Stjórnlagaþing

Skipun embættismanna og vernd sjálfstæðra ríkisstofnana 13. júlí 2011

Vernd menningarverðmæta í stjórnarskrá 12. júlí 2011

Ný kosningaákvæði í stjórnarskrá 12. júlí 2011

Við Katrín Oddsdóttir í viðtali um mannréttindi 7. júlí 2011

Ræða um fullt gjald fyrir nýtingu veiðiréttar o.fl. 1. júlí 2011

Ræða um skipun í dómaraembætti o.fl. 1. júlí 2011

Ræða um viðurlög við brotum gegn stjórnarskrá 1. júlí 2011

Ræða um þjóðaratkvæðagreiðslur, málskot, Stjórnlagaráð o.fl. 24. júní 2011

Ræða um kosningaskipan 24. júní 2011

Ræða um stjórnarmyndanir og skipun utanþingsstjórnar 24. júní 2011

Ræða um málskotsrétt forsetans og skipan í embætti 24. júní 2011

Ræða um mannréttindi 24. júní 2011

Ræða um stofnanir ríkisins og stjórnarskrána 16. júní 2011

Ræða um hlutverk forseta Íslands og stjórnarskrána 10. júní 2011

Ræða um kosningaskipan 10. júní 2011

Ræða um upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla 10. júní 2011

Ræða um þjóðareignir, umhverfisvernd og menningararfinn 27. maí 2011

Viðtal við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur um auðlinda- og umhverfisákvæði 26. maí 2011

Frétt DV af auðlinda- og umhverfisákvæðum 27. maí 2011

Viðtal við Björn Teitsson blaðamann á DV um stjórnlagamálin 3. desember 2010, bls. 38

* * *

Brezki heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) hitti naglann á höfuðið, þegar hann spurði: How can we organize political institutions so that bad or incompetent rulers can be prevented from doing too much damage?

* * *

Færeyingar búast nú til að setja sér nýja stjórnarskrá. Þar er mörg hnýsileg ákvæði að finna.

Um eignarrétt segir svo í færeysku stjórnarskrárdrögunum: Allar ognir og øll rættindi eru vard fyri ágangi. Þetta hlýtur að eiga að duga til að koma í veg fyrir, að búfáreigendur beiti búpeningi sínum á annarra lönd. enda eru Færeyjar iðjagrænar.

Um auðlindir og umhverfi segir svo:
Tilfeingi og umhvørvi
(1) Myndugleikarnir varða um tilfeingi landsins.
(2) Tá vunnið verður úr landsins tilfeingi, skal landið antin krevja viðurlag ella tryggja øllum vinnurætt.
(3) Margfeldið á landi og á havleiðum landsins, sum privat ikki eiga, er tilfeingi og ogn fólksins.
(4) Landið tryggjar, at bæði almenna og privata tilfeingi landsins verður umsitið á
sjálvberandi hátt við umsorgan fyri umhvørvinum.

Sem sagt: þjóðin á auðlindirnar (grein 3) og tekur gjald fyrir afnot þeirra eða tryggir öllum jafnan aðgang að þeim (grein 2). Umgengni við auðlindir og umhverfi verður að vera sjálfbær (grein 4).

Ólíkt öðrum norrænum stjórnarskrám ætla Færeyingar að hafa formála, eins konar viljayfirlýsingu og vettvangslýsingu í fyrstu persónu fleirtölu:

Formæli
Vit, Føroya fólk, samtykkja hesa stjórnarskipan. Hon er grundvøllur undir stýri
okkara, ið skal tryggja frælsi, trygd og trivnað.
Vit bygdu landið í fornari tíð og skipaðu okkum við tingi, lógum, rættindum og
skyldum.
Vit hava hildið ting til henda dag og skipað okkum eftir tørvi okkara um landið alt.
Føroyar hava í øldir samstarvað við onnur lond og ríki. Einki kann tó køva sjálvræði
landsins ella sjálvsavgerðarrætt okkara.
Landsins egnu lógir eru einans tær, sum gjørdar eru á rættan hátt í landinum sjálvum
eftir fólksins vilja.
Føroyar verða skipaðar eftir nútíðar tørvi og eftir siðaarvi okkara við fólkaræði,
løgræði, rættindum og skyldum.
Allar lógir og siðvenjur skulu virða hesa stjórnarskipan. Eingin lóg ella siðvenja má
tí vera hildin at hava gildi, bara tí hon er eldri enn henda skipan ella hevur virkað í
langa tíð.

