Mogginn sýnir gómana

Ég sat viđ vinnu mína, ţegar síminn hringdi: ţađ var lögreglan. Ég sperrti eyrun. Erindi hringjarans var ađ bjóđa mér góđfúslega á lögreglustöđina til léttrar yfirheyrslu ađ ósk ríkissaksóknara. Tilefniđ var, ađ ég hafđi nokkru áđur skýrt frá ţví hér í blađinu, ađ ónafngreindur sessunautur minn í flugvél, einn af virđingarmönnum íslenzks atvinnulífs, hefđi sagt mér nöfn sakborninganna sex í Baugsmálinu, áđur en ákćran var birt. Mér var ljúft ađ ţekkjast bođ lögreglunnar, sagđist reyndar vera nýfluttur í hverfiđ, stutt ađ fara. Yfirheyrslan hófst á ţví, ađ fulltrúi lögreglunnar sýndi mér ljósrit af greininni, sem var tilefni heimsóknarinnar (,,Kannski tuttugu manns” heitir hún og er endurprentuđ í glćnýju greinasafni mínu, Tveir heimar, Háskólaútgáfan, 2005). Hann spurđi: Skrifađir ţú ţessa grein? Ég játti ţví. Síđan reyndi ég, eiđsvarinn, ađ greiđa eftir beztu getu úr spurningum lögreglumannsins, nema ég hlaut sem blađamađur og pistlahöfundur ađ áskilja mér rétt til ţess ađ greina ekki frá nafni viđmćlanda míns í vélinni. Ríkissaksóknari virti ţessa afstöđu og lét máliđ falla niđur og sendi frá sér bréf ţess efnis. Og hvađ gerist? Mogginn fer af stađ. Hinn 30. september birtir Morgunblađiđ mér svohljóđandi orđsendingu í ritstjórnargrein: ,,Er Ţorvaldur Gylfason búinn ađ upplýsa lögregluna um hver ţessi "ónefndi mađur" er? Ţađ er alvarlegt mál, ef einhver "innvígđur", sem búiđ hefur yfir vitneskju um hverjir yrđu ákćrđir af eđlilegum ástćđum, segir samferđamanni frá ţví fyrir birtingu ákćru. Ţađ er líka alvörumál, ef einhver, sem ekki átti ađ búa yfir vitneskjunni hefur haft hana undir höndum. Í báđum tilvikum er ljóst, ađ nauđsynlegt er ađ opinber rannsókn ... nái til ţessarar frásagnar Ţorvaldar Gylfasonar. Prófessorinn er ţví kominn í hóp ţeirra, sem rannsóknin hlýtur ađ ná til.” Hér er Morgunblađiđ ađ hvetja til ţess berum orđum, ađ ég sé knúinn til ađ rjúfa ţá höfuđskyldu sérhvers blađamanns ađ vernda heimildarmenn sína – og ţađ eftir ađ fram kom í fréttum, ađ rannsókn málsins vćri lokiđ. Ćtla mćtti, ađ Siđanefnd blađamanna léti slíka ađför Morgunblađsins ađ réttindum og skyldum dálkahöfundar til sín taka, en reglur nefndarinnar leyfa henni ekki ađ taka slíkt frumkvćđi. Ţćr leyfa ţeim einum, sem eiga hagsmuna ađ gćta, ađ leggja fram kćru innan tveggja mánađa. Vonsviknir lesendur, sem bera hag og virđingu Morgunblađsins fyrir brjósti, teljast ekki eiga hagsmuna ađ gćta og geta ţví ekki kćrt. Ég kćrđi mig kollóttan. Viku áđur, 23. september, hafđi Morgunblađiđ birt heilsíđuviđtal viđ Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, ţar sem hann byrjar svar sitt viđ spurningu blađamanns um frásögn mína í Fréttablađinu á ţessa leiđ: ,,Ég veit ekki hver ţessi huldumađur er eđa hvort hann er í raun og veru til.” (Leturbreyting mín, ŢG.) Síđari hluti setningarinnar jafngildir ásökun um meinsćri, sýnist mér, ţar eđ lögreglustjóranum bar skylda til ađ vita um eiđsvarinn vitnisburđ minn um samtaliđ í flugvélinni. Lögmenn tjá mér, ađ líklega hafi Haraldur Johannessen međ ţessu tali gerzt brotlegur gegn 236. grein hegningarlaga. Hvers vegna fer ég ekki í mál? Ţví er fljótsvarađ: málshöfđun er ekki minn stíll. Hvers vegna rýf ég ekki regluna? – ef ţađ mćtti verđa til ţess, ađ ríkislögreglustjórinn segđi af sér. Ég hef ekki trú á ţví, ađ lögreglustjórinn sći ástćđu til ađ segja af sér, ţótt hann fengi sektardóm. Ţessir menn segja aldrei af sér: ţađ er ekki ţeirra stíll. Seđlabanki Íslands er eini seđlabankinn norđan (og sunnan!) Miđjarđarhafs, ţar sem ađalbankastjórinn hefur fengiđ dóm fyrir meiđyrđi – og menn virđast gera sér ţađ ađ góđu; Seđlabankinn nýtur ekki meiri virđingar en svo. Í Hćstarétti Íslands situr nú dómari, sem skilur eftir sig slóđa af bréfum međ ávörpum eins og: ,,Ţú ert einhver ömurlegasta persóna sem ég … Framkoma ţín bendir til ţess ađ ţú sért ekki heill heilsu.” (úr bréfi dómarans til Ţorvarđs Elíassonar skólastjóra, bréfiđ var birt í blöđunum). Annađ sýnishorn: ,,Ég … legg til ađ ţú kannir betur heimildir ţínar nćst ... Hef ég ţar í huga ţína hagsmuni en ekki mína” (úr bréfi til lćknis, sem hafđi fariđ međ rétt mál í ađsendri Morgunblađsgrein og dómarinn, ţáverandi lögmađur Morgunblađsins, ţekkti ekki neitt). Svona bréf senda menn ekki einu sinni frá sér á Sikiley – einmitt til ađ eiga ţađ ekki á hćttu, ađ ţau birtist í blöđunum.

Fréttablađiđ, 8. desember 2005.


Til baka