Efnisyfirlit
Námskeiðslýsing
Tímaáætlun
Dreifiblöð
10.9.
17.9.
24.9
1.10.
8.10.
22.10.
Verkefni
Setningafræðihandbók
Kennari: Höskuldur Þráinsson
skrifstofa í herbergi 409 í Árnagarði; viðtalstímar
á þriðjudögum 15-17
s. 525-4420; netfang: hoski@hi.is; veffang:
www.hi.is/~hoski
Tímar: á mánudögum
kl. 15-18. Staður:
stofa 101 í Árnagarði
Lýsing í kennsluskrá:
Yfirlit yfir íslenska setningagerð, með nokkrum samanburði
við setningagerð valinna nágrannamála. Stuðst
verður við efni sem er ætlað til birtingar í handbókum
um íslenska setningafræði. Verkefni geta ýmist
hentað verðandi kennurum (t.d. nemendum í M.Paed.-námi)
eða fræðimönnum.
Nánari markmiðslýsing:
Markmiðið með þessu námskeiði er að
gefa nokkuð ítarlegt yfirlit yfir alla helstu þætti
íslenskrar setningagerðar. Reynt verður að gera það
þannig að efnið verði bæði aðgengilegt
fyrir þá sem hafa lágmarksundirstöðu úr
háskóla í setningafræði en jafnframt verði
mönnum gert kleift að fylgjast með því sem hefur
verið skrifað um íslenska setningafræði á
undanförnum árum og er verið að skrifa þessi
misserin, t.d. í Íslensku máli. Gert er ráð
fyrir því að þeir sem ljúka M.A.-prófi
í íslenskri málfræði þurfi yfirleitt
að hafa þessa þekkingu og færni og sömuleiðis
þeir sem taka að sér kennslu í þeim málfræðiáföngum
í framhaldsskóla þar sem setningafræðileg
atriði koma við sögu. Undir lok námskeiðsins verður
gefið yfirlit yfir það hvaða hlutverki setningafræði
gegnir í málrannsóknum af ýmsu tagi, svo sem
rannsóknum á máltöku, málstoli, orðræðugreiningu,
stílfræði, máljöfnuði og samanburðarmálfræði
og loks tungutækni.
Kennnsluaðferð og námsmat
Kennslan felst fyrst og fremst í því að lesa
saman á gagnrýninn hátt drög að handbók
um íslenska setningafræði, reyna að átta sig
á því efni sem þar er sett fram, finna leiðir
til að bæta það og skoða hvernig það
nýtist sem yfirlit yfir helstu þætti íslenskrar
setningafræði, inngangur að fræðilegri umfjöllun
um setningafræði og fræðsla um þátt setningafræðinnar
í hinum ýmsu fræðasviðum sem talin eru upp
hér á undan. Dreifiblöð byggð á þessu
handbókarefni verða lögð fram í tímum
en kaflarnir í heild verða gerðir aðgengilegir á
netinu jafnóðum (að svo miklu leyti sem samningu þeirra
er lokið) og auk þess verður eintak á lesstofu í
Árnagarði og á Þjóðarbókhlöðu.
Gert er ráð fyrir sem næst vikulegum heimaverkefnum tengdum
lesefninu (vægi um 50%) og sum þeirra munu felast í
því að lesa einstakar greinar eða bókarkafla
er fjalla um það efni sem er á dagskrá hverju sinni
og gera grein fyrir því, stundum á gagnrýninn
hátt. Á þann hátt fá menn þjálfun
í því að lesa um setningafræðileg efni
og öðlast um leið nokkra grunnþekkingu á efninu.
Síðan er gert ráð fyrir lokaverkefni (vægi
um 50%), en það má sníða að áhugasviðum
nemenda og hafa það mismunandi fræðilegt eða hagnýtt
(t.d. kennslutengt).
Kennslubók
Setningafræðihandbók (í smíðum).
Ritstjóri og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson.
Meðhöfundar Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes
Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir og Þórunn Blöndal.
Drög að einstökum köflum liggja fyrir (sjá dreifiblað).
Auk þessa ítarefni sem verður vísað í jafnóðum, m.a. í tengslum við heimaverkefni.
3.9. Viðfangsefni:
Kynning á námskeiðinu. Inngangur.
Lesefni:
1. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Fyrsta heimaverkefni afhent.
10.9. Viðfangsefni:
Setningarleg einkenni orðflokka og orðaröð, fyrri atrenna.
Lesefni:
Kafli 2.1-2.3 í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn fyrsta heimaverkefnis.
Annað heimaverkefni afhent.
17.9. Viðfangsefni:
Setningarleg einkenni orðflokka og orðaröð, síðari
atrenna.
Lesefni:
Kafli 2.4-2.11 í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn annars heimaverkefnis.
Þriðja heimaverkefni afhent.
24.9. Viðfangsefni:
Formgerð setningarliða og orðaröð.
Lesefni:
3. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn þriðja heimaverkefnis.
Fjórða heimaverkefni afhent.
1.10. Viðfangsefni:
Formgerð setninga og orðaröð.
Lesefni:
4. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn fjórða heimaverkefnis.
Fimmta heimaverkefni afhent.
8.10. Viðfangsefni: Setningarleg
og merkingarleg hlutverk liða,
orðaröð, merking og rökformgerð.
Lesefni:
5. og 6. kafli í Setningafræðihandbók.
Viðfangsefni:
Nemendur skila úrlausn fimmta heimaverkefnis.
Sjötta heimaverkefni afhent.
15.10 Kennsluhlé í íslenskuskor
22.10. Viðfangsefni: Aðalsetningar,
aukasetningar og nafnháttarsambönd.
Lesefni:
7. og 8. kafli í Setningafræðihandbók.
Viðfangsefni:
Nemendur skila úrlausn sjötta heimaverkefnis.
Sjöunda heimaverkefni afhent.
29.10. Viðfangsefni: Merkingarflokkar
nafnorða og sagna, magnliðir, setningagerð,
háttur, horf, tíð og mynd.
Lesefni:
9., 10. og 11. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn sjöunda heimaverkefnis.
Áttunda heimaverkefni afhent.
5.11. Viðfangsefni: Textasamhengi,
samræðuhlutverk, setningagerð, fornöfn og tilvísun.