* * *

Stjórnlaganefnd lýsir niðurstöðu þjóðfundarins um þetta mál svo: "Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. Kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá." Í samræmi við þetta lít ég svo á, að stjórnarskráin skuli kveða á um fyrirkomulag Alþingiskosninga líkt því, sem notað var í stjórnlagaþingskosningunni í nóvember 2010, og lýsti þeirri skoðun fyrir kosningar. Annar kostur væri að kjósa t.d. 4/5 hluta þingmanna með þessu nýja lagi og 1/5 með gamla laginu líkt og Ómar Ragnarsson leggur til. Þannig væri kannski hægt að sætta ólík sjónarmið. En bezt væri þó að stíga skrefið til fulls eins og þjóðfundurinn kallaði eftir.

* * *

Sumir telja, að stjórnarskráin eigi að vera lægsti samnefnari þjóðarsálarinnar, texti, sem allir geta fellt sig við. Ég tel, að stjórnarskráin eigi að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Því er eðlilegt, að þeir, sem stjórnarskráin setur stólinn fyrir dyrnar, felli sig ekki við textann. Listin er að draga línuna á réttum stað.

Brezki heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) hitti naglann á höfuðið, þegar hann spurði: How can we organize political institutions so that bad or incompetent rulers can be prevented from doing too much damage?

Heimild: Karl Popper, The Open Society and Its Enemies: The Spell of Plato (1945, 7. kafli).

* * *

Yfirlýsing fyrir kosningar til stjórnlagaþings í nóvember 2010

Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ísland þarf nýja stjórnarskrá til að treysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds innan ramma þingræðisins. Stjórnarskráin þarf þó að kveða á um rétt forseta Íslands til að mynda utanþingsstjórn og til að vísa til þjóðaratkvæðis ekki aðeins frumvörpum, sem þingið samþykkir eins og nú er, heldur einnig frumvörpum, sem þingið hafnar. Tilskilinn hluti kjósenda þarf einnig að geta vísað lagafrumvörpum til þjóðaratkvæðis. Ný ákvæði þarf til að draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Einnig þarf ný ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum og önnur mannréttindi, um gegnsæi og um hámarksfjölda þingmanna og ráðherra.

Til að vinna að framgangi þessara hugmynda hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins.

Þorvaldur Gylfason 3403.

Kynningarviðtal við Ríkisútvarpið 19. nóvember 2010.

* * *

Ný stjórnarskrá gæti hafizt á þessum orðum:

Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja
almannahag, frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði og mannréttindi, ábyrgð á landi og lífríki, gagnsæi, réttlæti, menningu og velferð okkar allra og til að efla friðsæld og öryggi lýðveldisins okkur öllum til heilla og hagsbóta og afkomendum okkar. Við sitjum öll við sama borð. Sérhverjum Íslendingi ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins.

Fyrirmynd textans er að stofni til sótt í stjórnarskrá Bandaríkjanna og skírskotar jafnframt til hrunsins, sem er tilefni þess, að þjóðin býst nú til að kveðja saman stjórnlagaþing til að leggja á ráðin um eða semja nýja stjórnarskrá.

Takið eftir, að stjórnarskráin hefst eftir tillögu minni í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Af því leiðir, að Alþingis bíður ekki annað hlutverk varðandi nýja stjórnarskrá en að vísa tillögu  stjórnlagaþings til þjóðaratkvæðis. Alþingi er vanhæft til að fjalla  efnislega um tillögu stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá, því að þar  verður fjallað um Alþingi, meðal annars um fjölda þingmanna. Þeir þurfa ekki að vera fleiri en 37.

Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum felst í skírskotun upphafsorðanna til almannahags og mannréttinda, enda brýtur núverandi  fiskveiðistjórnarkerfi í bága við mannrétttindi skv. áliti  mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í meginmáli stjórnarskárinnar þarf að kveða nánar á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum.


* * *

Ég hef ákveðið, hvaða frambjóðendum ég ætla að greiða atkvæði mitt í kosningunni til stjórnlagaþings. Hér er úr vöndu að ráða, þar eð hópurinn er álitlegur og svo stór, að einungis er hægt að krossa við innan við fimm prósent frambjóðenda. Ég fylgi einfaldri reglu í fjórum hlutum og skeyti hvorki um kyn né kjördæmi: kynið er í mínum huga eitt kjördæmi eins og landið.

  • Ég kýs fólk, sem hefur látið að sér kveða í umræðunni um stjórnarskrána og lýst eftir skýrum valdmörkum og mótvægi milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds.

