TÖL203M Tölvugrafík

Heimadæmi 3


This page in other languages:
 1. [Próf 2013]
  1. Gefinn er tvívíði rétthyrningurinn A, með horn (1, 1) og (2, 2). Honum er varpað yfir í rétthyrninginn B með horn (-1, -4) og (1, -1). Teiknið upp rétthyrningana og sýnið tvívíðu vörpunina sem varpar A yfir í B.
  2. Tvívíða vörpunin með fylkið

   er samsett úr tveimur grunnvörpunum (grunnvarpanir eru kvörðun, hliðrun og snúningur). Sýnið þær grunnvarpanir sem mynda M.

 2. [Próf 2017] Gefin er samsetta tvívíða vörpunin R(90°)T(0, 1)R(90°)T(2, 0). Einfaldið hana, án þess að breyta virkni hennar, þannig hún sé aðeins samsett úr tveimur grunnvörpunum.

 3. [Próf 2003] Sýnið vörpunarfylki fyrir eftirfarandi tvívíðar varpanir. Ef varpanirnar eru samsettar þá er nóg að sýna einstök fylki, ekki þarf að margfalda uppúr þeim.
  1. Vörpunin sem lýst er með myndunum hér að neðan:
  2. Speglun um x = y.
  3. Vörpunin sem breytir kassanum með hornin (1, 5), (4, 7), (7, 3), (4, 1) yfir í einingarferninginn með miðju í (0, 0) og hliðar að lengd 1.

 4. Breytið teningsforritinu cube-js.html (cube-js.js) þannig að til viðbótar við snúning með músinni (sem forritið útfærir þegar) geti notandinn:
  1. kvarðað teninginn með því að halda niðri Shift-lyklinum og hreyfa músina upp og niður með músarhnapp niðri. Þá minnkar eða stækkar teningurinn um eitthvað tiltekið margfeldi jafnt í öllum víddum
  2. hliðrað teningnum eftir x-ás með vinstri- og hægri-örvalyklum
  Í báðum tilfellum á að búa til vörpunarfylki í Javascript forritinu og margfalda það inn í núverandi vörpunarfylki (ctm). Athugið að röð varpananna skiptir máli. Í þessu dæmi á útkoman að verða sú að teningurinn snúist um miðju sína og hliðrast þannig. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

 5. Breytið gasket1, þannig að það noti þrívíð hnit og gerið það þannig að notandinn geti snúið þríhyrningnum (sem er eins og örþunnt spjald) í hringi eins og hægt er að gera með teninginnn í cube-js.html. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

Skilið PDF-skjali með lausnum ykkar á þessum dæmum fyrir kl. 23:59 laugardaginn 10. febrúar í Gradescope.com. Hafið hlekki á WebGL forritin í lausnunum ykkar þannig að hægt sé að smella á þau til að keyra þau (ekki ljósmyndir af hlekkjum!).

hh (hja) hi.is, 3. febrúar, 2018.