Landsframleiðsla 2001-2018 (magnvísitölur, 2005 = 100) |
![]() |
Hér sjáum við þróun þjóðarbúskapar Íslendinga frá 1901 til 2018.
Framleiðslan (bláa kúrfan) er verg landsframleiðsla, þó þannig að hér
hefur tveim magnvísitölum verið splæst saman: fyrst þjóðarframleiðslu
1901-1945 og síðan landsframleiðslu 1945-2018. Meðalvöxtur
framleiðslunnar var 3,8% á ári þessi 118 ár. Það þýðir tæpa
áttatíuföldun framleiðslunnar á tímabilinu og tæpa átjánföldun
framleiðslu á mann. Framleiðslugetan (rauða kúrfan) er framleiðslan eins
og hún hefði verið við fulla nýtingu allra framleiðsluþátta. Takið eftir
því að heimskreppan á fjórða áratug 20. aldar og heimsstyrjöldin nokkru
síðar lýsa sér ekki í miklu misræmi milli framleiðslu og
framleiðslugetu. Á hinn bóginn sést greinilega að verðbólga 1970-1990
kýldi framleiðsluna upp fyrir framleiðslugetuna árin 1970-1990 og síðan
niður aftur. Hrunið 2008 kýldi framleiðsluna aftur niður fyrir
framleiðslugetuna og hefur framleiðslan haldizt undir framleiðslugetu
síðan þá þótt vöxtur framleiðslunnar hafi síðustu ár náð sér á strik og
verið svipaður og áður. Þetta er vísbending um langvarandi efnahagstjón
af völdum hrunsins. Heimild: Hagstofa Íslands. |