Gróska á gömlum merg

„Bćndur rćkta landiđ, verkamenn sćkja auđ í fjöll og mýrar, handverksmenn búa til nýtan varning, og kaupmenn koma honum til fólksins. Ţess er engin ţörf ađ bíđa eftir tilskipunum frá ríkisvaldinu: hver mađur vinnur sitt verk fyrir sjálfan sig. Ódýr varningur flćđir ţangađ sem mest fćst fyrir hann, en dýr varningur fćr menn til ađ leita sér heldur ađ ódýrari vöru. Ţegar hver og einn stundar iđju sína handa sjálfum sér, alveg eins og vatniđ rennur niđur fjallshlíđina dag og nótt, mun framleiđslan skila sér til fólksins ótilkvödd.“ Hver skyldi hafa skrifađ ţetta? Adam Smith? Nei, höfundurinn heitir Sima Qian og var kínverskur sagnfrćđingur, hann dó áriđ 90 fyrir Krists burđ. Ţannig var skrifađ í Kína röskum átján hundruđ árum áđur en Adam Smith birti Auđlegđ ţjóđanna 1776. Texti Kínverjans lýsir glöggum skilningi á gangverki markađsbúskapar eins og Smith átti eftir ađ lýsa ţví í höfuđriti sínu fyrstur manna í okkar heimshluta. Kínverjar stunduđu markađsbúskap um aldir og tóku ekki ađ dragast aftur úr Evrópu í efnalegu tilliti fyrr en á fjórtándu öld. Keisarinn lokađi Kína fyrir erlendum viđskiptum 1433. Kínverjar höfđu ţá stađiđ feti framar en Evrópa í ţúsund ár og urđu nú á nokkrum öldum ađ einni fátćkustu ţjóđ heimsins. Valdataka Kínverska kommúnistaflokksins 1949 bćtti gráu ofan á svart, ef frá er talin skrykkjótt framsókn kommúnista í heilbrigđis- og menntamálum. Maó formađur stýrđi landinu međ harđri hendi 1949-76. Ţegar Maó hófst handa, gat nýfćddur Kínverji vćnzt ţess ađ verđa fertugur líkt og nýfćddur Íslendingur um 1890. Ţegar Maó dó í embćtti (enginn ţorđi ađ stugga viđ honum lifandi), hafđi međalćvi Kínverja lengzt í 65 ár. Háskólastúdentum fjölgađi úr röskum hundrađ ţúsundum 1949 í tćpa milljón 1960, en ţeim fćkkađi síđan í fimmtíu ţúsund 1970. Kínverjar liđu miklar hörmungar og mannfall af völdum „Stóra stökksins fram á viđ“ 1958-60, ţegar Maó ćtlađi ađ breyta Kína úr bćndasamfélagi í iđnríki, og menningarbyltingarinnar 1966-76, ţegar hann setti landiđ allt á annan endann af innanflokksástćđum. En hvernig var umhorfs í Kína fyrir byltinguna 1949? Nćr er ađ spyrja um ástandiđ fyrir innrás Japana 1937, ţví ađ hún setti strik í reikninginn og henni lauk ekki fyrr en međ ósigri Japana í heimsstyrjöldinni 1945. Árin eftir 1930 stunduđu nćr níu af hverjum tíu Kínverjum landbúnađ á móti fjórum af hverjum tíu nú. Iđnađur var ţó umtalsverđur og viđskipti, einkum í Sjanghć, sem hafđi breytzt úr fámennu fiskiţorpi áriđ 1000 í líflega viđskiptamiđstöđ og heimsborg, en ţađ kom ekki ađ öllu leyti til af góđu af sjónarhóli Kínverja. Ósigrar Kínverja fyrst fyrir Bretum og Frökkum í ópíumstríđunum 1839-42 og 1856-60 og síđan fyrir Japönum 1895 neyddu ţá til ađ opna Sjanghć fyrir sigurvegurunum. Upp á ţau býti breyttist Sjanghć í heimsborg, og ţangađ streymdi framkvćmdafé ađ utan í stríđum straumum: ţarna voru sterkir bankar, kauphöll og hvađeina líkt og í Hong Kong, sem laut stjórn Breta frá 1842. Ţegar kommúnistar tóku völdin í Kína 1949, skrúfuđu ţeir fyrir uppganginn í Sjanghć, en Hong Kong dafnađi á móti međal annars fyrir tilstilli margra flóttamanna frá meginlandinu og frjálslegra búskaparhátta. Gróskan í Hong Kong sýndi umheiminum, hvers markađsbúskapur er megnugur í höndum Kínverja. Ţjóđartekjur á mann í Hong Kong sigldu fram úr tekjum á mann á Bretlandi 1992. Međalćvi Kínverja í Hong Kong fór fram úr međalćvi Breta 1975. Nýfćtt barn í Hong Kong getur nú vćnzt ţess ađ ná 82 ára aldri á móti 81 ári á Íslandi, 79 árum á Bretlandi og 72 á meginlandi Kína. Hong Kong er nú mitt á milli Ítalíu og Ţýzkalands á lífskjaralista Ţróunarstofnunar Sameinuđu ţjóđanna. Maó formađur féll frá 1976. Deng Xiaoping tók áriđ eftir viđ völdum í Kommúnistaflokknum og hófst ţegar handa um stórfelldar efnahagsumbćtur. Misheppnađur áćtlunarbúskapur ađ sovézkri fyrirmynd var látinn víkja fyrir markađsbúskap međ gamla laginu, fyrst í landbúnađi 1978 og síđan smám saman í iđnađi, verzlun og ţjónustu. Kína var opnađ á ný fyrir erlendum viđskiptum og fjárfestingu og einkaframtaki, enda ţótt Kommúnistaflokkurinn haldi enn fast í sjálftekiđ einkaleyfi sitt til landsstjórnarinnar. Lífskjaramunurinn á Hong Kong og Kína var fimmtánfaldur 1976, ţegar Maó féll frá. Munurinn er nú fimmfaldur, og hann heldur áfram ađ minnka. Sjanghć hefur aldrei veriđ glćsilegri. Gróskan stendur á gömlum merg.

Fréttablađiđ, 13. desember 2007.


Til baka