Lesefni:
12. og 13. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn áttunda heimaverkefnis.
Níunda heimaverkefni afhent.
12.11. Viðfangsefni: Færslur
setningarliða og vísbendingar um þær.
Beygingarsamræmi. Hlutverk færslna og hömlur gegn þeim.
Lesefni:
14., 15. og 16. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn níunda heimaverkefnis.
Tíunda heimaverkefni afhent.
19.11. Viðfangsefni: Um setningagerð
fornmáls og nútímamáls.
Lesefni:
17. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn tíunda heimaverkefnis.
Nemendur velja sér lokaverkefni.
26.11. Viðfangsefni: Setningafræði
og málrannsóknir.
Lesefni:
18. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila áætlun/beinagrind vegna lokaverkefnis.
miðvikudagur 28.11. Nemendur geta
sótt til kennara
athugasemdir við áætlun/beinagrind lokaverkefnis.
3.12. Viðfangsefni: Nemendur
skila lokaverkefni í hólf kennara.
jólafasta: Nemendur leita að skemmtilegum bókum um setningafræði til að gefa í jólagjöf. Ef þær finnast ekki í nálægum bókaverslunum má áreiðanlega finna þær á netinu, t.d. á amazon.com! Einnig kemur til greina að gefa áskrift að tímaritinu Íslenskt mál, ásamt eldri árgöngum, en þar er að finna talsvert efni um setningafræði, sbr. heimasíðu Íslenska málfræðifélagsins: www.ismal.is/imf
Mánudagur 10.9.
10.9. Viðfangsefni: Setningarleg
einkenni orðflokka og orðaröð, fyrri atrenna:
sagnir, nafnorð, lýsingarorð.
Lesefni:
Kafli
2.1-2.3 í Setningafræðihandbók.
Verkefni: Nemendur skila úrlausn fyrsta heimaverkefnis.
Annað heimaverkefni afhent.
2.0 Um einkenni orðflokka almennt
(2-1) Einkenni orðflokka -- upprifjun:
a. merkingarleg einkenni
b. formleg einkenni (þ.e. beygingarleg og orðmyndunarleg)
c. setningarleg einkenni
(2-2) Dæmi um formleg einkenni sem eru tilgreind í íslenskum
kennslubókum:
a. orð sem fallbeygjast eru fallorð
b. orð sem tíðbeygjast eru sagnorð
c. orð sem hvorki fallbeygjast né tíðbeygjast
eru smáorð (eða óbeygjanleg orð)
(1) Dæmi um merkingarleg einkenni sem eru nefnd í kennslubókum:
a. Nafnorð eru heiti á einhverju.
b. Lýsingarorð segja frá eiginleikum.
c. Sagnir greina frá því sem gerist,
er
eða var.
(2) Dæmi um setningarleg einkenni sem eru nefnd í kennslubókum:
a. Lýsingarorð geta staðið með nafnorðum
(og þá oftast á undan þeim).
b. Sagnir í íslensku standa á eftir frumlagi
og á undan andlagi í sjálfgefinni orðaröð.
(3) Þrjár spurningar:
a. Hversu algild eru einkenni eins og þau sem hér voru
nefnd?
b. Hvort er það einkenni á lýsingarorðum
að þau standi á undan nafnorðum eða einkenni á
íslensku að þar standi lýsingarorð á
undan nafnorðum?
c. Hvort er það einkenni á sögnum að þær
standa á eftir frumlagi og á undan andlagi eða einkenni
á íslensku að þar hafi sagnir þessa stöðu?
(4) Ath. muninn á einkennum heilla orðflokka (nafnorð,
lýsingarorð, sagnir ...) og einkennum einstakra undirflokka
(áhrifssagnir,
sérnöfn, afturbeygð fornöfn ...).
2.1. Sagnorð
2.1.1 Nokkur almenn atriði um (íslenskar) sagnir
(5) Nokkur almenn einkenni (íslenskra) sagna:
tíðbeying (sbr. áður) -- og líka persónu-
og tölubeyging:
(2-3) Dæmi um persónu- og tölubeygingu:
a. Fulltrúarnir gengu á dyr.
b. Fulltrúinn gekk á hurð.
c. Samninganefndin mun koma til Reykjavíkur á
morgun.
d. Ég hafði aldrei hitt neinn frá Kolbeinsey.
e. Við höfðum aldrei hitt neinn frá Kolbeinsey.
f. Þið getið kannski reynt að hringja í
farsímann hennar.
g. Þú getur kannski reynt að hringja í
farsímann hennar.
(2-4) Ath. hvaða sagnir það eru sem eru persónubeygðar
í (2-3) og svo hér:
a. Samninganefndin kemur til Reykjavíkur á morgun.
b. Ég hitti aldrei neinn frá Kolbeinsey.
c. Þið reynið kannski að hringja í
farsímann hennar.
d. Þið hringið kannski í farsímann
hennar.
(2-5) Ath. stöðu persónubeygrða sagna --
hún er býsna föst:
a. Þá kemur samninganefndin til Reykjavíkur.
b. Kannski hringir einhver í farsímann hennar.
(6) Eitt af setningarlegum einkennum íslenskra sagna:
Sagnir í íslensku koma í öðru sæti
í þegar þær eru persónubeygðar
í sjálfgefinni orðaröð. [Hvað þýðir
það? Hvenær gerist það ekki t.d.?]
(7) Eitt af megineinkennum íslenskrar setningagerðar:
Reglan um sögn í öðru sæti (so2-reglan),
en hún gildir reyndar líka í mörgum nágrannamálum
okkar (þó ekki í ensku til dæmis).
(8) Hvað er átt við með því að reglan
um sögn í öðrum sæti komi fram í mörgum
nágrannamálum okkar en ekki í ensku? Hvað er til
marks um það?
Sjá rammagrein (ítarefni, viðbótarefni, rasta
...) í Setningafræðihandbókinni.
(2-6) Af hvaða orðflokki eru feitletruðu orðin -- og
hvernig vitum við það?
a. Þeir hylda hvalinn.
b. Dögg tögg rögg.
(2-7) Hvernig samrýmist undanfarandi niðurstaða þessum
setningum?
a. Hylda þeir hvalinn?
b. Tögg Dögg rögg?
(9) Ítarefni í rammagrein: Hvað um ensku og önnur nágrannamál m.t.t. þessara atriða sem nú var litið á?