  • Ég kýs fólk, sem hefur tekið afstöðu gegn mannréttindabrotunum, sem fiskveiðistjórnarkerfið felur í sér skv. áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

  • Ég kýs fólk, sem telur, að ný stjórnarskrá þurfi að taka af tvímæli um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar, svo að Alþingi og jafnvel sveitarstjórnir geti ekki lengur farið eftir vild með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.

  • Ég kýs fólk, sem ég veit, að lifir eftir þeirri reglu að elska, byggja og treysta á landið.

* * *

Það er af ásettu ráði, að ég sting upp á stuttum formála að nýrri stjórnarskrá, sjá feitletraða textann að ofan. Upphafsorð kínversku stjórnarskrárinnar frá 1982 eru langloka, fyrsta efnisgreinin hljóðar svo (og hinar, sem á eftir koma, eru í sama dúr):

  • China is one of the countries with the longest histories in the world. The people of all nationalities in China have jointly created a splendid culture and have a glorious revolutionary tradition. Feudal China was gradually reduced after 1840 to a semi-colonial and semi-feudal country. The Chinese people waged wave upon wave of heroic struggles for national independence and liberation and for democracy and freedom. Great and earth-shaking historical changes have taken place in China in the 20th century. The Revolution of 1911, led by Dr Sun Yat-sen, abolished the feudal monarchy and gave birth to the Republic of China. But the Chinese people had yet to fulfil their historical task of overthrowing imperialism and feudalism. After waging hard, protracted and tortuous struggles, armed and otherwise, the Chinese people of all nationalities led by the Communist Party of China with Chairman Mao Zedong as its leader ultimately, in 1949, overthrew the rule of imperialism, feudalism and bureaucrat capitalism, won the great victory of the new-democratic revolution and founded the People's Republic of China. Thereupon the Chinese people took state power into their own hands and became masters of the country.

Samt er margt gott um kínversku stjórnarskrána. Níunda greinin kveður á um eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Orðalagið er skýrt: ríkið, það er öll þjóðin, á auðlindirnar: 

  • Article 9. Mineral resources, waters, forests, mountains, grassland, unreclaimed land, beaches and other natural resources are owned by the state, that is, by the whole people, with the exception of the forests, mountains, grassland, unreclaimed land and beaches that are owned by collectives in accordance with the law. The state ensures the rational use of natural resources and protects rare animals and plants. The appropriation or damage of natural resources by any organization or individual by whatever means is prohibited.

* * *

Ný stjórnarskrá var samþykkt með 67% greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Keníu sumarið 2010. Þar hljóðar 16. grein svo:

  • A citizen by birth does not lose citizenship by acquiring the citizenship of another country.

Þetta er hyggilegt ákvæði og stuðlar að því að halda fólkinu heima eftir þeirri einföldu reglu, að opnir armar gefast jafnan betur en boð og bönn.

* * *

Stjórnarskrá Suður-Afríku frá 1997 er að margra dómi til fyrirmyndar. Hún er uppgjör við fortíðina og vegvísir inn í framtíðina. Hún varð til með víðtæku samráði innan lands auk þess sem erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum, þar á meðal prófessorar á Harvard. Hún hefst á þessum orðum:

We, the people of South Africa,
Recognise the injustices of our past;
Honour those who suffered for justice and freedom in our land;
Respect those who have worked to build and develop our country; and
Believe that South Africa belongs to all who live in it, united in our diversity.
We therefore, through our freely elected representatives, adopt this Constitution as the supreme law of the Republic so as to -
Heal the divisions of the past and establish a society based on democratic values, social justice and fundamental human rights;
Lay the foundations for a democratic and open society in which government is based on the will of the people and every citizen is equally protected by law;
Improve the quality of life of all citizens and free the potential of each person; and
Build a united and democratic South Africa able to take its rightful place as a sovereign state in the family of nations.
May God protect our people.
Nkosi Sikelel iAfrika. Morena boloka setjhaba sa heso.
God seân Suid-Afrika. God bless South Africa.
Mudzimu fhatutshedza Afurika. Hosi katekisa Afrika.

