Um traust og heift
Kreppan í Grikklandi hefur markađ djúp spor í ţjóđlífiđ ţar suđur frá,
spor sem ná langt út fyrir vettvang efnahagslífsins. Fjórđi hver
vinnufús Grikki er atvinnulaus. Kaupmáttur landsframleiđslu á mann í
Grikklandi er nú fjórđungi minni en hann var 2007. Til samanburđar er
kaupmáttur landsframleiđslu á mann hér heima nú í ár loksins aftur
orđinn sá sem hann var fyrir hrun, 2007.
Landsframleiđsla á hverja vinnustund
var um aldamótin 2000 hin sama í Grikklandi og á Íslandi, 32
Bandaríkjadalir á vinnustund í báđum löndum, en hún er nú 34 dalir á
tímann í Grikklandi á móti 44 dölum hér heima (og 64 dölum í Danmörku).
Hér er átt viđ međaltöl. Ólíkum hópum hefur vegnađ misvel í kjölfar
kreppunnar.
Hvers vegna fór Grikkland allra landa verst út úr hremmingum
undangenginna ára? Af ţví er
mikil saga. Reynslusaga fv. hagstofustjóra Grikklands bregđur birtu á
máliđ. Hann heitir Andreas Georgiou, er hagfrćđingur
međ doktorspróf frá Michigan-háskóla og starfađi í rösk 20 ár í
Alţjóđagjaldeyrissjóđnum í Washington. Hann var kvaddur heim til
Grikklands 2010 til ađ veita Hagstofu Grikklands forstöđu og taka ţar
til hendinni ţar eđ grískar hagtölur voru ekki ađeins í ólestri heldur
voru ţćr beinlínis alţjóđlegt athlćgi. Hugtakiđ „grískar hagtölur“ varđ
ađ samheiti fyrir bókhaldsóreiđu og blygđunarlaust talnafals. Hagstofan
hafđi logiđ til um hallann á ríkisbúskapnum. Allir vissu ađ hallinn var
mun meiri en skýrslur hagstofunnar hermdu. |
Allir gátu séđ ađ rangar tölur áttu sinn ţátt í hruni grísks efnahags
eftir 2007. Ćtla mćtti ţví ađ létt hefđi til ţegar leiđréttar tölur litu
ađ endingu dagsins ljós undir forustu nýs hagstofustjóra sem hafđi aliđ
allan sinn starfsaldur í útlöndum og stóđ ţví utan allra flokkadrátta
heima fyrir.
Svo fór ţó ekki. Útsendarar í starfsliđi hagstofunnar brutust inn í
tölvuna hans til ađ reyna ađ finna ţar skeyti sem dygđu til ađ koma
höggi á hann. Hann var ásamt tveim samstarfsmönnum ákćrđur fyrir ađ
skađa hagsmuni Grikklands međ ţví ađ birta tölur sem komu landinu illa í
samningum viđ kröfuhafa og síđan viđ ţríeykiđ svo nefnda (ESB, Evrópska
seđlabankann og AGS). Erlendar eftirlitsstofnanir hafa vottađ ađ nýju
tölurnar eru réttar.
Mestum hluta málsins gegn hagstofustjóranum var vísađ frá undirrétti og
hann lét stoltur af starfi í fyrra eftir fimm ára ţjónustu. Í síđustu
viku fékk hann ţá fregn ađ Hćstiréttur Grikklands hefđi tekiđ máliđ upp
aftur og vísađ ţví til áfrýjunardómstóls sem gćti átt eftir ađ kveđa upp
allt ađ tíu ára fangelsisdóm yfir hagstofustjóranum og samstarfsmönnum
hans fyrir ađ segja satt.
|
Ţessi saga ţarf ekki ađ koma neinum á óvart. Fyrir liggur ađ Grikkland
morar í spillingu.
Rannsókn Gallups
á skođunum fólks á spillingu um heiminn sýnir ađ 92% ađspurđra Grikkja
telja spillingu útbreidda í stjórnmálum landsins á móti 67% ađspurđra á
Íslandi og 15% í Danmörku. Tölur sýna ađ vantraust í garđ stofnana
samfélagsins er nú meira í Grikklandi en í nokkru öđru ESB-landi.
Spilling og vantraust kynda undir heift.
Yanis Varoufakis sem var áđur prófessor í hagfrćđi í Bandaríkjunum og
var fjármálaráđherra Grikklands í nokkra mánuđi fyrri hluta árs 2015 á
yfir höfđi sér
ákćru fyrir landráđ.
Heiftin nćr langt út fyrir landsteinana. Rektor Texasháskóla barst
nýlega kćra 23ja grískra háskólakennara í Bandaríkjunum á hendur James
K. Galbraith prófessor í hagfrćđi í skólanum ţar sem hann er sakađur um
landráđamakk sem ráđgjafi gríska fjármálaráđherrans og um ađ hafa varpađ
rýrđ á Texasháskóla.
Ásakanarnir eru fráleitar,
segir Galbraith sem hélt fyrirlestur um Grikkland í hátíđasal Háskóla
Íslands fyrr í sumar. Ţessi rammpólitíski málarekstur er sumpart
afleiđing eitrađs andrúmslofts í hrundu landi og vitnar einnig um djúpar
sprungur og spillingu sem grófu undan trausti milli manna og urđu ţannig
ásamt öđru valdur ađ hruni.
Íslenzkar hliđstćđur sumra ţessara mála gćtu veriđ efni í ađra grein.
|