Aukinn ójöfnuđur í samhengi

Allar helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um aukinn ójöfnuđ á Íslandi síđan 1995, eru komnar frá fjármálaráđuneytinu og ríkisskattstjóraembćttinu. Eins og ég rakti á ţessum stađ fyrir viku, lagđi Geir Haarde, ţáverandi fjármálaráđherra, fram á Alţingi snemma árs 2005 tölur, sem sýndu, ađ ójöfnuđur í skiptingu ráđstöfunartekna milli manna jókst mjög frá 1995 til 2003. Tilefniđ var fyrirspurn Sigurjóns Ţórđarsonar alţingismanns um máliđ. Ađ beiđni minni endurreiknađi ríkisskattstjóraembćttiđ dćmiđ í fyrra og lengdi tímabiliđ um tvö ár í hvorn enda og komst ađ alveg sömu niđurstöđu og fjármálaráđuneytiđ međ ţeirri viđbót, ađ ójöfnuđur í skiptingu ráđstöfunartekna tók nýtt stökk frá 2003 til 2005. Ég hef ekki gert annađ viđ ţessar tölur fjármálaráđuneytisins og ríkisskattstjóra en ađ sannreyna ţćr og segja frá ţeim og get stađfest, ađ ţćr eru réttar. Stefán Ólafsson prófessor hefur einnig sannreynt tölurnar og stađfest ţćr auk eigin athugana, sem ber ađ sama brunni. Ragnar Árnason prófessor hefur vakiđ máls á ţví, ađ skipting launatekna án skattgreiđslna og tryggingabóta – og án fjármagnstekna! – hefur stađiđ nokkurn veginn í stađ á sama tímabili. Ţessi ábending Ragnars stađfestir, ađ aukinn ójöfnuđur í skiptingu ráđstöfunartekna – ţađ er heildartekna ađ greiddum sköttum og ţegnum bótum – stafar ađallega af breytingum á skattheimtu og almannatryggingum í ójafnađarátt. Aukning ójafnađar frá 1995 stafar m.ö.o. af ákvörđunum ríkisvaldsins um ţyngri álögur á fólk međ lágar tekjur og miđlungstekjur og léttari álögur á hátekjufólk og fjármagnseigendur. Ţessa sér stađ m.a. í frystingu skattleysismarka, sem hafa ţví međ tímanum lćkkađ verulega ađ raungildi, og í sérmeđferđ fjármagnstekna, sem bera miklu lćgri skatt en launatekjur til hagsbóta fyrir hátekjumenn. Forskriftarinnar ađ ţessum nýju áherzlum í skattamálum er ekki langt ađ leita, ţví ađ ţennan hátt hefur ríkisstjórn Bush forseta í Bandaríkjunum haft á skattastefnu sinni undangengin ár gagngert til ađ hlađa undir auđmenn. Nýjar áherzlur ríkisstjórnarinnar hér heima í velferđarmálum, sem birtast m.a. í ítrekuđum útistöđum hennar viđ aldrađa og öryrkja, spegla ójafnađarstefnu stjórnarinnar í skattamálum. Á sama tíma hefur skattbyrđi almennings snarţyngzt á heildina litiđ: skattheimta ríkisins nam um ţriđjungi af landsframleiđslunni 1985, en er nú komin upp undir helming. Og ríkisstjórnin heldur samt áfram ađ ţrćta – fyrir upplýsingar, sem hún hefur sjálf lagt fram. Ţađ er hćgt ađ fćra gild rök ađ ţeirri skođun, ađ Norđurlandaţjóđirnar hafi á fyrri tíđ gengiđ of langt í jafnađarátt, ţví ađ of lítiđ launabil á vinnumarkađi slćvir t.d. hvatann til menntunar. Ţess vegna lagđi ég ţađ til ásamt öđrum fyrir tíu árum, ţegar ég var kvaddur til ađ leggja á ráđin um hagstjórn í Svíţjóđ, ađ stjórnvöld ţar slökuđu á jafnađarstefnunni, og ţađ hafa margir ađrir einnig gert. Svíar hafa tekiđ ţessum ráđum. Jóakim Palme prófessor hefur lýst ţví, ađ heldur hafi dregiđ úr jöfnuđi í tekjuskiptingu í Svíţjóđ síđustu ár, og ţađ tel ég vera til bóta. Aukningin ójafnađar í Svíţjóđ frá 1993 er ţó ađeins brot af ţeirri ójafnađaraukningu, sem hefur átt sér stađ hér heima ađ undirlagi ríkisstjórnarinnar. Gini-stuđullinn, sem ég lýsti hér fyrir viku, hefur međ fjármagnstekjum og öllu saman hćkkađ um ţrjú stig í Svíţjóđ frá 1993 á móti 15 stiga hćkkun hér heima. Ţarna skilur milli feigs og ófeigs. Eignaskipting í Svíţjóđ er ađ vísu miklu ójafnari en tekjuskiptingin og litlu jafnari en í Bandaríkjunum. Um eignaskiptingu á Íslandi eru hins vegar engar tölur til. Eignaskiptinguna ţarf ađ kortleggja, ekki sízt í ljósi ţeirrar tilfćrslu, sem orđiđ hefur á eignum milli manna undangengin ár, fyrst međ lögfestingu kvótakerfisins og síđan međ ţeim hćtti, sem hafđur var á einkavćđingu banka og annarra ríkisfyrirtćkja. Stóraukinn ójöfnuđur á Íslandi síđustu ár er áhyggjuefni m.a. vegna ţess, ađ fámenn samfélög búa yfirleitt viđ meiri jöfnuđ og friđ en fjölmennari og sundurleitari samfélög. Á Norđurlöndum hafa jafnađarstefna og fámenni lagzt á eitt. Aukinn ójöfnuđur veldur ţó einnig áhyggjum í Bandaríkjunum. Ben Bernanke seđlabankastjóri ţar í landi lét máliđ til sín taka um daginn í prýđilegri rćđu og varađi ţar viđ auknum ójöfnuđi međ ţeim rökum, ađ of mikilli misskiptingu fylgir hćtta á sundrungu og úlfúđ og ţá um leiđ hćtta á minni grósku í efnahagslífinu (og meiri verđbólgu, t.d. vegna ţess ađ launţegar leiđast til ađ heimta óraunhćfar skađabćtur í kjarasamningum). Sama hćtta steđjar nú ađ Íslandi.  

 

Fréttablađiđ, 1. marz 2007.


Til baka