* * *

Bútanar settu sér nýja stjórnarskrá 2008. Hún er löng, rösklega 60 síður. Þar kennir margra grasa. Þarna er að finna sérstaka kafla um menningu og umhverfisvernd, um réttindi og skyldur almennings („Öllum ber skylda til að greiða fyrir framgangi réttvísinnar og vinna gegn spillingu“), um gjaldeyrisforða Seðlabankans (hann má skv. stjórnarskránni ekki fara niður fyrir andvirði innflutnings í eitt ár), um stjórnmálaflokka og fjárreiður þeirra, um stjórnarmyndanir (enginn má vera forsætisráðherra lengur en tvö kjörtímabil), um stjórnarandstöðu (henni er óheimilt skv. stjórnarskránni að taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhag), um ráðningu embættismanna og varnir gegn spillingu. Hugsun þeirra í Bútan er bersýnilega önnur en hugsunin á bak við stjórnarskrána okkar frá 1944.

En þá er þess að gæta, að Bútan var lengi svo að segja lokað land í fjöllunum milli Indlands og Kína. Kóngurinn var einvaldur. Stjórnmálaflokkar voru bannaðir með lögum fram til 2007. Fyrstu frjálsu kosningarnar fóru fram 2008. Nýja stjórnarskráin er skref frá harðsvíruðu einræði til lýðræðis.

* * *

Ég lagði nokkrar stuttar athugasemdir inn á fésbókarsíður mínar dagana fyrir kosninguna til Stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Þær lýsa nokkrum þeirra mála, sem ég mun ræða við félaga mína á þinginu.

  • Það er ekki nóg að hafa góða stjórnarskrá. Landsfólkið þarf að fara eftir henni. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni á liðnum árum brotið stjórnarskrána eins og álit mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnarkerfið 2007 vitnar um. Þess vegna þarf að setja ákvæði í stjórnarskrána um viðurlög við brotum á henni. Suður-Afríka vísar veginn. Sjá grein.

  • Stjórnlagaþingið þarf að jafna atkvæðisrétt landsmanna, því að allir þurfa að fá að sitja við sama borð. Sveit og borg eru systur, og góðum systrum semur vel. Landið á að vera eitt kjördæmi eins og það var í stjórnlagaþingskosningunni.

  • Á Stjórnlagaþinginu þarf að leggja áherzlu á, að framkvæmdarvaldinu sé veitt þríhliða aðhald: frá þinginu (eða minni hluta þess, ef haldið verður í þingræðið), dómstólunum, þ. á m. stjórnlagadómstóli, sem gæti verið Hæstiréttur, og loks hæfri stjórnsýslu, auk þess sem rýmka þarf heimildir til að bera mál undir þjóðaratkvæði.

  • Auk þessa er brýnt að setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og heimild til að framselja ríkisvald, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þannig gæti Stjórnlagaþinginu tekizt það, sem stjórnmálamennirnir hafa vanrækt allan lýðveldistímann.

  • Aðskilnaði ríkis og kirkju mætti vísa til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu, því að ágreiningur um það mál gæti komið í veg fyrir samstöðu um önnur brýnni mál á stjórnlagaþinginu.

  • Stjórnlagaþingið má helzt ekki færast of mikið í fang. Það á að láta sér nægja að lagfæra megingallana á stjórnarskránni, sem lúta að verkaskiptingunni milli valdþáttanna þriggja.

* * *

Gana býst nú til að flytja út olíu að jafnvirði um þriðjungs af árlegum olíuútflutningi Norðmanna. Stjórnarskrá Gönu frá 1992 tekur af tvímæli um þjóðareign allra náttúruauðlinda. Þar stendur:

"Every mineral in its natural state in, under or upon any land in Ghana, rivers, streams, water courses throughout Ghana, the exclusive economic zone and any area covered by the territorial sea or continental shelf is the property of the Republic of Ghana and shall be vested in the President on behalf of, and in trust for the people of Ghana."

Ríkisstjórn Gönu er mjög í mun að haldast vel á olíufundunum. Ný stjórnarskrá er nú í undirbúningi, en samt ekki vegna olíufundanna, því að ákvæðið frá 1992 er talið duga.

Nígería á næsta bæ við er annað mál. Stjórnarskráin þar er dæmigerð öfugmælaskrá, löng, loðin og flókin. Þar segir í 16. grein af 320:

"The State shall direct its policy towards ensuring: (a) the promotion of a planned and balanced economic development; (b) that the material resources of the nation are harnessed and distributed as best as possible to serve the common good; (c) that the economic system is not operated in such a manner as to permit the concentration of wealth or the means of production and exchange in the hands of few individuals or of a group; and (d) that suitable and adequate shelter, suitable and adequate food, reasonable national minimum living wage, old age care and pensions, and unemployment, sick benefits and welfare of the disabled are provided for all citizens."

