Smápústrar í miđbćnum

Ađalvarđstjóri lögreglunnar á höfuđborgarsvćđinu hafđi ţetta ađ segja í viđtali viđ DV 30. júlí: „Smápústrar sem ţessir eru mjög algengir í miđbćnum. ... Í dag linna menn ekki látum fyrr en fórnarlambiđ er annađhvort međvitundarlaust eđa verulega illa fariđ.“ Tilefni viđtalsins var, ađ ţrjár yngismeyjar réđust á unga móđur í Bankastrćtinu í Reykjavík, bitu af henni eyrađ eđa part af ţví og hćldust síđan um af verknađinum ađ sögn sjónarvotts – alblóđugar, býst ég viđ. Ţćr hafa vonandi skemmt sér vel á eftir, litlu skinnin.

Hvađ er um ađ vera í Reykjavík? Ţví er fljótlýst. Löggćzlan í miđbćnum er ţannig vaxin, ađ íbúarnir í hverfinu ţora fćstir út fyrir dyr á síđkvöldum um helgar. Lögreglan ţorir ekki út úr bílunum. Hvers vegna skyldi löggan hćtta lífi sínu og limum fyrir lúsarlaun? Varla líđur svo helgi, ađ saklausum vegfarendum sé ekki misţyrmt í miđbćnum. Ţá sjaldan ofbeldisseggirnir nást, er ţeim sleppt strax eftir yfirheyrslu. Smápústrar, segir ađalvarđstjórinn í skjóli á bak viđ skrifborđiđ sitt. Í öđrum löndum vćru lögreglustjórinn og dómsmálaráđherrann dregnir til ábyrgđar og látnir segja af sér. Ef ekki, myndi stjórnarandstađan á ţingi krefjast afsagnar ţeirra fyrir hönd borgaranna. Ísland er ađ ţessu leyti öđruvísi en önnur lönd. Hér bera allir ábyrgđ, svo ađ enginn ber ábyrgđ. Á Íslandi ţarf ríkislögreglustjórinn ekki ađ víkja, ţótt hann fái á sig kćru fyrir líkamsárás, svo sem greint var frá í Mannlífi 2005 međ ljósmynd af lögregluskýrslunni. Líkamsárásir í miđbćnum eru ekki forgangsverkefni lögreglunnar, heldur virđast ţćr vera feimnismál. Í Afríku er ég líklega óhultari innan um ljónin en á Laugaveginum um helgar.

 

Einn angi vandans er auđvitađ sá, ađ flest lögreglustörf eru láglaunastörf, sem ekki er hćgt ađ fylla međ ódýru innfluttu vinnuafli líkt og gert hefur veriđ í byggingarbransanum, fiskvinnslunni og heilbrigđiskerfinu. Löggur ţurfa líkt og kennarar ađ kunna íslenzku og sćtta sig viđ lág laun. Ţetta nćr auđvitađ engri átt í landi međ fullar hendur fjár. Ţađ ţarf ađ bćta kjör lögreglumanna án frekari tafar og skapa skilyrđi til myndarlegrar fjölgunar í lögregluliđinu á höfuđborgarsvćđinu undir nýrri yfirstjórn, sem borgararnir geta treyst. Í miđborgum annarra landa er lögregla sýnileg á hverju horni, svo ađ óaldarlýđur heldur sig til hlés og borgararnir eru frjálsir ferđa sinna.

Hvers vegna hefur ţetta ekki ţegar veriđ gert hér heima? Fjárskortur veldur ţví, segja yfirvöld. En ţađ er ekki sannfćrandi svar. Ţađ er nóg til af peningum, en ríkisstjórnin kýs heldur ađ nota ţá í annađ. Enginn stjórnmálaflokkur heyrist tala máli borgaranna í löggćzlumálum.

Vanmátt lögreglunnar ţarf ađ skođa í samhengi viđ önnur skyld mál. Ţađ ćtti ađ vera auđvelt ađ hemja innstreymi eiturlyfja til landsins, en ţađ hefur ţó mistekizt. Framsóknarflokkurinn lét sig hafa ţađ í kosningabaráttu ađ lofa vímulausu Íslandi áriđ 2000 og lyfti síđan ekki litla fingri til ađ efna heitiđ í ríkisstjórn eftir kosningar og sýndi međ ţví móti ađstandendum og öđrum fórnarlömbum eiturlyfjaneytenda furđulega lítilsvirđingu, svo sem Njörđur P. Njarđvík prófessor lýsti vel í tveim áhrifamiklum opnum bréfum til stjórnvalda í Morgunblađinu í fyrra.

Ţegar lögreglumál eru í ólestri, eđa önnur mál, hljóta menn ađ leita skýringa. Cherchez la famme, segja Frakkar: leitiđ konunnar! Varla getur vanmáttur lögreglunnar veriđ einskćrum klaufaskap ađ kenna; sé svo, ţurfa ćđstu yfirmenn lögreglunnar ađ víkja án frekari tafar fyrir öđrum hćfari mönnum – og dómsmálaráđherrann međ. Hitt virđist líklegra, ađ ástand löggćzlunnar sé eins og ţađ er vegna ţess, ađ ţannig vilja menn hafa ţađ innst inni, ţótt ţeir ţrćti fyrir ásetninginn.

Hverjir hafa hag af veikri lögreglu? Svariđ blasir viđ. Sakamenn hafa hag af veikri lögreglu líkt og okrarar hagnast á veiku samkeppniseftirliti og fjármálaeftirliti. Okrarar njóta enn sem jafnan fyrr forgangs í íslenzku samfélagi. Veldi Sjálfstćđisflokksins var í öndverđu reist á umsvifum heildsala, sem skeyttu lítt um almannahag af ţeirri einföldu ástćđu, ađ ţeir ţurftu ţess ekki. Einokunarverzlunin var komin í íslenzkar hendur. Heildsalarnir gerđu hvađ ţeir gátu til ađ bregđa fćti fyrir Pálma Jónsson í Hagkaupum: af ţví er mikil saga. Nú beinist ađ marggefnu tilefni sá grunur ađ yfirvöldum, ađ ţau haldi löggćzlu í lágmarki til ađ reyna ađ beina athyglinni frá ýmsum ólestri í eigin ranni. Ćtla má, ađ öflug og óhlutdrćg lögregla hefđi til dćmis haft ýmislegt ađ athuga viđ eitt og annađ í ríkisbankakerfinu í gegnum tíđina. Af ţví er einnig mikil saga.

 

Fréttablađiđ, 9. ágústí 2007.


Til baka