|
Hér er að finna tvær álitsgerðir um þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem fram ætti að fara um fjölmiðlafrumvarpið sumarið 2004 skv. stjórnarskránni, en hefur nú verið blásin af, aðra eftir starfshóp ríkisstjórnarinnar og hina eftir viðbragðshóp sérfræðinga á vegum Þjóðarhreyfingarinnar. Hér hef ég einnig haldið til haga tveim öðrum skjölum, sem ég hef skrifað undir að gefnu tilefni ásamt félögum mínum í Háskóla Íslands, og einu til viðbótar í fjölbreyttari félagsskap. Þá er hér að finna frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, sem Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu lagði fram opinberlega árið 2000, en það gerðum við til að bregðast við áskorunum stjórnmálamanna, sem lýstu eftir nánari útfærslu á hugmyndum okkar um hagkvæmt og réttlátt fiskveiðistjórnarkerfi í krafti veiðigjalds. Þá er hér í enskri þýðingu merk ritgerð eftir endurskoðendurna Jón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson þar sem þeir lýsa því hvernig eignir voru búnar til úr engu í bókhaldi banka og annarra fármálastofnana fram að hruni. Loks er hér stutt grein á ensku um hrun Færeyja frá 1994.
Ræða Valdimars Jóhannessonar fyrir Hæstarétti
Valdimar flutti mál sitt sjálfur, þótt ólöglærður sé, og
hafði fullan sigur gegn ríkislögmanni, sem flutti mál ríkisins. Ræða Valdimars
er merk réttarsöguleg heimild og er birt hér með leyfi hans.
Ávarp
til Íslendinga
Síðasta skjalið var birt að frumkvæði Valdimars
Jóhannessonar, sem vann nokkru síðar frækilegan sigur gegn íslenzka ríkinu fyrir
Hæstarétti 1998 og flutti raunar mál sitt sjálfur fyrir réttinum. Sjá frásögnina
af máli hans hér fyrir ofan.
Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Frumvarpinu fylgir
greinargerð. Frumvarpið var lengi haft til sýnis á vefslóð Áhugahópsins
www.kvotinn.is. Sjá einnig
fréttatilkynningu Áhugahópsins frá 30. janúar 2000.
Bréf frá
félögum í samtökunum „Auðlindir í almannaþágu“ til Mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna í júní 2008
Bréfið andmælir fyrstu viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við bindandi áliti
mannréttindanefndarinnar um fiskveiðistjórnina í desember 2007.
Sjá íslenzka þýðingu bréfsins
hér.
Bréf stjórnarskrárfélagsins til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
í marz 2015
Bréfið vekur athygli á undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu.
Sjá íslenzka þýðingu bréfsins
hér. Sjá bréf mannréttindanefndarinnar til íslenzku ríkisstjórnarinnar 29.
maí 2012
hér.
Bréf félaga í Stjórnarskrárfélaginu til Mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna í janúar 2020
Bréfið ítrekar erindi fyrra bréfs um vanefndir Alþingis gagnvart
mannréttindanefndinni varðandi nýju stjórnarskrána og auðlindaákvæðið.
Equity out of nothing
Ritgerð Jóns Þ. Hilmarssonar og Stefáns Svavarssonar í enskri þýðingu sem
birtist hér með leyfi höfundanna. Greinin sýnir hvernig reikningshald banka og annarra
fjármálastofnana var fegrað fram að hruni með bókhaldsbrellum sem komu þó ekki
til kasta dómstóla.
Mismanaged fish
Þessi stutta grein frá 1994 rifjaðist upp fyrir mér sumarið 2015 þegar stúdent í
Vín óskaði eftir hjálp við meistararitgerð um hrun sparisjóðanna í Kaliforníu og
Texas um 1990 og hrun Færeyja um sama leyti. Ég átti í fórum mínum stutta
ritgerð um hrun Færeyja,
Sjálfskaparvíti,
og fann gleymda blaðagrein um málið á ensku,
Mismanaged fish. New York Times og Financial Times höfðu
hvorugt blaðið áhuga á að birta greinina 1994. Færeyjar voru of fámennar til að
vekja áhuga lesenda þessara stórblaða. Þá rann upp fyrir mér að stjórnmálamenn,
bankamenn og aðrir í örríkjum komast stundum upp með næstum hvað sem er án þess
að frá því sé sagt úti í hinum stóra heimi. Þess vegna m.a. leggja margir nú
þunga áherzlu á að umheimurinn fái að vita sem mest um hrunið 2008, aðdragandann
og eftirleikinn, þótt Alþingi reyni enn að halda lokinu á, m.a. með því að (a)
vanrækja að láta rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003, (b) neita að láta
þýða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á ensku, (c) frysta nýja stjórnarskrá
sem kjósendur hafa samþykkt og (d) leggja niður embætti Sérstaks saksóknara í
árslok 2015 þótt embættið hafi ekki enn náð að leggja fram kærur í málum Glitnis
og Landsbankans sambærilegar við kærur embættisins og sakfellingu Hæstaréttar í
málum Kaupþings. Hljóta bankarnir ekki allir að vera jafnir fyrir lögum?