(2-8) Hvað um stöðu (persónubeygðu) sagnarinnar
í eftirfarandi dæmum?
Hylda þeir nú hvalinn og reyndist hann óskemmdur.
(2-9) Hver er munurinn á dæmunum í (2-8) og svo
þessu?
Þeir hylda nú hvalinn og hann reyndist óskemmdur.
(2-10) Og hvað um stöðu (persónubeygðu) sagnarinnar
í þessum dæmum:
a. Far þú og gjör slíkt hið
sama.
b. Gjör rétt, þol ei órétt!
b. Skjóttu á markið, drengur!
(2-11) Hvar standa sagnir í fallhætti í íslensku,
miðað við aðra setningarliði? Dæmi:
a. Þær hafa keypt fyrirtækið.
b. Þau munu aldrei gleyma föðurlandinu.
(10) Ath. ítarefni um stöðu þýskra sagna
til samanburðar (rastagrein).
2.1.2 Setningarlegir undirflokkar sagnorða
(2-12) Munurinn á persónulegum sögnum og ópersónulegum
(eða
persónulegri og ópersónulegri notkun sagna). Í
hvaða persónu og tölu standa "ópersónulegar"
sagnir?
a. Mig (þf.et.) dreymir (3.p.et.) heim um dimmar kaldar
nætur.
b. Þá (þf.ft.) dreymir (3.p.et.) illa ef
þeir drekka of mikið rauðvín fyrir svefninn.
c. Okkur (þgf.ft.) líkaði (3.p.et.) þetta
vel.
d. Jarðskjálftanna (ef.ft.) gætti (3.p.et.)
mest á Dalvík.
(2-13) Sagnir sem taka eða geta tekið með sér
þolfallsfrumlag:
a. risana dagaði uppi, dagana lengir, snjóa
leysti,
vindinn lægði, mig sakaði ekki
b. bátana rak á land, mennina dreif að
c. strákana hryllti við, mig furðar á
þessu, þá langar í ís, þig
varðar
ekkert um það
d. pólfarana kól á fingrum, mig kitlar
svakalega, þig svengir ekki strax, Guðmund
svimaði
e. þig grunaði ekkert, þá óraði
ekki fyrir þessu, mig rámar í þetta
(2-14) Sagnir sem taka eða geta tekið með sér þágufallsfrumlag:
a. umsóknum fjölgaði, eldingunni laust niður,
flugvélinni seinkaði
b. bátunum hvolfdi, snjónum kyngdi niður,
brakinu skolaði á land
c. mér barst þessi frétt, þeim áskotnaðist
mikill heiður, Jóni tæmdist arfur
d. henni blöskraði, þeim hitnaði í
hamsi, mér rann reiðin, honum varð hverft
við
e. sjúklingunum batnaði, nemandanum fór
fram, krökkunum kólnaði, þeim vex ekki
skegg
f. öllum ber saman um það, Haraldi datt
í hug, þeim kom til hugar, mér er spurn
g. þeim búnaðist vel, skyttunum brást
bogalistin, Jóni skrikaði fótur, Gunnari varð
á í messunni
h. mér ber að gera þetta, þér
ferst,
þeim er ekkert að vanbúnaði, honum er
styrkur í því
(2-15) Sagnir sem taka eða geta tekið með sér eignarfallsfrumlag:
þess kennir víða, hans missir nú
við, birtunnar nýtur lengur þessa dagana, þess
þarf
ekki
(11) Ath. í þessu sambandi:
a. Hvaða flokkur er stærstur og fjölbreyttastur
hér á undan (þ.e. hvaða frumlagsfall taka þær
sagnir)?
b. Ath. að stundum fer fallorð í nefnifalli stundum
á eftir sögninni í þágufallsdæmunum
(er það kannski frumlag?)
c. Allmikið er um föst fylgiorð með þessum
sögnum, jafnvel heil orðasambönd, einkum í þágufallsdæmunum.
Þá er sjálf sögnin stundum merkingarlítil,
t.d. vera eða verða (sbr. verða hverft/illt/bilt
við, verða á í messunni, vera ekkert
að vanbúnaði, vera styrkur/akkur í einhverju).
Í fjórða lagi er hér nokkuð um sagnir sem
einnig má nota persónulega, þ.e. með nefnifallsfrumlagi,
sbr. eftirfarandi pör til dæmis (sjá nánar í
6. kafla):
(2-16) Dæmi um persónulega vs. ópersónulega
notkun "sömu" sagnar:
a. við lengjum tímann - daginn lengir, bændurnir
leystu
hestana - snjóinn leysti, við
lægðum
öldurnar - öldurnar lægði, gestgjafarnir drifu
mennina í kaffi - mennina
dreif að, bændur ráku
hestana í hús - bátana rak á land, stelpurnar
kitluðu
mig - mig kitlaði svakalega, þú
grunaðir
hann ekki um þetta - þig grunaði ekkert
b. við fjölguðum styrkjunum - umsóknum fjölgaði,
þeir seinkuðu ferðinni - flugvélinni seinkaði,
vindhviðurnar hvolfdu bátnum - bátnum hvolfdi,
við
kyngdum þessu - snjónum kyngdi niður,
öldurnar skoluðu brakinu á land - brakinu skolaði
á land
(12) Spurningar:
a. Eru einhver dæmi um það að frumlag ópersónulegrar
sagnar sé gerandi -- eða að frumlag sagnar sé
gerandi þegar hún er notuð ópersónulega?
(Ath. dæmin í (2-13)-(2-16) í þessu sambandi.
(2-17) Ath. "fjölda þátttakenda" í (eða
aðila að) þeim verknaði sem sögnin tilgreinir hér:
a. María gaf Jóni hest. (3)
b. Jón saknaði Maríu. (2)
c. Jón datt. (1)
d. Það rigndi. (0)
(13) Ath. tengsl "þátttakendafjölda" við flokkunina
í áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir:
a. gefa: áhrifssögn sem tekur tvö andlög
b. sakna: áhrifssögn sem tekur eitt andlag
c. detta: áhrifslaus sögn (= ekkert andlag) sem
tekur frumlag
d. rigna: áhrifslaus sögn (= ekkert andlag) sem
tekur ekkert (röklegt) frumlag
(2-18) Ath. sérkenni gervifrumlagsins (eða leppsins)
það
í íslensku:
a. Það rigndi.
b. Þá rigndi.
c. *Þá rigndi það.
d. *Þá það rigndi.
