TÖL203M Tölvugrafík

Heimadæmi 1


This page in other languages:
 1. Dæmi 1.3 í kafla 1 í kennslubók. Þið þurfið bara að útskýra aðferðina í orðum og með rissmynd. Lýsið sérstaklega hvernig þið fáið sífellt betri nálgun á einingarkúluna með því að skipta upp hverri hlið fjórflötungsins (tetrahedron).

 2. Næsti staðall í hágæða sjónvörpum kallast 8K Ultra HD. Upplausn hans er 7680 x 4320 skjápunktar.
  1. Ef skjárinn er uppfærður 60 sinnum á sek hversu hratt þarf að vera hægt að lesa úr skjáminninu (munið að hver skjápunktur samanstendur af 3 bætum)?
  2. Væri fræðilega séð hægt að keyra slíkan skjá yfir USB 3.0 tengingu (flettið upp á flutningsgetu USB, t.d. á Wikipedia)?

 3. Kynnið ykkur eitt af öflugustu grafíkkortunum fyrir fartölvur í dag, t.d. Nvidia GeForce GTX 980M (ítarlegri upplýsingar á Wikipedia) og finnið út eftifarandi gildi:
  1. Innri bandvídd (memory bandwidth), þ.e. flutninghraði milli grafíkminnis og GPU
  2. Litahraði skjápunkta (pixel fill rate), þ.e. hversu marga skjápunkta er hægt að lita á sek.
  3. Ytri bandvídd (bus interface bandwidth), þ.e. bandvídd tengibrautar (hver er tengibrautin?)
  4. Fjöldi smára (transistors), sem er mælikvarði á flækjustig kubbsins

 4. Náið í útgáfu 1 af þéttilista Sierpinskis og fáið hana til að virka á tölvunni hjá ykkur. Þið þurfið einnig að ná í Javascript skránna (gasket1.js) og skrárnar sem eru í möppunni Common. Fjölgið punktunum sem eru teiknaðir, þannig að myndin verði mun skarpari. Skilið mynd af útkomunni.

 5. Skoðið aðeins nýja grafíkforritasafnið Vulkan og nefnið helstu kosti þess umfram OpenGL (sjá t.d. líka Wikipedia). Þetta eiga bara að vera 3-5 setningar, ekki ritgerð!

Skilið PDF-skjali með lausnum ykkar á þessum dæmum fyrir kl. 23:00 laugardaginn 13. janúar í Gradescope.com (leiðbeiningar). Aðgangskóði (Entry Code) er MJBVK7. Þegar þið skráið ykkur inn í fyrsta sinn þá er mikilvægt að þið notið HÍ póstfangið sem tölvupóstfang, því við notum það til að auðkenna ykkur. Munið einnig eftir að gefa upp á hvaða blaðsíðum svör við einstökum dæmum eru.

hh (hja) hi.is, 8. janúar, 2018.