Ađ rífa niđur eldveggi

Ţegar 300 milljónir manna losnuđu loksins undan oki kommúnismans í Austur-Evrópu og nćrsveitum eftir fall Berlínarmúrsins 1989, stóđu vonir til, ađ lýđrćđi á vestur-evrópska vísu yrđi reglan um alla Evrópu og einnig í gömlu Sovétríkjunum. Ţessar vonir rćttust vestan landamćra Rússlands, en ţó ekki í Rússlandi sjálfu og ekki heldur í suđurríkjum Sovétríkjanna sálugu, ţar sem gamlir kommúnistajálkar ráđa enn ríkjum sums stađar eins og ekkert hafi í skorizt. En Austur-Evrópa tók sér tak, bćđi Eystrasaltslöndin ţrjú (Eistland, Lettland, Litháen) og gömlu Varsjárbandalagslöndin, ekki bara Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland, heldur einnig Rúmenía, Búlgaría og Albanía auk Júgóslavíu, sem skiptist nú í mörg lönd. Ţessi lönd eru nú öll nema Albanía komin inn í Evrópusambandiđ og einnig Slóvenía, nyrzti hluti Júgóslavíu. Króatía bíđur inngöngu innan tíđar líkt og Albanía.

Eftir hverju eru öll ţessi austur-evrópsku ađildarlönd ESB ađ slćgjast? Svariđ er friđur og framfarir. Og ađhald. Ţau sćkjast eftir ađ deila fullveldi sínu međ öđrum Evrópulöndum svo sem reglur hússins mćla fyrir um. Sameiginlegt fullveldi á tilteknum sviđum finnst ţeim vera kostur, ekki galli, ţar eđ ţađ veitir ţeim vernd gegn innlendu ofríki.

 

Nú reynir á ţolrifin. Flokkur stjórnarandstćđinga í Ungverjalandi náđi meira en tveim ţriđju hlutum ţingsćta í kosningum 2010 međ 53% atkvćđa ađ baki sér. Ţetta gerđist í kjölfar mikilla sviptinga á fjármálamörkuđum og í efnahagslífi landsins m.a. vegna óstjórnar og spillingar í stjórnartíđ sósíalista árin nćst á undan. Sigurvegararnir, andstćđingar sósíalista, mynduđu nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar undir forustu Viktors Orbán fyrrum forsćtisráđherra og neyttu aukins ţingmeirihluta til ađ skipta um stjórnarskrá. Međal breytinganna, sem tóku gildi í byrjun ţessa árs, eru ýmis ákvćđi, sem ganga í ţveröfuga átt viđ frumvarp Stjórnlagaráđs til nýrrar stjórnarskrár hér heima og veikja lýđrćđi, lög og rétt. Nú er Ungverjaland ađ vísu eina Austur-Evrópulandiđ, sem ekki setti sér nýja stjórnarskrá eftir hrun kommúnismans, en ţađ er ekki haldbćr afsökun fyrir harđýđgi stjórnarmeirihlutans nú. Nýja ungverska stjórnarskráin rífur niđur eldveggi, veikir valdmörk, mótvćgi og mannréttindi til ađ mylja undir flokk forsćtisráđherrans. Ţetta er gert m.a. međ ţví ađ skerđa sjálfstćđi dómstólanna (međ ţví ađ knýja á um afsagnir dómara međ skyndilegri lćkkun eftirlaunaldurs ţeirra úr 70 árum í 62 til ađ rýma fyrir nýjum dómurum úr röđum stjórnarflokksins), skerđa sjálfstćđi seđlabankans (til ađ koma bankanum undir yfirráđ stjórnarflokksins) og skerđa frelsi fjölmiđla og ađgang ađ upplýsingum. Nýja stjórnarskráin kveđur á um, ađ tvo ţriđju hluta ţingmanna ţurfi til ađ breyta ýmsum lögum, sem einfaldur meiri hluti dugđi áđur til ađ breyta. Ţannig hefur ríkisstjórnin gert ţađ erfiđara ađ breyta lögum aftur í betra horf. Stuđningur almennings viđ stjórnina minnkađi til muna viđ ţessi tíđindi. Fólkiđ ţusti út á göturnar til ađ mótmćla. Feneyjanefndin, sem á vegum Evrópuráđsins er iđulega fengin til ađ fjalla um nýjar stjórnarskrár í álfunni međ lýđrćđi, lög og rétt ađ leiđarljósi, gagnrýndi frumvarp ungversku stjórnarinnar, en ríkisstjórnin hefur enn sem komiđ er látiđ ţá gagnrýni sem vind um eyru ţjóta. Evrópuţingiđ og framkvćmdastjórn ESB hafa nú einnig látiđ máliđ til sín taka. Evrópusambandinu er máliđ skylt m.a. vegna ţess, ađ nýja stjórnarskráin stríđir ađ dómi ţings og framkvćmdastjórnar ESB gegn skuldbindingum Ungverja varđandi mannréttindi skv. Alţjóđasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Ţetta er sami samningur og Íslendingar halda áfram ađ brjóta gegn međ fiskveiđistjórnarkerfinu skv. áliti mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna frá 2007. Sjái ungverska ríkisstjórnin ekki ađ sér, getur ESB skv. reglum sínum gripiđ til ţess ráđs ađ taka fyrir ađgang Ungverja ađ styrkjum úr sameiginlegum sjóđum sambandsins. ESB líđur ekki mannréttindabrot innan sinna vébanda. Ţar eru engir afslćttir í bođi. Ţessa meginreglu ţurfa Ungverjar ađ virđa ekki síđur an ađrar ađildarţjóđir ESB. Svo vill til, ađ Ungverjar ţurfa sem stendur á fjárhagsađstođ ESB og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins ađ halda. Samningar standa yfir.

 

DV, 20. janúar 2012.


Til baka