Banki eđa mjaltavél?

Fólkiđ í landinu vantreystir Alţingi og dómskerfinu. Ţađ er ekki nýtt. Gallup hefur kannađ traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síđast í febrúar 2007. Alţingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögđust bera traust til ţingsins, og 31 prósent sögđust treysta dómskerfinu. Um ţetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alţingis og dómskerfis virđist fylgjast ađ í mćlingum undanfarinna ára.“ Ţađ vekur einnig eftirtekt, ađ ţingmenn og lögfrćđingar skuli una svo hörđum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án ţess ađ taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt ađ leita. Sjálfstćđisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráđuneytinu á víxl í 72 ár síđan 1927 og hafa í reyndinni fariđ međ dómskerfiđ eins og hjáleigu, međal annars međ ţví ađ trođa mörgum óhćfum mönnum úr eigin röđum í löggćzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hćstarétti. Vanvirđingin gagnvart dómskerfinu hefur tekiđ á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réđst forsćtisráđherra međ offorsi ađ Hćstarétti, ţegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráđuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvćmdastjóra um leyfi til fiskveiđa brjóta gegn jafnrćđisákvćđum stjórnarskrárinnar. Ţá gerđist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstćđi Hćstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fćrt ađ skrifa undir yfirlýsinguna. Hćstiréttur kvittađi síđan fyrir framtak okkar prófessoranna međ ţví ađ snúa dómi sínum viđ í öđru skyldu dómsmáli og sá ţá ekkert athugavert viđ ókeypis afhendingu verđmćtra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Gallup spyr fólkiđ um landiđ ekki álits á Seđlabankanum og bankakerfinu, ţótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigđiskerfiđ (70 prósent). Seđlabankinn hefur hvađ eftir annađ gefiđ tilefni til slíkra spurninga. Ţar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráđi mađur, sem Sverrir Hermannsson fyrrverandi ráđherra og landsbankastjóri Sjálfstćđisflokksins hefur lýst sem bankarćningja (Morgunblađiđ, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblađiđ, 4. október 2006). Ţess verđur ekki vart, ađ lögreglan eđa ríkissaksóknari hafi taliđ vert ađ athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seđlabankaráđsmanninum og öđrum, sem situr enn fyrir Sjálfstćđisflokkinn í bankaráđi Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráđsmađurinn beitti sér á dögunum fyrir hćkkun launa seđlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síđar nefndi ráđsmađurinn hefur vitnađ um ţađ á prenti, hversu gott honum fannst ađ ţegja međ vini sínum, seđlabankastjóranum – og ţá vćntanlega einkum og sér í lagi ađ ţegja međ honum um fjármál viđskiptavina Landsbankans. Seđlabankinn er og hefur lengi veriđ mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Ađ vísu eru ekki mikil brögđ ađ ţví, ađ óhćfu fólki sé trođiđ inn í bankann, enda er starfsliđiđ ţar prýđilegt á heildina litiđ. Misnotkunin hefur beinzt ađ yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldiđ áfram ađ trođa sjálfum sér og hverjir öđrum í bankastjórastöđur, og tók steininn úr, ţegar Davíđ Oddsson fyrrum forsćtisráđherra settist sjálfur inn í bankann, ţegar hann hafđi fengiđ sig fullsaddan af pólitík og gagnkvćmt. Ţađ hlýtur ađ vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búiđ hefur veriđ ađ launakjörum hans í bak og fyrir, ţótt hann kunni fćst af ţví, sem seđlabankastjórum er nauđsynlegt ađ kunna í öđrum löndum. Hann gerđist meira ađ segja ritstjóri Fjármálatíđinda, elzta og helzta tímarits hagfrćđinga á Íslandi, og birti ţar međal annars efnis tćknilega ritgerđ um „ţvinguđ splćsiföll“. Einhver kynni ađ halda, ađ „ţvinguđ splćsiföll“ hljóti ađ lýsa atbeina bankaráđsins viđ bankastjórann, svo mjög sem bankaráđiđ hefur splćst á hann gegn betri vitund og velsćmi. Fjármálatíđindi fóru sömu leiđ og Ţjóđhagsstofnun; ţau voru lögđ niđur. Bankaráđ Seđlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ćvinlega til hćkkunar, og fyrir ţađ ţiggja flokksgćđingarnir ţar á annađ hundrađ ţúsund krónur á mánuđi hver um sig, ţar á međal einn, sem hefur fengiđ dóma bćđi fyrir meiđyrđi og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er ţannig, ađ Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtćki heimsins, spáir ţví í glćnýrri skýrslu, ađ nćr helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi nćstu misseri, enda eru flestir mćlar rauđglóandi. En bankastjórinn er ólćs á mćlana, og enginn ţorir ađ segja honum til.

Fréttablađiđ, 14. júní 2007.


Til baka