(2-19) Fleiri dæmi um veðursagnir sem geta tekið
leppinn (gervifrumlagið) það:
það birtir, það dagar, það dimmir, það
frystir, það hlánar, það hlýnar, það
hríðar, það hvessir, það kólnar,
það rofar til, það skefur, það snjóar,
það þiðnar
(14) Ítarefni um veðursagnir og veðurorðið hann í rastagrein í Setningafræðihandbók. Þetta veðurorð hegðar sér ekki eins og það.
(2-20) Ath. að fjöldi "aðila verknaðarins", þ.e.
rökliða,
er ekki alltaf sami og "fjöldi andlaga og frumlaga". Ath. þessi
dæmi með það í huga:
a. Ég snerti bókina. - Ég kom við
bókina.
b. Hún kláraði matinn. - Hún lauk
við matinn.
c. Hann leysti hnútinn. - Hann losaði um hnútinn.
d. Þau opnuðu ekki kranann. - Þau skrúfuðu
ekki
frá krananum.
(2-21) Ath. að andlög forsetninga sem sagnir í germynd
taka með sér geta ekki komið fram sem frumlag þolmyndar
í íslensku, jafnvel þótt forsetningarliðirnir
séu rökliðir:
a. Bókin var snert. - *Bókin var komin við.
b. Maturinn var kláraður. - *Maturinn var lokinn við.
c. Hnúturinn var leystur. - *Hnúturinn var losaður
um.
d. Kraninn var ekki opnaður. - *Krananum var ekki skrúfað
frá.
(15) Spurning: Hvað um dæmi eins og:
Krananum var ekki skrúfað frá (með
áherslu á krananum) ?
Er það ekki hugsanleg -- og er það þá
ekki þolmyndarsetning þar sem krananum er frumlag (í
aukafalli)?
(2-22) Ath. að ekki eru allir forsetningarliðir rökliðir
með sögnum. Ath. t.d. til samanburðar tengsl forsetningarliðanna
við undanfarandi í þessum dæmum (almenn staðar-
og tímaákvæði):
a. Jón datt á svellinu.
b. María svaf í vatnsrúmi.
c. Lambið dó um kvöldið.
d. Guðmundur skokkar á morgnana.
(16) Spurning: Er líklegt að við gætum fundið
dæmi um eftirfarandi sambönd í orðabókum (sbr.
dæmin í (2-21) og (2-22) hér á undan):
A:
B:
koma við e-ð
detta á e-u
ljúka við e-ð
sofa í e-u
losa um e-ð
deyja um e-ð
skrúfa frá e-u skokka á
e-ð
Ath. muninn á sögnum sem taka með sér forsetningar og sögnum sem taka með sér agnir, sbr. (2-23) annars vegar og (2-24) hins vegar:
(2-23) a. Ég kom við bókina. Ég kom
við hana. *Ég kom hana við.
b. Hún lauk við matinn. Hún lauk við hann.
*Hún lauk hann við.
c. Hann losaði um hnútinn. Hann losaði um hann.
*Hann losaði hann um.
d. Þau skrúfuðu frá krananum. Þau
skrúfuðu frá honum. *Þau skrúfuðu honum
frá.
(2-24) a. Ég tók upp kartöflurnar. *Ég
tók upp þær. Ég tók þær upp.
b. Ég lagði til breytingar. *Ég lagði
til þær. Ég lagði þær til.
c. Þau settu fram kröfur. *Þau settu fram þær.
Þau settu þær fram.
d. Hún tók frá mat. *Hún tók
frá hann. Hún tók hann frá.
(2-25) Ath. þolmynd sagna sem taka með sér agnir (með
samanburði við dæmin í (2-21) þar sem um er
að ræða sagnir sem taka með sér forsetningarliði):
a. Kartöflurnar voru teknar upp.
b. Breytingarnar voru lagðar til.
c. Kröfurnar voru settar fram.
d. Maturinn var tekinn frá.
(17) Ath. að sagnir sem taka með sér sagnfyllingar eru líka sérstakur undirflokkur.
(2-26) Hefðbundin skilgreining hugtaksins sagnfylling:
Fallorð í nefnifalli með áhrifslausum sögnum
eins og vera, verða, heita og þykja
eru kölluð sagnfyllingar. Þetta geta verið nafnorð
(nafnliðir) eða lýsingarorð.
(2-27) Dæmi um sagnir sem taka með sér sagnfyllingar:
a. Hún var forseti.
b. Þú verður tannlæknir.
c. Hann heitir Árni.
d. Þeir þóttu góðir.
(18) Ath. ennfremur að flokka má áhrifssagnir eftir því hvaða falli þær stýra á andlagi sínu.
(2-28) Sagnir sem taka með sér eitt andlag:
a. í þolfalli:
borða e-ð, smíða e-ð, laga e-ð, skemma e-ð,
hreyfa e-ð, opna e-ð, salta e-ð, lita e-ð ...
b. í þágufalli:
hjálpa e-m, sinna e-m, greiða e-m, snýta e-m, dreifa
e-u, aka e-u, loka e-u, ljúka e-u ...
c. í eignarfalli:
sakna e-s, minnast e-s ...
d. í nefnifalli:
e-m líkar e-r, e-m leiðist e-r, e-m áskotnast e-ð,
e-m berst e-ð, e-m bregst e-ð ...
(2-29) Sagnir sem taka með sér tvö andlög:
a. í þágufalli og þolfalli:
gefa e-m e-ð, senda e-m e-ð, segja e-m e-ð, selja e-m e-ð,
veita e-m e-ð ...
b. í þolfalli og þágufalli:
leyna e-n e-u, svipta e-n e-u, ræna e-n e-u, verja e-n e-u, firra
e-n e-u ...
c. í þolfalli og eignarfalli:
krefja e-n e-s, spyrja e-n e-s, biðja e-n e-s ...
d. þágufalli og þágufalli:
lofa e-m e-u, hóta e-m e-u, skila e-m e-u, heita e-m e-u, valda
e-m e-u ...
e. í þágufalli og eignarfalli:
óska e-m e-s, unna e-m e-s, biðja e-m e-s ...
f. í þolfalli og þolfalli:
kosta e-n e-ð ...
