Réttarríkiđ í prófi

Eftir hrun fyrir hálfu öđru ári taldi Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn (AGS), ađ Ísland hefđi skilyrđi til ađ rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til ţrem árum. Vegna hrunsins ţurftu erlendir kröfuhafar ađ afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhćđ, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var taliđ nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viđbótar.

Ţetta er einsdćmi í fjármálasögu heimsins, ađ bankakerfi lands leggi svo ţungar byrđar – jafnvirđi sjöfaldra ţjóđartekna – á viđskiptamenn sína nćr og fjćr. Ţađ bćtir ekki úr skák, ađ bankarnir vöfđu stjórnmálaflokkunum um fingur sér, dćldu í ţá fé og röđuđu flokksmönnum á garđann, einkum Landsbankinn, bersýnilega til ađ kaupa sér friđ frá lögbođnu eftirliti og ađhaldi. Viđ skulum nefna hlutina réttum nöfnum, svo sem ćtla má, ađ rannsóknarnefnd Alţingis muni einnig gera í skýrslu sinni, ţegar hún verđur loksins birt: Flokkarnir ţágu í reyndinni mútur, og ţađ gerđu einnig einstakir frambjóđendur á ţeirra vegum.

Ţessi skođun AGS eftir hrun, ađ endurreisnin tćki tvö til ţrjú ár, međ IceSave og öllu saman, virtist ţá vera í vonbjartara lagi. Ég taldi í ljósi reynslunnar, ađ batinn myndi líklega taka lengri tíma, jafnvel ţótt ríkisstjórnin stćđi í stykkinu. Ég lýsti reynslu Fćreyinga af kreppunni ţar fyrir tuttugu árum til viđmiđunar. Kreppan í Fćreyjum var náskyld kreppunni hér. Undirrót beggja var rótgróin spilling.

Nú eru horfurnar hér heima mun ţyngri en ţćr voru strax eftir hrun. Ríkisstjórnin hefur brugđizt, enda styđst hún ekki viđ starfhćfan meiri hluta á Alţingi. Endurreisnin hefur vikiđ fyrir endalausu ţjarki um IceSave. Ríkisstjórnin stendur hjá eins og skelfdur áhorfandi, sem fćr ekki rönd viđ reist. Nýju bankarnir njóta ađ ţví er virđist lítils trausts međal ţjóđarinnar, enda er margt enn á huldu um starfsemi ţeirra, međal annars um eignarhald og afskriftir ógoldinna skulda auđmanna. Nýjasta dćmiđ er Finnur Ingólfsson, fyrrum ráđherra og seđlabankastjóri.

Vanrćksla ríkisstjórnarinnar er ekki bundin viđ ráđleysi í endurreisnarstarfinu og efnahagsmálum. Ríkisstjórnin ţurfti ađ verđa viđ áskorunum okkar, sem mćltum frá byrjun međ erlendri rannsókn á tildrögum hrunsins, en hún fćrđist undan. Undir stjórn óháđra erlendra manna hefđi rannsóknin veriđ hafin yfir sanngjarnan vafa um hlutdrćgni.

Skömmu fyrir hrun komust gömul hlerunarmál í hámćli. Ég er ekki ađ skipta um umrćđuefni. Ríkissaksóknari fól sýslumanninum á Akranesi ađ rannsaka máliđ, en rannsóknin reyndist marklaus. Niđurstađa hennar, ađ engin ástćđa vćri til frekari rannsóknar, var ráđin fyrir fram, ţar eđ ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins kaus ekki ađ leysa vitni undan lögbođinni ţagnarskyldu. Viđ yfirheyrslurnar sögđu vitnin ţví lög standa í vegi fyrir, ađ ţau greindu frá vitneskju sinni, og var ţá ekki ađhafzt frekar. Í hópi vitnanna var reyndur lögreglumađur, sem gerţekkir hlerunarmálin marga áratugi aftur í tímann. Ţetta dćmi frá 2006-7 segir í rauninni allt, sem segja ţarf um ástćđuna til ţess, ađ fólkiđ í landinu vantreystir réttarkerfinu.

Dómsmálaráđherra Sjálfstćđisflokksins skipađi sýslumanninn á Akranesi nokkru síđar sérstakan saksóknara vegna hrunsins. Á sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara hvílir nú sú skylda ađ leggja fram skotheldar kćrur á hendur ţeim tugum manna, sem virđast hafa gert sig seka um refsivert athćfi í ađdraganda einkavćđingar bankanna og síđan hrunsins. Ađ öđrum kosti hlýtur traust ţjóđarinnar á dómskerfinu ađ ţverra enn frekar en orđiđ er. Fari svo, mun ţeim fjölga, sem líta svo á, ađ Ísland sé í reyndinni ekki réttarríki, ef vel tengdir sakamenn virđast hafnir yfir lög og rétt svo sem algengt er í spilltum ţriđjaheimsríkjum, til dćmis í Keníu. Ţar er engin hefđ fyrir ţví, ađ armur laganna nái til spilltra stjórnmálamanna og bandamanna ţeirra í viđskiptalífinu. Ţeir eru ósnertanlegir. Verđi niđurstađan hin sama hér heima, mun liggja viđ sjálft, ađ samfélagiđ liđist í sundur. En ţá mun erlend réttarvarzla – lögregla, ákćruvald og dómstólar – taka viđ keflinu. Erlend fórnarlömb bankaţrjótanna munu ekki láta bjóđa sér annađ. Lögin ná yfir landamćri.

 

Fréttablađiđ, 4. marz 2010.

Til baka