Nærri má geta, að ekkert af þessum ákvæðum rímar við raunveruleikann, allra sízt auðlindaákvæðið, og enginn gerir neitt.

Hvort vilja Íslendingar heldur líkjast Nígeríu eða Gönu?

 

 

Greinar o.fl. um stjórnarskrármál

Kannski löglegt en klárlega siðlaust
Samráðsgátt  Alþingis 20. júlí 2020.

Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944
Stundin 19. júlí 2020.

Af vettvangi dagsins
Stundin 22. maí 2020.

Umsögn um ríkistunguákvæði
Samráðsgátt Alþingis 18. maí 2020.

Sjö ára svívirða
Fréttablaðið 17. október 2019.

Umsögn um auðlindaákvæði
Samráðsgátt Alþingis 29. maí 2019.

Umsögn um umhverfisverndarákvæði
Samráðsgátt Alþingis 29. maí 2019.

Sæmd Alþingis: Eitt faxið enn?
Fréttablaðið 16. maí 2019.

Þjóðsöngvar, símtöl og stjórnarskrár
Fréttablaðið 3. janúar 2019.

Þegar aðeins ein leið er fær
Fréttablaðið 13. desember 2018.

Hátíð í skugga skammar
Fréttablaðið 19. júlí 2018.

Grugg eða gegnsæi?
Fréttablaðið 5. júlí 2018.

Hæstiréttur og prentfrelsið
Fréttablaðið 31. maí 2018.

Við eigum auðlindirnar, saman
Vikudagur á Akureyri og Vestfirðir, blað vestfirðinga, 19. október 2017.

Ekkert skiptir meira máli
Fréttablaðið 12. október 2017

Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið
Fréttablaðið
5. október 2017.

Færeysk stjórnarskrá, loksins?
Fréttablaðið 14. september 2017.

Stjórnarskrá handa sjálfstæðu Grænlandi
Fréttablaðið 7. september 2017.

Stjórnmál og lygar: Taka tvö
Fréttablaðið 10. ágúst 2017

Kveðjur frá Kaliforníu
Fréttablaði
ð 8. júní 2017.

Smán Alþingis
Fréttablaði
ð 11. maí 2017.

Sektarnýlendan
Fréttablaðið 6. apríl 2017.

Alþingi, traust og virðing
Fréttablaðið 9. marz 2017.

Enn er lag
Fréttablaðið 17. nóvember 2016.

Fjögur sæti í forgjöf
Fréttablaðið 3. nóvember 2016.

Lýðræði gegn forréttindum
Fréttablaðið 27. október 2016.

Þing gegn þjóð: Taka tvö
Fréttablaðið 20. október 2016.

Þing gegn þjóð
Fréttablaðið 13. október 2016.

Kleyfhuga kjósendur?
Fréttablaðið
6. október 2016.

Ekki einkamál Íslendinga
Fréttablaðið
22. september 2016.

Sjö vikur til kosninga
Fréttablaðið
8. september 2016.

Þing eða þjóð?
Fréttablaðið
28. júlí 2016.

Forsetinn og stjórnarskráin
Fréttablaði
ð 16. júní 2016.

Sagan af holunni dýru
Fréttablaði
ð 5. maí 2016.

Lagaúrræði gegn ólögmætum ávinningi
Fréttablaðið 28. apríl 2016.

Glugginn er galopinn
Fréttablaðið 14. apríl 2016

Allt eða ekkert?
Fréttablaðið 31. marz 2016.

Umsögn um vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis
Fréttablaðið 12. marz 2016. Sjá.

Þjófar, lík og falir menn
Fréttablaðið 25. febrúar 2016.

1942, 1959 og 2017
Fréttablaðið 29. október 2015.

Stjórnarskrárnefnd Bjarna Benediktssonar
Fréttablaði
ð 22. október 2015.

Aftan að kjósendum
Fréttablaðið 1. október 2015.

Jónas Kristjánsson um stjórnarskrána
Fréttablaðið 10. september 2015.

Þjóðkjörnir forsetar
Fréttablaðið 6. ágúst 2015.

Ef nýja stjórnarskráin ...
Fréttablaðið 30. júlí 2015.

Flokkur, forseti og stjórnarskrá
Fréttablaðið 11. júní 2015.

Stjórnarskrá í salti
Skírnir vor 2015.

Erlendar umsagnir um nýja stjórnarskrá
Fréttablaðið 23. apríl 2015.

Bandaríska stjórnarskráin og Ísland
Fréttablaðið
9. apríl 2015.