(18) Stærð "fallaflokka)" tveggja andlaga sagna (nánar
um þetta síðar):
a. þágufall + þolfall stærstur,
b. þolfall + þágufall líka nokkuð stór
c. aðrir flokkur eru minni.
Einkum er síðasti flokkurinn smár og kannski aðeins
ein sögn í honum ef sagnir eins og kjósa/velja/skipa
e-n e-ð (t.d. kjósa Ólaf(þf.) forseta(þf.))
eru ekki taldar þar með. Í slíkum dæmum má
nefnilega færa rök að því að síðara
þolfallið sé ekki andlag heldur nokkurs konar sagnfylling
(sagnfylling með andlagi), sbr. síðar.
(2-30) Dæmi þess að það megi slepa
andlagi áhrifssagnar eða láta það ótiltekið:
a. Haraldur borðaði (fiskinn) hratt.
b. María las (bókina) vandlega.
c. Meðhjálparinn opnaði (kirkjuna) og við gegnum
inn.
d. Vörðurinn lokaði (dyrunum) og slökkti ljósið.
(2-31) Dæmi um það að ekki megi sleppa andlagi
áhrifssagnar eða láta það ótiltekið
(stjörnumerktur svigi merkir það):
a. Bifvélavirkinn lagaði *(bílinn) svo við gátum
haldið áfram.
b. Kennarinn sinnti *(nemendunum) ágætlega.
c. Móðirin saknaði *(barnanna) mikið.
d. Ég minnist *(þess) ekki.
(2-32) Yfirleitt er auðveldara að sleppa fyrra (þ.e. "óbeina"
andlaginu með tveggja andlaga sögnum. Þær eru þó
eitthvað mismunandi fastheldnar á síðara andlag sitt:
a. Við gáfum (Maríu) peninga. Við gáfum
Maríu ?*(peninga).
b. Þeir lendu (Guðmund) ýmsu. Þeir leyndu Guðmund
*(ýmsu).
c. Hún spurði (okkur) margs. Hún spurði okkur
?(margs).
d. Þær lofuðu (þeim) öllu fögru. Þær
lofuðu þeim *(öllu fögru).
e. Hann hótaði (henni) barsmíðum. Hann hótaði
henni (barsmíðum).
f. Ég óska (honum) þess. Ég óska
honum *(þess).
g. Þetta kostaði (hann) mikið. Þetta kostaði
hann *(hann).
(2-34) Dæmi um að sagnir geti tekið með sér
heilar setningar sem rökliði:
a. Hún telur [að Laxness hafi verið algjör
snillingur]
b. Þeir spurðu [hvort þeir mættu koma
inn á stígvélunum]
c. [Að verkfall skuli vofa yfir] veldur ríkisstjórninni
áhyggjum.
d. [Hvort samningar nást fljótlega] skiptir meginmáli.
(19) Aukasetningar sem gegna hlutverki rökliða eru gjarna kallaðar fallsetningar í íslenskum málfræðibókum. Ástæðan er auðvitað sú að þær hafa svipaða setningarlega stöðu og fallorð.
(2-35) Dæmi um sagnir sem taka með sér nafnháttarsambönd
(sum með nafnháttarmerki, önnur án þess):
a. Þú munt vera lögfræðingur.
b. Hún vill verða prófessor.
c. Það byrjaði að snjóa um miðnætti.
d. Þeir reyndu að gera við bílinn.
e. Ég tel Guðmund hafa leikið af sér.
f. Guðmundur virðist hafa leikið af sér.
g. Mér virðist Guðmundur hafa leikið af sér.
(2-36) Dæmi sagna sem geta tekið með sér nafnháttarsamband
sem frumlag (ath. að þá er nafnháttarmerkið
jafnan með):
a. [Að heilsa ekki samstarfsmönnum sínum] er kjánalegt.
b. [Að nota fæðubótarlyf í óhófi]
getur verið hættulegt.
2.1.3 Yfirlit yfir setningarleg einkenni sagna
(2-37) Nokkur almenn setningarleg einkenni sagna í íslensku:
a. Sagnir geta m.a. beygst í persónu og tölu og
laga sig að frumlagi í nefnifalli í persónu og
tölu þegar þær eru persónubeygðar.
b. Sögn í persónuhætti stendur í öðru
sæti í staðhæfingarsetningum.
c. Sögn í persónuhætti stendur í fyrsta
sæti í já/nei-spurningum.
d. Sögn í persónuhætti stendur í fyrsta
sæti í sérstökum frásagnarstíl.
e. Sögn stendur í fyrsta sæti í boðháttarsetningum.
f. Sögn í fallhætti sem stýrist af hjálparsögn
fer á eftir hjálparsögninni.
(2-38) Meðal setningarlegra atriða sem einkenna undirflokka
sagna í íslensku má telja þessi:
a. Sumar sagnir taka með sér frumlag í aukafalli.
Þær eru gjarna kallaðar ópersónulegar af
því að þær laga sig ekki að frumlaginu
í persónu og tölu heldur standa alltaf í þriðju
persónu eintölu ef þær eru í persónuhætti.
b. Sögnum sem taka með sér frumlag í aukafalli
má skipta í þolfallssagnir, þágufallssagnir
og eignarfallssagnir eftir falli frumlagsins.
c. Sögnum má skipta í flokka hvort þær
taka með sér merkingarlegt frumlag eða ekki. Sagnir sem
ekki taka merkingarlegt frumlag geta tekið með sér gervifrumlagið
(leppinn) það í frumlags stað.
d. Sagnir skiptast í áhrifssagnir (= sagnir sem taka
með sér andlag) og áhrifslausar sagnir (= sagnir sem
ekki taka með sér andlag).
e. Sumar áhrifslausar sagnir taka með sér forsetningarliði
sem eru nátengdar þeim merkingarlega.
f. Sumar áhrifssagnir taka með sér svokallaðar
agnir sem ekki hafa áhrif á fallstjórn þeirra.
g. Sumar áhrifslausar sagnir taka með sér sagnfyllingu
sem er annaðhvort lýsingarorð eða nafnorð (nafnliður).
h. Áhrifssagnir skiptast í sagnir sem taka með sér
eitt andlag og sagnir sem taka tvö andlög.
