Vörn fyrir Venesúelu

Fallbeygingar landaheita eru svolítiđ á reiki, ţar eđ ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgćft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Lönd eru yfirleitt kvenkennd og heiti ţeirra ţví höfđ kvenkyns. Lönd eru mćđur. Eitt land heitir beinlínis konunafni: ţađ er Georgía, ţar sem allt er nú í hers höndum. Fyrsta forsetafrú Íslands hét Georgía. Mörg önnur lönd heita kvenlegum nöfnum. Albanía beygist eins og Stefanía. Sama máli gegnir um Tansaníu og Keníu. Ég tala um Keníu, ekki um Kenía eins og ritstjóri minn einn vildi hafa ţađ, en ég tók ţađ ekki í mál međ ţeim rökum, ađ mér finnst Kenía vera kvenkyns eins og Tansanía. Enda gildir sama regla um Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Eţíópíu, Gambíu, Indónesíu, Ítalíu, Jórdaníu, Kambódíu, Kólumbíu, Króatíu, Líberíu, Líbýu, Makedóníu, Malasíu, Máritaníu, Mongólíu, Namibíu, Nígeríu, Rúmeníu, Sambíu, Slóvakíu, Slóveníu og Sómalíu, ţar sem allt logar í ófriđi. Heiti ţessara landa eru klárlega kvenkyns líkt og Argentína, Armenía, Arúba, Dóminíka, Erítrea, Gínea, Jamaíka, Júgóslavía, Kórea, Kúba, Malta, Moldavía og Úkraína og beygjast eftir ţví. Kanada og Kína eru kynlausar undantekningar frá reglunni og beygjast eins og hjarta og nýra. Engum dettur í hug ađ beygja Kanada eins og Renata eđa Kína eins og Stína. Önnur landaheiti međ öđrum ókvenlegum endingum eru einnig kynlaus, svo sem Bútan, Íran, Japan, Óman, Súdan og Taívan. Ţessi heiti beygjast ekki eins og Kjartan, heldur eins og Kvaran. Viđ lesum sögur Kvarans, ţađ eru sögur Einars H. Kvaran. Sumir segjast međ líku lagi fara til Japans frekar en ađ sleppa eignarfallsessinu. Sama máli gegnir um Írak: fólk segist fara ýmist til Írak eđa til Íraks. Flestir segjast ţó fara til Afganistan, Kasakstan, Kirgísistan, Pakistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan, Úsbekistan og annarra plássa međ endingunni stan, sem ţýđir víst borg eins og í Gamla stan í Stokkhólmi. Landaheiti eru sjaldan karlkyns. Noregur og Spánn eru undantekningar og kannski einnig Benín, ef viđ beygjum ţađ eins og Lenín, nema viđ beygjum ţađ heldur eins og Kristín eđa hýjalín. Tógó getur ţó varla beygzt eins og Gógó, ţótt ţađ sé freistandi, og telst ţví vera kynlaust. Mörg önnur landaheiti af erlendum stofni međ ýmsum endingum eru međ líku lagi kynlaus og eins í öllum föllum: Alsír, Bangladess, Barein, Belís, Brúnei, Búrúndí, Djíbútí, Ekvador, El Salvador, Gabon, Gíbraltar, Gvam, Haítí, Hondúras, Ísrael, Jemen, Kamerún, Katar, Kiríbatí, Kongó, Kúveit, Kýpur, Laos, Litháen, Líbanon, Madagaskar, Malí, Máritíus, Mexíkó, Nepal, Níger, Paragvć, Perú, Portúgal, Senegal, Simbabve, Singapúr, Síle, Srí Lanka, Súrínam, Sviss, Tsjad, Túnis, Úrúgvć og Víetnam. Sumir kynnu ađ vilja bćta eignarfallsessi aftan viđ einhver heitanna og sigla ţá til Ísraels eđa Portúgals, en ekki til Hondúrass. Engum dettur í hug ađ beygja Kamerún eins og Sigrún eđa Singapúr eins og megrunarkúr. Gínea Bissá og Búrkína Fasó eru beggja blands. Hvernig vćri ađ bregđa sér til Búrkínu Fasó? Hljómar vel. Eftir ţessari ađalreglu ţykir mér einnig eđlilegt, ađ Botsvana, Gana og Gvćjana beygist eins og Kristjana og Svana, og Rúanda og Úganda beygist eins og Branda, sem er ađ vísu ekki konunafn, en er algengt nafn á kúm og lćđum. Viđ komum heim frá Botsvönu, Gvćjönu, Rúöndu og Úgöndu. Reglan er ţá ţessi: viđ beygjum landaheiti af erlendum stofni eins og konunöfn og kvenheiti eftir ţví sem hćgt er, en látum okkur annars nćgja ađ skođa ţau eins og ţau séu hvorugkyns, og ţá mega ţau mín vegna beygjast eins og hjarta, lunga, milta og nýra. Mér ţykir eftir ţessari einföldu reglu eđlilegt, ađ Búrma beygist eins og Norma, sem er algengt konunafn í Evrópu. Gvatemala ćtti ţá ađ beygjast eins og Vala og Angóla eins og Lóla. Ég hef einu sinni komiđ til Búrmu, ţađ var fyrir mörgum árum, en hvorki til Angólu né Gvatemölu. Venesúela beygist eins og Manúela. En Bermúda og Níkaragva? Bermúda gćti beygzt eins og skúta. Kannski er ţó bezt ađ hafa ţessi heiti eins í öllum föllum eins og Grenada, Kanada, Kína og Panama, sem beygist ekki eins og dama, en ţađ finnst mér ţó ekki eiga viđ um Kosturíku – og ekki heldur um Kösublönku, ef viđ heimfćrum regluna á borgir. Ég heyrđi stutta sögu af tveim stúlkum í strćtisvagni. Önnur sagđi: Ég ţarf ađ skila ţessari vídeóspólu til hennar Óskar. Hin svarađi međ ţjósti: Óskar? Ţađ er karlmannsnafn.

Fréttablađiđ, 14. ágúst 2008.


Til baka