Láglaunabasl í skólum

Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritiđ NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Ţćr ćtluđu ađ ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru ţví viđ, ađ ţar vćri ekki nógu mikiđ viđ ađ vera, allra sízt strákarnir, ţví ađ ţeir gćtu ekki fest hugann viđ neitt nema fisk. Ţessi vitnisburđur stelpnanna rímar vel viđ nýjar tölur um ólík viđhorf kynjanna til skólagöngu. Í nýrri menntamálaskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París kemur fram, ađ fjórir af hverjum fimm ungum Íslendingum ljúka framhaldsskólaprófi: 92 prósent af stelpunum og 68 prósent af strákunum. Stelpur eru ađ vísu námfúsari en strákar, ţađ hefur lengi legiđ fyrir, og ţó: kannski er skólakerfiđ ţannig úr garđi gert, ađ ţađ höfđi frekar til kvenna en karla. Í Háskóla Íslands eru 64 prósent stúdentanna konur; ţćr eru í meiri hluta í öllum deildum nema verkfrćđi. Ţetta er meiri slagsíđa en í nálćgum löndum, ef Danmörk og Noregur eru undan skilin. Í Noregi ljúka 82 prósent karla framhaldsskólaprófi og allar konur. Í Bretlandi ljúka 83 prósent karla framhaldsskólanum á móti 90 prósentum kvenna, minni slagsíđa ţar. Ţađ er ekkert grín, ef landsbyggđin tćmist ađ kvenfólki vegna ófremdar í menntamálum. Ţađ ţarf ađ kveikja í körlunum. Ţarna birtist vandi landsbyggđarinnar í hnotskurn eđa einn angi hans ađ minnsta kosti: ţađ ţarf ađ efla og bćta menntun úti á landi, svo ađ fólkiđ sé frjálst ađ ţví ađ vera ţar áfram. Ađdráttarafl landsbyggđarinnar minnkar, ef menntamálin eru í ólagi.

Ađvaranir skólamanna og annarra mörg undangengin ár vegna naumra fjárveitinga til menntamála hafa skilađ árangri. Fjárveitingar ríkis og byggđa til menntamála hér heima námu fimm prósentum af landsframleiđslu 1995 og voru ţá um miđbik á OECD-svćđinu  og langt fyrir neđan Danmörku, Finnland, Noreg og Svíţjóđ í efstu sćtum listans. Viđ ţurftum ađ gera betur af tveim ástćđum. Viđ vildum ekki vera eftirbátar annarra, allra sízt í menntamálum. Í annan stađ eru Íslendingar yngri ţjóđ en Danir, Finnar, Norđmenn og Svíar í ţeim skilningi, ađ hér eru hlutfallslega fleiri á skólaaldri, svo ađ útgjöld til menntamála ţurfa ađ vera meiri en ella.

Stjórnvöld brugđust vel viđ ţessum áskorunum. Útgjöld ríkis og byggđa til menntamála 2004 (nýrri sambćrilegar tölur eru ekki til) námu tćpum átta prósentum af landsframleiđslu hér heima líkt og í Noregi og Svíţjóđ. Ţetta er íviđ minna en í Danmörku og meira en í Finnlandi. Opinber útgjöld til menntamála á Íslandi jukust ţannig um helming miđađ viđ landsframleiđslu 1995-2004 og eru komin upp fyrir međallag OECD-landanna. Ţađ er lofsvert. Einkaútgjöld til menntamála eru ađ vísu meiri í mörgum OECD-löndum en hér, svo ađ heildarútgjöld til menntunarmála – ţ.e. útgjöld almannavaldsins, heimila og fyrirtćkja – eru ađ ţví skapi meiri ţar en hér.

Íslenzkir kennarar ţiggja lúsarlaun, og ţađ ţurfa margar ađrar starfsstéttir ađ gera. Kennaralaunin eru ađ jafnađi ţriđjungi lćgri en í Danmörku samkvćmt skýrslunni frá OECD og helmingi lćgri en í Ţýzkalandi. Ţau eru fjórđungi lćgri en ţjóđartekjur á mann. Ísland, Ísrael, Noregur og Ungverjaland eru einu OECD-löndin, ţar sem kennaralaun eru lćgri en ţjóđartekjur á mann. Annars stađar eru kennaralaun yfir tekjum á mann, svo sem í Ţýzkalandi og Japan, ţar sem kennaralaun eru helmingi hćrri en ţjóđartekjur á mann, og í Danmörku, ţar sem ţau eru sjöttungi hćrri en tekjur á mann. Kennaralaun á OECD-svćđinu í heild eru ađ jafnađi ţriđjungi hćrri en ţjóđartekjur á mann. Helmingsaukning fjárveitinga til menntamála miđađ viđ landsframleiđslu síđan 1995 hefur ţví ekki dugađ til ađ hefja kennarastéttina upp úr láglaunabaslinu.

Svo er annađ. Grunnlaun kennara á Íslandi hćkka minna međ auknum starfsaldri en tíđkast á OECD-svćđinu. Grunnlaun kennara í efsta launaflokki eftir 15 ára starfsaldur eru á Íslandi ţriđjungi hćrri en byrjunarlaun, en 70 prósentum hćrri á OECD-svćđinu ađ međaltali. Ţessi munur virđist stafa sumpart af ţví, ađ fjölbreytnin í skólakerfinu er minni hér en víđa annars stađar. Langflestir íslenzkir kennarar hafa einn og sama vinnuveitanda, almannavaldiđ. Hvernig nýtir vinnuveitandi sér óskorađa einkeypisađstöđu? Hann ţrýstir laununum eins langt niđur og hann getur. Ef einkaframtak fengi meira svigrúm í menntamálum og skólaflóran vćri fjölbreyttari, myndi ríkiđ missa einkeypisađstöđuna, og kennaralaun myndu trúlega hćkka meira međ aukinni starfsreynslu. Meiri fjölbreytni í skólakerfinu vćri kennurum í hag. Og strákunum í Grindavík.

Fréttablađiđ, 18. október 2007.


Til baka