i. Sögnum sem taka með sér eitt andlag má skipta
í flokka eftir falli andlagsins (þolfall, þágufall,
eignarfall, nefnifall). Eignarfallssagnir eru sjaldgæfar. Sagnir
taka ekki nefnifallsandlag nema þær taki frumlag í þágufalli.
j. Andlagi sumra áhrifssagna má sleppa en aðrar áhrifssagnir
eru fastheldnar á andlag sitt.
k. Sögnum sem taka með sér tvö andlög má
skipta í flokka eftir falli andlaganna. Sagnir sem taka þágufall
og þolfall saman í þessari röð eru algengastar
en einnig er nokkuð algengt að sagnir taki þolfall og þágufall.
l. Stundum má sleppa fyrra andlagi tveggja andlaga sagna. Síðara
andlagi má mun sjaldnar sleppa.
m. Sumar sagnir geta tekið með sér heilar setningar
(með sögn í persónuhætti) sem rökliði,
þ.e. í frumlags eða andlags stað.
n. Sumar sagnir geta tekið með sér nafnháttarsambönd
í frumlags eða andlags stað. Nafnháttarsamböndin
eru af ýmsum gerðum, t.a.m. ýmist með nafnháttarmerki
eða án þess.
2.2 Nafnorð
2.2.1 Almenn einkenni nafnorða
(20) a. Nafnorð eru fallorð og eiga það sameiginlegt
með öðrum fallorðum að beygjast í
föllum
og tölum.
b. Nafnorð hafa kyn en taka ekki kynbeygingu eins og lýsingarorð,
fornöfn, greinir og töluorð gera.
c. Málfræðilegt kyn íslenskra nafnorða
hefur aðeins óbein tengsl við líffræðilegt
kyn þess sem orðin eiga við. (Ath. rastagrein um annars konar
tengsl í sumum málum, t.d. í svahílí.)
d. Nafnorð bæta við sig greini (ath. síðar
nánar um sérnöfn í því sambandi).
(2-41) Nafnorð geta myndað höfuð (eða kjarna)
nafnliðar
og taka þá með sér ýmis
ákvæðisorð:
a. [ Konan ] hló.
b. [ Þýska konan ] hló.
c. [ Ein kona ] datt.
d. [ Þessi bíll ] eyðilagðist.
e. [ Þrír sænskir handboltamenn ] komu.
f. [ Þessi fjögur norsku hreindýr ] dóu.
(2-42) Nafnorð geta líka tekið með sér eftirsett
ákvæði til nánari afmörkunar, t.d. forsetningarliði
eða tilvísunarsetningar:
a. [ Regnhlífin með röndunum ] brotnaði.
b. [ Bókin sem þú gafst mér ] týndist.
(2-43) Eignarfall og eignarfornafn gegnir svipuðu hlutverki til
afmörkunar:
a. [ Mark Guðmundar ] var glæsilegast.
b. [ Bíllinn minn ] er flottastur.
(2-44) Í íslensku er eftirsett eignarfall/eignarfornafn
sjálfgefið, en röðinni má þó líka
snúa við ef lögð er áhersla á afmörkunina:
a. [ GUÐMUNDAR mark ] var glæsilegast.
b. [ MINN bíll ] er flottastur.
2.2.2 Undirflokkar nafnorða
(2-45) Merkingarleg undirflokkun nafnorða:
Þau nafnorð sem eru heiti tiltekins einstaklings, staðar,
bókar, fyrirtækis o.s.frv. eru kölluð sérnöfn.
(2-46) Sérnöfn eru í eðli sínu ákveðinnar
merkingar en geta þó stundum tekið með sér
ákveðinn greini:
a. Esja-n er ekki ljót.
b. Súla-n beygði yfir bæinn.
c. Keflavík-in var ágætt skip.
(21) Ath. muninn á þessum setningum:
a. Ég var á Keflavíkinni í tvö ár
b. ??Ég bjó í Keflavíkinni í tvö
ár.
[Ath. hins vegar: "Mér er alveg sama í hvorri Keflavíkinni
ég ræ."]
(2-47) Sérnöfn skipa sér í flokk með ákveðnum
nafnliðum að ýmsu leyti, t.d. að því er
varðar leppsetningar (setningar með leppnum það):
a. Fluga var í súpunni. - Það var fluga í
súpunni.
b. Bíllinn var á bílastæðinu. - *Það
var bíllinn á bílastæðinu.
c. Davíð var á fundinum. - *Það var Davíð
á fundinum.
(22) Ath. að rugla leppnum það ekki saman
við vísandi fornafn, sbr. dæmi eins og þessi:
Hvað var það sem vakti grunsemdir þínar?
Það var bíllinn á bílastæðinu.
(23) Ath. eftirfarandi próf til að skoða hvort um lepp
er að ræða (gildir ekki í öllum málum):
a. *Var það fluga í súpunni? [gengur ekki sem
spurnarform af (2-47a)]
b. Var fluga í súpunni?
c. Var það bíllinn á bílastæðinu
sem vakti grunsemdir þínar?
d. *Var bíllinn á bílastæðinu sem vakti
grunsemdir þínar?
(2-48) Dæmi um að sérnöfn taki með sér
ákvæðisorð (ath. áhrif þess á
merkingu þeirra):
a. [ Þessi María ] vann hjá okkur.
b. [ Tveir Sigurðar ] voru í hópnum.
c. [ Halti Jón ] vann í skólanum.
(2-49) Ath. merkingarhlutverk eignarfallseinkunna, t.d. þegar
í hlut eiga nafnorð leidd af sögnum:
a. Kristinn flutti lagið.
b. Flutningur Kristins var hrífandi. [samsvarar frumlagi,
geranda]
c. Flutningur lagsins var hrífandi. [samsvarar andlagi,
þolanda]
d. *Flutningur Kristins lagsins var hrífandi.
[ekki hægt að hafa báða rökliði í
einu sem eignarfallseinkunnir]
e. Flutningur Kristins á laginu var hrífandi.
[í lagi ef annar rökliðurinn er forsetningarliður]
(2-51) Svipað hér:
a. Lögreglan lokaði dansstaðnum.
b. Lokun lögreglunnar var umdeild.
c. Lokun dansstaðarins var umdeild.
d. *Lokun lögreglunnar dansstaðarins var umdeild.
e. Lokun lögreglunnar á dansstaðnum var
umdeild.
