TÖL203M Tölvugrafík

Heimadæmi 4


This page in other languages:
 1. [Próf 2014]
  1. Tvívíðu varpanirnar kvörðun S(sx, sy) og snúningur R(θ) eru almennt ekki víxlnar (þ.e. S(sx, sy)*R(θ) ≠ R(θ)*S(sx, sy)). Þær eru þó víxlnar ef ákveðnar skorður eru settar á kvörðunina og/eða snúninginn. Tilgreinið slíka skorðu og rökstyðjið að hún geri varpanirnar víxlnar með því að sýna fylkin.
  2. Við höfum tvívíðan hlut með miðju í (2, 2). Við viljum varpa honum þannig að miðja hans sé núna í (-2, -2). Það er hægt að gera það á þrjá vegu:
   1. snúa um 180°
   2. hliðra um (-4, -4)
   3. spegla um x = −y ásinn.
   Eru þessar þrjár aðferðir algerlega jafngildar? Ef ekki, að hvaða leyti eru þær ólíkar? Rökstyðjið.

 2. [Próf 2014] Prisma (prism) er margflötungur með 5 hliðar eins og sést á myndinni hér að neðan:
  Sýnið hvernig þið mynduð teikna prismu sem tvo TRIANGLE_STRIP búta.

 3. Skrifið WebGL forrit sem býr til bókaskáp með þremur hillum úr teningum sem eru kvarðaðir og færðir á réttan stað. Þið þurfið 7 - 8 teninga (eftir því hvað þið viljið vera nákvæm!). Liturinn skiptir ekki máli, líklega er best að hafa hverja hlið með einum lit, svipað og sýniforritið cube á heimasíðu bókarinnar. Notandinn á að gera snúið bókaskápnum með músinni. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

 4. Skrifið WebGL forrit með fjórum teningum, svipað og sólin, jörðin, tunglið og Mars. Jörðin og Mars snúast bæði um sólina, en á mismunandi hraða. Jörðin á 365 dögum, en Mars á 780 dögum. Tunglið snýst um jörðina á um 27 dögum. Mars er fjær sólinni en jörðin og heldur minni en jörðin, en þið þurfið ekki að hafa hlutina alveg hárrétta (eins og nákvæma fjarlægð frá sólu, hallann á sporbrautunum o.s.frv.). Þið getið notað forritið solkerfi.html (og solkerfi.js) sem fyrirmynd. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

 5. [Byggt á prófdæmi frá 2017] Í þessu dæmi eigið þið að skrifa WebGL forrit sem sem teiknar merki á ósýnilega klukkuskífu (þ.e. aðeins merkin sjást). Það er eitt slíkt merki á 5 mínútna fresti. Merkin eru öll jafnstór og eru táknuð með litlum kvörðuðum teningi. Fjarlægð þeirra frá miðju klukkuskífunnar er r. Merkin eru upphaflega teningar (notið t.d. colorCube-fallið), sem eru kvarðaðir þannig að þau verði af réttri lögun. Leyfið notandanum líka að snúa klukkunni með músinni um miðju klukkunnar. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

Skilið PDF-skjali með lausnum ykkar á þessum dæmum fyrir kl. 23:59 laugardaginn 17. febrúar í Gradescope.com. Hafið hlekki á WebGL forritin í lausnunum ykkar þannig að hægt sé að smella á þau til að keyra þau (ekki ljósmyndir af hlekkjum!).

hh (hja) hi.is, 10. febrúar, 2018.