TÖL403G Greining reiknirita

Vor 2020


Nýjar Fréttir

Lokaprófið verður haldið miðvikudaginn 6. maí kl. 9:00 [2. maí]
Ýmsar upplýsingar um lokaprófið eru komnar [17. apríl]

Samskipti við kennara í lokaprófi:

Almennar upplýsingar

Kennari námskeiðsins er Hjálmtýr Hafsteinsson dósent. Hann hefur kennt námskeiðið nokkrum sinnum áður, síðast vorið 2019. Notuð verður endurbætt útgáfa af kennslubókinni sem notuð var síðasta ár. Þetta er bókin Algorithms eftir Jeff Erickson, sem kennir við háskólann í Illinois í Urbana-Champaign. Bókin er nú loksins komin út og það er hægt að kaupa pappírsútgáfu á Amazon, en PDF útgáfan af henni er ókeypis. Við munum reyndar nota efni af Algorithms-síðunni sem ekki er í kennslubókinni sjálfri og það kemur nánar fram á kennsluáætluninni og listanum yfir yfirfarið efni.

Lögð verða fyrir vikuleg heimadæmi, bæði úr kennslubókinni og heimatilbúin af kennara. Einnig verða lögð fyrir tvö stærri verkefni sem tengjast efni námskeiðsins. Einkunn fyrir 8 bestu heimadæmin gildir 20% og einkunn fyrir hvort verkefni gildir 5% af lokaeinkunn. Þau munu þó ekki lækka lokaeinkunn (ef prófeinkunn er hærri). Auk þessa verða lagðar fyrir stuttar æfingar í fyrirlestrunum og gildir einkunn fyrir þær 10% til hækkunar. Gera þarf 20 æfingar til að fá fullt fyrir þennan lið. Athugið samt að það þarf að ná prófinu til að einkunnir fyrir heimadæmi, verkefni og æfingar gildi. Lokaeinkunn í námskeiðinu er gefin í heiltölum. Á lokaprófi verður leyft eitt A4 blað (skrifað báðum megin), en engin önnur skrifleg gögn.

Það er mjög mikilvægt fyrir ykkur að mæta í fyrirlestrana og gera heimadæmin. Vorið 2019 var gríðarlegur munur á einkunnadreifinu þeirra nemenda sem mættu reglulega í fyrirlestra (og gerðu fyrirlestraæfingarnar) og hinna sem mættu sjaldnar. Sömuleiðis var mikill munur á einkunnadreifinu þeirra nemenda sem sem gerðu flest heimadæmin og hinna sem gerðu færri heimadæmi. Regluleg tímasókn og vinna í námsefninu SKIPTIR MÁLI!.

Dæmatímakennarar eru Daníel Þór Guðmundsson og Erling Óskar Kristjánsson.

Fyrirlestrar í námskeiðinu eru á þriðjudögum kl. 10:00 í stofu N-132 í Öskju og á föstudögum kl. 8:20 í stofu HT-104. Dæmatími er kl. 11:40 á þriðjudögum í stofu N-132, strax á eftir fyrirlestrinum. Vinnutími með frjálsri mætingu verður í hádeginu á fimmtudögum í stofu N-131.

Viðtalstímar mínir eru kl. 10:00-11:00 á föstudögum. Skrifstofa mín er á annari hæð Tæknigarðs, á gangingum til hægri þegar komið er upp stigann.


Heimadæmi og verkefni


Ýmislegt efni tengt námskeiðinu:

Almennt

Ýmislegt aukaefni


hh (hja) hi.is, mars 2020.