(2-50) Stundum gengur bara að nota annan rökliðinn sem
eignarfallseinkunn með sagnleiddu nafnorði:
a. Kennararnir hjálpuðu börnunum.
b. Hjálp kennaranna reyndist nauðsynleg.
c. $Hjálp barnanna reyndist nauðsynleg. [ótækt
í merkingunni að börnunum hafi verið hjálpað]
(2-52) a. María saknaði gömlu daganna sárt.
b. Söknuður Maríu var sár.
c. *Söknuður gömlu daganna var sár.
(2-53) Ath. hvað gerist þegar um er að ræða
sagnir sem taka þrjá rökliði:
a. Kristur fyrirgaf lærisveinunum syndirnar.
b. Fyrirgefning Krists var mikilvæg.
c. $Fyrirgefning lærisveinanna var mikilvæg. [ótækt
í merkingunni að lærisveinunum hafi verið fyrirgefið]
d. Fyrirgefning syndanna var mikilvæg.
e. *Fyrirgefning Krists syndanna var mikilvæg.
(2-54) Ath. að ýmsar forsetningar má nota í
stað eignarfallsliða:
a. Lokunin á dansstaðnum var umdeild. [sbr. (2-51c)]
b. Lokun lögreglunnar á dansstaðnum var umdeild.
[sbr. (2-51d)]
c. Söknuðurinn hjá Maríu var sár.
[sbr. (2-52b)]
d. Söknuðurinn eftir gömlu dögunum var sár.
[sbr. (2-52c)]
e. Söknuður Maríu eftir gömlu dögunum
var sár.
f. Fyrirgefning Krists á syndunum var mikilvæg.
[sbr. (2-53e)]
(24) Tvær athugasemdir um þetta:
a. Hvort er algengara að forsetningarliðurinn gegni hlutverki
frumlags eða andlags?
b. Geta þessir forsetningarliðir sem nafnorðin taka með
sér staðið með viðkomandi sögnum (þ.e.
þeim sögnum sem liggja að baki nafnorðunum) í
undanfarandi dæmum?
(2-55) Stundum er forsetningin sem nafnorð taka með sér
fastákveðin. Það getur verið sú forsetning
sem viðkomandi sögn tekur með sér, jafnvel þótt
hún komi líka fram sem forskeyti á nafniorðinu.
Þetta er þó að hluta til ófyrirsegjanlegt:
a. umhugsun um e-ð (sbr. hugsa um e-ð)
b. eftirspurn eftir e-u (sbr. spyrja eftir e-u)
b. spurning um e-ð (sbr. spyrja um e-ð)
c. áhugi á/fyrir e-u (sbr. hafa hug
á
e-u)
d. löngun í e-ð (sbr. langa í
e-ð)
e. söknuður eftir e-u (en ekki *sakna eftir
e-u)
f. ástæða fyrir e-u
g. tilfinning fyrir e-u
(25) Ath. að dæmin í (2-55) eru annars eðlis en
það þegar nafnorð taka með sér forsetningarliði
eða tilvísunarsetningar til afmörkunar. Það
er óháð merkingu nafnorðanna, þ.e. þau
skiptast ekki í flokka eftir hæfni til að taka slíka
ákvæði sbr. dæmi eins og:
Regnhlífin með röndunum.
Bókin sem þú gafst mér.
(2-56) Aftur á móti skiptast nafnorð í flokka
eftir því hvort þau taka með sér fallsetningu
(skýringarsetningu eða spurnarsetningu) sem ákvæði,
á sama hátt og sagnirnar sem þau erul leidd af:
a. [ Sú fullyrðing að verðbréfin muni
falla ] hefur valdið óróa.
b. [ Spurningin hvort þetta muni duga ] brennur á
mörgum.
c. *[Sú bók að verðbréfin muni falla]
er vinsæl.
d. *[Bíllinn hvort þetta muni duga] er algeng.
(2-57) Það er líka til í dæminu að
nafnorð taki með sér nafnháttarsambönd, t.d.
ef sögn eða lýsingarorð sem þau eru leidd af
gera það:
a. [ Hótunin að loka verksmiðjunni ] hafði
engin áhrif. [sbr. Þeir hótuð að loka
... ]
b. Guðmundur er [ snillingur að gera við bíla
] [sbr. Guðmundur er snjall að gera við
...]
2.2.3 Yfirlit yfir setningarleg einkenni nafnorða
(2-58) Almenn einkenni:
a. Nafnorð eru fallorð sem hafa fast kyn.
b. Nafnorð bæta við sig viðskeyttum greini.
c. Nafnorð geta verið höfuð (aðalorð) nafnliðar.
d. Í nafnliðum fara nafnorð á eftir ákvæðisorðum
af ýmsu tagi (t.d. lýsingarorðum, töluorðum,
ábendingarfornöfnum).
e. Í nafnliðum geta nafnorð tekið með sér
forsetningarliði eða heilar setningar (t.d. tilvísunarsetningar)
til frekari afmörkunar og fara þá á undan þeim.
f. Í sjálfgefinni orðaröð fara nafnorð
á undan eignarfallseinkunnum og eignarfornöfnum sem eiga við
þau.
(2-59) Einkenni sem skipta nafnorðum í undirflokka:
a. Nafnorð skiptast í samnöfn og sérnöfn.
Sérnöfnin eru ákveðin í eðli sínu
og hafa þá setningarlega hegðun ákveðinna nafnorða
(þ.e. nafnorða með ákveðnum greini).
b. Nafnorð sem eru dregin af sögnum geta tekið með
sér eignarfallseinkunnir sem hafa merkingarhlutverk frumlags eða
andlags viðkomandi sagnar. Það er misjafnt eftir nafnorðum
hvaða merkingarhlutverk geta komið fram á þennan hátt.
c. Nafnorð dregin af sögnum geta stundum tekið með
sér forsetningarliði sem hafa svipað merkingarhlutverk og
rökliður með samsvarandi sögn, einkum merkingarhlutverk
andlags.
d. Nafnorð geta tekið með sér fallsetningar (skýringarsetningar
eða spurnarsetningar) ef þau eru dregin af sögnum sem geta
tekið slíkar setningar með sér.
e. Fáein nafnorð geta tekið með sér nafnháttarsambönd
og þá helst ef um er að ræða nafnorð dregin
af sögnum sem taka slík sambönd með sér. Einnig
er til í dæminu að nafnorð sem eru merkingarlega skyld
lýsingarorðum sem geta tekið með sér nafnháttarsambönd
geti líka tekið slík sambönd með sér.