Bandaríska stjórnarskráin: Er hún úrelt?
Fréttablaðið
2. apríl 2015.

Stærðfræði og stjórnskipun
Fréttablaðið
26. marz 2015.

Næsti bær við landráð? — af gáleysi
DV
27. júní 2014.

Endurtekin svikráð
DV 14. marz 2014.

Íslenzk andsaga
DV
7. marz 2014.

Leikreglur lýðræðis
DV 28. febrúar 2014.

Þau skilja ekki skaðann
DV
8. nóvember 2013.

Lögfræðingur af lífi og sál
DV  25. október 2013.

Brothætt lýðræði
DV
18. október 2013.

Lýðræði á undir högg að sækja
DV
11. október 2013.

Saga frá Færeyjum
DV
19. apríl 2013.

Lýðræðisveizluspjöll
DV 27. marz 2013.

Þegar allt snýr öfugt
DV 15. marz 2013.

Svik í tafli?
DV 8. marz 2013.

Tími til að tengja
DV 1. marz 2013.

Löng samleið frá Feneyjum
DV 15. febrúar 2013.

Tvær leiðir í ljósi sögunnar
DV 8. febrúar 2013.

Þegar verkin tala
DV 1. febrúar 2013.

Fræðasamfélagið og frumvarpið
DV
11. janúar 2013.

Skýrsla um frumvarp að nýrri stjórnarskrá Íslands
Zachary Elkins, University of Texas, Tom Ginsburg, University of Chicago, James Melton, University College London
14. október 2012.

Bráðum fjögur ár
DV 4. janúar 2013.

Við áramót: Staða stjórnarskrármálsins
DV 28. desember 2012.

Sjálfstæðismenn og stjórnarskrá
DV 21. desember 2012.

Vor í lofti og varla komin jól
DV
14. desember 2012.

Fróðleikur um fordæmi
DV
16. nóvember 2012.

Brenglað tímaskyn
DV 12. nóvember 2012.

20. október
DV 26. október 2012.

Þjóðarheimilið
DV
19. október 2012.

Hvers vegna þjóðaratkvæði?
DV 15. október 2012.

Að breyta nýrri stjórnarskrá
dv.is 13. október 2012.

Leiðsögn þjóðfundarins
DV
12. október 2012.

Réttlátt samfélag
Skutull 11. október 2012.

Að þræta fyrir staðreyndir
pressan.is 8. október 2012.

Fyrir opnum tjöldum
DV
8. október 2012.

Kjörsókn og þjóðaratkvæði
DV
5. október 2012.

Þjóðin getur létt undir með Alþingi
DV
1. október 2012.

Friður um auðlindir
Austurglugginn, Skutull og Vikudagur september 2012.

Römm er sú taug
DV
28. september 2012.

Hvað gerðu Norðmenn?
DV
21. september 2012.

Þjóðaratkvæði og ESB
DV
17. september 2012.

Ríkur samhljómur
DV
14. september 2012.

Þegar amma fékk að kjósa
DV 7. september 2012.

Hreint borð
Greinasafn um frumvarp Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár
Gefið út í samvinnu við Stjórnarskrárfélagið, ágúst 2012. Lengri gerð, uppfærð með nýju efni, er til á rafbók.

Einn maður, eitt atkvæði
DV
31. ágúst 2012.

Sögulegar hliðstæður
DV
24. ágúst 2012
.

Enn fleiri hagnýtar ástæður
DV 10. ágúst 2012.

Fleiri hagnýtar ástæður
DV 27. júlí 2012.

Hagnýtar ástæður
DV
13. júlí 2012.

Þá fékk þjóðin að ráða
DV
6. júlí 2012.

Fordæmi frá 1787
DV 22. júní 2012.

Öllum ber að virða hana og vernda
DV
8. júní 2012
.

Rök andstæðinganna
DV
4. júní 2012.

Náðun og sakaruppgjöf
DV
1. júní 2012.

Þjóðareign er auðskilin
DV
25. maí 2012.

Eftir hrun: Ný stjórnarskrá
Skírnir
vorið 2012.

Samstaða lýðræðisflokkanna: Taka tvö  
DV
18. maí 2012.

Samstaða lýðræðisflokkanna
DV 14. maí 2012.

Eftir hrun: Ný stjórnarskrá
Fyrirlestrarglærur, apríl 2012.

Að vanda sig
DV
13. apríl 2012
.

Ný stjórnarskrá þokast nær
 DV 23. marz 2012
.

Klukkan gengur
DV
16. marz 2012
.

