TÖL203M Tölvugrafík

Heimadæmi 4


This page in other languages:
 1. [Próf 2004] Gefinn er teningur með gagnstæð horn í (3, 0, -2) og (6, 3, -5). Það á að breyta honum í einingartening á sama stað (þ.e. sama miðja) sem hefur verið snúið um miðju sína um θ gráður réttsælis um y-ás. Sýnið varpanirnar sem valda þessari breytingu á teningnum og útskýrið þær. Það þarf ekki að gefa upp fylkin sjálf, heldur bara nefna vörpunina og gildin í henni.

 2. [Próf 2018] Hér fyrir neðan er mynd af marghyrningnum P, sem hefur 8 hnúta (vertices). Það er hægt að teikna hann á ýmsa vegu í WebGL. Hér að neðan eigið þið að nota sem fæsta hnúta til að teikna hann.
  1. Teiknið P á sem einfaldastan hátt með stökum þríhyrningum (gl.TRIANGLES). Sýnið röð hnútanna sem teiknifallið notar.
  2. Teiknið P á sem einfaldastan hátt með þríhyrningalengju (gl.TRIANGLE_STRIP). Sýnið röð hnútanna sem teiknifallið notar.
  3. Teiknið P á sem einfaldastan hátt með þríhyrningablævæng (gl.TRIANGLE_FAN). Sýnið röð hnútanna sem teiknfallið notar.

 3. Skrifið WebGL forrit sem býr til kollustól með sessu og fjórum fótum úr teningum sem eru kvarðaðir og færðir á réttan stað. Þið þurfið 5 teninga til að búa til þennan kollustól. Liturinn skiptir ekki máli, líklega er best að hafa hverja hlið með einum lit, svipað og sýniforritið cube á heimasíðu bókarinnar. Notandinn á að gera snúið stólnum með músinni. Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

 4. Skrifið WebGL forrit með fjórum teningum, svipað og sólin, jörðin, tunglið og gervihnöttur í kringum tunglið. Jörðin snýst um sólina, tunglið snýst um jörðina og LRO snýst um tunglið. Látið tunglið snúast um jörðina í sama fleti og jörðin snýst um sólina, en LRO fer yfir póla tunglsins og sporbraut þess hallar því 90° miðað við hinar sporbrautarnar. Þið getið notað forritið solkerfi.html (og solkerfi.js) sem fyrirmynd, en þurfið væntanlega að minnka einstaka "hnetti" til að koma öllu fyrir! Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

 5. [Byggt á prófdæmi frá 2018] Í þessu dæmi eigið þið að skrifa WebGL forrit sem sem teiknar teiknar þyrluspaða sem snúast. Spaðarnir eru settir saman úr tveimur mjóum og löngum teningum sem liggja í kross eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Þið skuluð láta teningana skarast, þannig að annar sé ekki framar en hinn (eins og sýnist á myndinni). Þeir eiga svo að snúast um miðju sína (sýnt með punkti á myndinni). Leyfið notandanum líka að snúa spöðunum með músinni um miðju um miðju þeirra (á meðan þeir snúast sjálfir). Skilið skjámynd og hlekk á forritið ykkar.

Skilið PDF-skjali með lausnum ykkar á þessum dæmum fyrir kl. 23:59 laugardaginn 16. febrúar í Gradescope.com. Hafið hlekki á WebGL forritin í lausnunum ykkar þannig að hægt sé að smella á þau til að keyra þau (ekki ljósmyndir af hlekkjum!).

hh (hja) hi.is, 9. febrúar, 2019.