ mikiđ rúm í fjölmiđlum, en borgarastyrjöldin í Kongó síđustu ár, miklu mannskćđara stríđ, var ađ mestu háđ utan viđ ratsjár evrópskra og amerískra fjölmiđla. Ţjóđarmorđiđ í Darfur í Súdan vekur ekki heldur mikla athygli eđa umtal og heldur ţví áfram. Stundum fara stjórnarherrar í stríđ til ađ dreifa athygli almennings frá óţćgilegum innanlandsmálum. Ég segi stjórnarherrar, ţví ađ konur fara sjaldan í stríđ. Nýlegt dćmi um stríđsrekstur af innanlandsástćđum er innrás Argentínuhers í Falklandseyjar voriđ 1982 undir forustu Leópolds Galtíeri hershöfđingja. Ţannig var, ađ herforingjar höfđu hrifsađ til sín öll völd í Argentínu sex árum áđur, 1976, lokađ löggjafarţinginu, innleitt stranga ritskođun, bannlýst stjórnmálaflokka og verklýđsfélög og ráđizt í víđtćkar hreinsanir međal meintra andstćđinga. Hreinsanirnar eru kallađar ,,Óhreina stríđiđ” ţarna suđur frá og kostuđu ţrettán til fimmtán ţúsund manns lífiđ, oft ađ lokinni fangavist og pyntingum. Mćđur sumra ţeirra ţúsunda, sem hurfu sporlaust, gerđu kjarkađa uppreisn gegn herforingjunum og vöktu heimamenn og heimsbyggđina til vitundar um mannréttindabrotin og morđin, sem herforingjastjórnin hafđi gert sig seka um. Barnlausir hershöfđingjar urđu síđar uppvísir ađ ţví ađ hafa rćnt ungabörnum sumra fórnarlamba sinna og ćttleitt ţau; sérstök leyniskrifstofa sá um ţennan verkţátt. Argentínsku mćđurnar áttu á brattann ađ sćkja vegna ritskođunar, útgöngubanns og almenns og lamandi ótta viđ leyniţjónustu herforingjastjórnarinnar. Efnahagslífiđ var bókstaflega í hers höndum, verđbólgan ćddi áfram og mćldist í ţriggjastafatölum, erlendar skuldir hrönnuđust upp, og innlendur iđnađur og ađrir útflutningsatvinnuvegir komust í alvarlegar kröggur. Af öllum ţessum ástćđum varđ herforingjastjórnin, sem hafđi hrifsađ til sín völd til ađ tryggja stöđugleika í efnahagslífinu, verr og verr ţokkuđ međal almennings. Nú voru góđ ráđ dýr. Og ţá datt herforingjunum ţađ snjallrćđi í hug ađ ráđast á Falklandseyjar í apríl 1982, en ţćr liggja tćpa 500 kílómetra undan ströndum Argentínu og höfđu lengi tilheyrt Bretum og sćrt ţjóđarstolt margra Argentínumanna. Ţarna bjuggu um tvö ţúsund manns međ 700.000 rollur. Ríkisstjórn Margrétar Thatcher á Bretlandi lét auđvitađ ekki bjóđa sér innrásina, heldur sendi herskip á vettvang og hrakti tíu ţúsund manna her Argentínu burt frá eyjunum. Galtíeri og herforingjarnir í kringum hann misstu andlitiđ og hrökkluđust skömmu síđar frá völdum, og lýđrćđi komst á aftur í Argentínu áriđ eftir, 1983. Tímann, sem ţađ tók ađ koma herforingjunum frá völdum, notuđu ţeir međal annars til ađ eyđa gögnum um hreinsanirnar, pyndingarnar og fjöldamorđin, sem ţeir höfđu skipulagt. Galtíeri var síđar náđađur ásamt mörgum öđrum herforingjum til ađ slá striki yfir fortíđina; ţađ var umdeild ákvörđun. Argentína rétti smám saman aftur úr kútnum. Ţessi saga rifjast upp nú, ţegar ríkisstjórn Íslands hefur fyrirvaralaust lýst yfir stríđi eđa svo gott sem međ ţví ađ hefja hvalveiđar í óţökk margra annarra ţjóđa og kalla ţannig yfir Íslendinga hörđ mótmćli utan úr heimi, jafnvel hótanir um refsingar og átök á miđunum. Viđ megum samt ekki láta hvalveiđar og fréttir af mótmćlum gegn ţeim draga athyglina frá mikilvćgari málum. Viđ ţurfum ađ fá ađ vita, hverjir hleruđu símana hjá hverjum án dóms og laga, hvađ var gert viđ gömlu gögnin, áđur en ţau voru brennd 1976, og nýrri gögn, hverjir brutu lög og svo framvegis. Saga landsins verđur ađ vera rétt skráđ.

Fréttablađiđ, 25. október 2006.


Til baka