Mánudagur í Reykjavík
DV
14. marz 2012.

Þegar hjólin snúast
DV
2. marz 2012.

Handarbakavinna? Algjört klúður?
DV
27. febrúar 2012.

Mannréttindakaflinn
DV
17. febrúar 2012
.

Orð skulu standa
DV 15. febrúar 2012.

Fölnuð fyrirmynd
DV
10. febrúar 2012
.

Gæti þetta gerzt hér?
DV
3. febrúar 2012.

Meira um auðlindaákvæðið
DV 26. janúar 2012.

Auðlindaákvæði Stjórnlagaráðs
DV 24. janúar 2012.

Að rífa niður eldveggi
DV 20. janúar 2012.

Silfur Egils
Samtal við Egil Helgason um frumvarp Stjórnlagaráðs o.fl. 15. janúar 2012.

Lög og lögfræðingar
DV
13. janúar 2012.

Fjármál í stjórnarskrá
DV 19. desember 2011.

Efnahagsmál í stjórnarskrá
DV 16. desember 2011.

Hjari veraldar
Samtal við Pétur Fjeldsted Einarsson um frumvarp Stjórnlagaráðs 12. desember 2011.

Austfjarðaslysið og önnur mál
DV
30. nóvember 2011.

Frumvarp Stjórnlagaráðs: Hvað gerist næst?
DV
28. nóvember 2011.

Sjálfstæðisflokkurinn og frumvarp Stjórnlagaráðs
DV 25. nóvember 2011.

Veikur málatilbúnaður
DV
7. nóvember 2011.

Þjóðaratkvæði um frumvarp Stjórnlagaráðs
DV 28. október 2011.

Rökræður um frumvarp Stjórnlagaráðs
DV 21. október 2011.

Upphafið skyldi einnig skoða
Fréttablaðið 29. september 2011.

Stjórnarskrá fólksins
Fréttablaðið 15. september 2011.

Til umhugsunar fyrir alþingismenn
Fréttablaðið 1. september 2011.

Að veðsetja eigur annarra
Fréttablaði
ð 4. ágúst 2011.

Stjórnarskrá gegn leynd
dv.is 28. júlí 2011.

Við lýsum eftir stuðningi
Fréttablaðið 28. júlí 2011.

Rússagull
Fréttablaðið 21. júlí 2011.

Auðlindir í þjóðareign
dv.is 20. júlí 2011.

Leyndinni verður að linna
dv.is og Skessuhornið14. júlí 2011.

Saga frá Keníu
Fréttablaðið
1
4. júlí 2011.

Auðlindaákvæðið
dv.is og Skutull 13. júlí 2011

Færeyingar undirbúa nýja stjórnarskrá
dv.is 9. júlí 2011.

Rökin fyrir fækkun þingmanna
Fréttablaðið
7
. júlí 2011.

Tilboð til þings og þjóðar
dv.is 2. júlí 2011.

Forsetaþingræði á Íslandi
Fréttablaði
ð 30. júní 2011.

Forsetaþingræði
dv.is 28. júní 2011.

Forseti gegn flokksræði
dv.is 27. júní 2011.

Starfinu miðar áfram
Fréttablaðið 23. júní 2011

Forseti Íslands og stjórnarskráin
Fréttablaði
ð 16. júní 2011.

Hlutverk forseta Íslands
Ræða í stjórnlagaráði 10. júní 2011.

Færeyingar setja sér stjórnarskrá
Fréttablaðið
2. júní 2011.

Varnir gegn gerræði
Fréttablaðið 26. maí 2011.

Allir eru jafnir fyrir lögum
Fréttablaðið 19. maí 2011.

Menningararfur sem þjóðareign
Fréttablaðið 5. maí 2011.

Réttur eins er skylda annars
Fréttablaðið 28. apríl 2011.

Nýjar leikreglur, nýr leikur
Fréttablaðið 21. apríl 2011.

Víti að varast
Fréttablaðið 14. apríl 2011.

