TÖL203M Tölvugrafík

Heimadæmi 6


This page in other languages:
 1. [Próf 2018] ) Segjum að við litum yfirborð margflötungs (polytope) með lýsingarlíkani Phongs.
  1. Ef bakhliðareyðing er ekki í gangi hver myndi þá litur bakhliðanna vera?
  2. Er lýsingarlíkan Phongs framkvæmt á þessa bakhliðar ef bakhliðareyðing er í gangi?

 2. Breytið forritinu PhongKula.html (PhongKula.js) þannig að litararnir í því taki tillit til dofnunar (e. attenuation). Þið þurfið þá að fá inn þrjá nýja stuðla, a, b og c (sem uniform-breytur), reikna út fjarlægð núverandi punkts frá ljósgjafa, d, og margfalda svo rétta þætti í lýsingarformúlu Blinn-Phong með 1/(a + b*d + c*d2). Breytið Javascript forritinu þannig að ljósgjafinn sé í fastri fjarlæð (núna er hann sett sem stefna) og leyfið notandanum að stilla stuðlana þrjá með sleðum (e. sliders), svipað og gert er í sýnisforritinu perspective2.html. Síðan þarf Javascript forritið að senda stuðlana yfir til litaranna og teikna aftur. Skilið hlekk á forritið ykkar.

 3. [Próf 2014] Einfalt spjald (þ.e. samsett út tveimur þríhyrningum) er litað með lýsingarlíkani Phongs og einum ljósgjafa. Við viljum láta spjaldið líta út eins og bárujárnsplötu.
  1. Útskýrið nákvæmlega hvernig við getum ná því fram með því að breyta aðeins þvervigrum í bútalitara (fragment shader), ekki þarf að sýna kóða en útskýra á sannfærandi hátt hvernig þetta væri útfært.
  2. Hvaða gallar eru á þessu líkani af bárujárnsplötu úr a)-lið? Útskýrið hvernig hægt væri að laga þá galla.

 4. Breytið sýnisforritinu VeggurGolf.html, þannig að það hafi 4 veggi og loft. Veggirnir 4 eiga allir að hafa sama mynstur (þið megið gjarnan breyta um mynstur frá sýnisforriti!) og loftið á að hafa annað mynstur, eitthvað ljósleitt. Það er fullt af mynstrum til að velja úr á heimasíðu Paul Bourke. Skilið skjáskoti og hlekk á forritið ykkar.

 5. Skrifið WebGL forrit sem sýnir flaggstöng með fána efst á henni. Flaggstöngin getur verið mjór og langur kassi, en fáninn er ferhyrningur og þið eigið að setja mynstur með flaggi einhverrar þjóðar á ferhyrninginn (íslenski fáninn er á Wikipedia og þar eru einnig fánar annara þjóða). Látið vera hægt að snúa flaggstönginni í hringi, þannig að hægt sé að skoða hana frá ýmsum sjónarhornum. Skilið hlekk á forritið ykkar.

Skilið PDF-skjali með lausnum ykkar á þessum dæmum fyrir kl. 23:59 laugardaginn 16. mars í Gradescope.com. Hafið hlekki á WebGL forritin í lausnunum ykkar þannig að hægt sé að smella á þau til að keyra þau (ekki ljósmyndir af hlekkjum!).

hh (hja) hi.is, 9. mars, 2019.