Íslenzkt stjórnarfar: Tveir vinklar lýsir ólíkum hugmyndum um stjórnsýsluna
Fréttablaðið 7. apríl 2011

Ljós reynslunnar fjallar um samband stjórnarskráa við liðna tíð
Fréttablaðið 31. marz 2011

Stjórnarskráin skiptir máli fjallar um stjórnlagahagfræði
Fréttablaðið 10. marz 2011 og vefur Stjórnarskrárfélagsins

Að endurbyggja brotið skip fjallar um stjórnarskrár í sögulegu samhengi
Fréttablaði
ð 17. febrúar 2011 og vefur Stjórnarskrárfélagsins

Við sitjum öll við sama borð fjallar einu sinni enn um stjórnlagaþingið
Fréttablaðið 27. janúar 2011

Ný stjórnarskrá: Handa hverjum? Til hvers?
Hádegisfyrirlestur í Háskólanum á Bifröst 25. janúar 2011 -- Hlusta á upptöku

Ný stjórnarskrá: Handa hverjum? Til hvers?
Hádegisfyrirlestur í Háskólanum á Akureyri 21. janúar 2011

Ný stjórnarskrá: Handa hverjum? Til hvers?
Opinber fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands 20. janúar 2011 kl. 12-13

Ný stjórnarskrá: Handa hverjum? Til hvers?
Fundur með meistaranemum í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík 15. janúar 2011

Hvernig landið liggur: Taka tvö fjallar enn um stjórnlagaþingið
Fréttablaðið 13. janúar 2011 og vefur Stjórnarskrárfélagsins

Hvernig landið liggur fjallar um stjórnlagaþingið
Fréttablaðið 6. janúar 2011 og vefur Stjórnarskrárfélagsins

Æðstu lög landsins fjallar um þörfina fyrir stjórnlagadómstól
Fréttablaðið 9. desember 2010 og vefur Stjórnarskrárfélagsins

Fyrirmynd frá Suður-Afríku lýsir samtali mínu við einn af höfundum suður-afrísku stjórnarskrárinnar
dv.is 24. nóvember 2010 og visir.is 25. nóvember 2010

Spurt og svarað um stjórnarskrána svarar átta spurningum frá kjósanda
svipan.is 22. nóvember 2010 og visir.is 23. nóvember 2010

Ný stjórnarskrá: Til hvers? reifar nokkur helztu rökin fyrir nýrri stjórnarskrá
dv.is 20. nóvember 2010 og visir.is 21. nóvember 2010

Við fækkum þingmönnum þarfnast ekki skýringar
dv.is 16. nóvember 2010 og visir.is 17. nóvember 2010

Stjórnarskrár Norðurlanda: Stiklað á stóru setur stjórnlagaþingið í norrænt samhengi
dv.is 14. nóvember 2010 og visir.is 15. nóvember 2010

Röðin skiptir meginmáli geymir leiðbeiningar Þorkels Helgasonar til kjósenda til stjórnlagaþings

Tveggja kosta völ fjallar um verkefni stjórnlagaþingsins
visir.is 8. nóvember 2010.

Byrjum með hreint borð lýsir hugmyndum mínum um nýja stjórnarskrá
Fréttablaði
ð 14. október 2010

Enn um nýja stjórnarskrá fjallar enn um endurskoðun stjórnarskrárinnar
Fréttablaði
ð 7. október 2010

Samræða um nýja stjórnarskrá rifjar upp gömul skoðanaskipti um stjórnarskrármál
Fréttablaði
ð 30. september 2010

Um nýja stjórnarskrá fjallar um stjórnarskrármál
Fréttablaðið 2. september 2010

Að glíma við Hæstarétt fjallar enn um Hæstarétt og stjórnarskrána
Fréttablaði
ð
20. maí 2010

Djúpar sprungur í dómskerfinu fjallar um stjórnarskrána og Hæstarétt
Fréttablaðið 13. maí 2010

Hvað segja lögin? Sameignarauðlindir eru mannréttindi fjallar um mannréttindaþáttinn í fiskveiðistjórnarkerfinu
Ragnarsbók
, afmælisrit til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni, Hið íslenska bókmenntafélag 2010

Stjórnarskráin og ESB fjallar nánar um ESB og stjórnarskrána
Fréttablaði
ð 22. janúar 2009


Ísland sem hindrunarhlaup fjallar um ESB og stjórnarskrána
Fréttablaði
ð 15. janúar 2009

Ætlar linkindin aldrei að líða hjá? fjallar um uppgjör hrunsins
Skírnir
haustið 2008

Rök fyrir utanþingsstjórn fjallar um stjórnmálaþátt hrunsins
Fréttablaði
ð 20. nóvember 2008

Fækkun ráðuneyta fjallar um endurskipulagningu stjórnarráðsins
Fréttablaði
ð 31. maí 2007

Aðrar greinar

Ritgerðasöfn

Aftur heim  

Þrjú vefsetur

Stjórnlagaráð

Stjórnlaganefnd

Stjórnarskrárfélagið