2.3 Lýsingarorð
2.3.1 Almenn einkenni lýsingarorða
(26) a. Lýsingarorð beygjast í föllum,
tölum
og taka kynbeygingu og stigbeygingu.
b. Lýsingarorð geta flest staðið með nafnorðum
og verið hliðstæð.
c. Hliðstæð lýsingarorð laga sig að nafnorðinu
í kyni, tölu og falli (sambeyging).
d. Flest lýsingarorð geta ýmist tekið sterkri
eða veikri beygingu. Þó eru sum lýsingarorð
alveg óbeygjanleg, t.d. nokkur sem enda á -i (hugsi)
eða -a (andvaka).
(27) Lýsingarorð sem standa hliðstæð með
ákveðnum nafnorðum (eru einkunnir) eru oftast í veikri
beygingu og hafa þá afmarkandi hlutverk:
rauða herbergið, stóra blokkin ...
(2-61) Ath. merkingarmuninn í eftirfarandi dæmum:
a. Rauði bíllinn sást vel á dökka
slitlaginu.
b. Rauður bíllinn sást vel á dökku
slitlaginu.
(2-62) Af hverju er síðara dæmið einkennilegt hér?
a. Kristín hrukkaði hátt ennið og hugsaði
sig vel um.
b. ??Kristín hrukkaði háa ennið og hugsaði
sig vel um.
(2-63) Ath. form og hlutverk lýsingarorðanna í þessum
dæmum:
a. Jón gamli fór á sjúkrahús
í gær. - Gamli Jón fór á sjúkrahús
í gær.
b. Sigga litla byrjar í skóla í haust.
- Litla Sigga byrjar í skóla í haust.
(2-64) Ath. notkun (andstæðu-)áherslu í svipuðum
tilgangi:
a. Jón GAMLI fór á sjúkrahús
í gær (en ekki sá ungi ...)
b. Sigga LITLA byrjar í skóla í haust (en
ekki sú stóra ...)
(2-64)' Ath. notkun veikra lýsingarorða í ávarpsliðum
-- þó ekki alltaf:
a. Kæri (*Kær) vinur! Ágæta
(*Ágæt) samkoma!
en:
b. Góðir gestir/áheyrendur! / *Góðu
gestir/áheyrendur!
(2-65) Ath. dæmi um eftirsett lýsingarorð í
fornmáli:
sverð gott, öxi gullrekin, kona fögur,
hvinur mikill
(2-65)' Ath. að þetta er annars eðlis en eftirsett veikt
beygð lýsingarorð með ákveðnum nafnorðum:
hafið bláa, borgin eilífa, malarastúlkan
fagra,
í ljóðinu góða
(28) Ath. ítarefni í rastagrein um stöðu lýsingarorða í nágrannamálum (frönsku).
(2-66) Ath. að röð lýsingarorða er ekki alveg
frjáls þegar fleiri lýsingarorð standa með
sama nafnorði -- það virðist tengjast merkingunni:
a. lítið rautt hús / ??rautt lítið hús
b. flott kringlótt ljóst borð / ??ljóst kringlótt
flott borð / ??kringlótt flott ljóst borð ...
(2-66)' Tilgáta um röð merkingarflokka lýsingarorða:
gæði >
stærð > lögun >
litur > uppruni
fallegur
hár aflangur
dökkur austfirskur
fjörugur
langur boginn gulur
grískur
góður
lítill kringlóttur
hvítur íslenskur
skemmtilegur stór
sexstrendur rauður
þýskur
(2-66)'' Nokkur dæmi sem passa við merkingarflokkaröðunina:
a. fjörugur rauður hestur / ??rauður fjörugur hestur
(gæði > litur)
b. lítið kringlótt borð / ??kringlótt
lítið borð (stærð > lögun)
c. sexstrend grísk súla / ??grísk sexstrend súla
(lögun > uppruni)
d. góður austfirskur hákarl / ??austfirskur góður
hákarl (gæði > uppruni)
e. rauður þýskur fáni / ??þýskur
rauður fáni (litur > uppruni)
f. aflangur gulur blettur / ?gulur aflangur blettur (lögun > litur)
(2-67) Dæmi um að nafnorði sé sleppt á eftir
lýsingarorði ef það hefur komið fyrir áður:
a. Ég keypti mér [svarta skó] í
staðinn fyrir [brúna (skó)]
b. Hún skrifaði fleiri [langar sögur] en [stuttar
(sögur)]
(2-68) Textasamhengi getur líka dugað til þess að
nafnorði megi sleppa:
[Aðstæður: Sigga og Gunna eru úti í sjoppu
og Sigga kaupir sér lítinn ís. Afgreiðslumaðurinn
afgreiðir Siggu og snýr sér síðan að Gunnu
og spyr:]
Afgreiðslum.: Hvað ætlar þú að fá?
Gunna: Ég ætla að fá stóran (ís)
með dýfu.
(2-68)' Stundum er beinlínis ótækt að endurtaka
nafnorðið:
Ég keypti mér japanskan bíl í staðinn
fyrir þann franska (*bíl).
(2-68)'' Þetta breytist ef á eftir fer nánara ákvæði:
Ég keypti mér japanskan bíl í staðinn
fyrir þann franska (bíl) sem ég átti
áður.
(2-69) Lýsingarorð geta líka verið sérstæð,
þ.e. staðið óstudd af nafnorði, og þá
eru þau oft (en ekki alltaf) í karlkyni fleirtölu:
a. Fatlaðir njóta ekki alltaf fullra réttinda.
b. Í þessu húsi eru þjónustuíbúðir
fyrir aldraða.
c. Hvað ungur nemur gamall temur.
(29) Ath. að kvenkyn dugir yfirleitt ekki hér í almennri
merkingu:
$Fatlaðar njóta ekki alltaf fullra réttinda.
[Getur aðeins átt við konur eða stúlkur,
ekki einstaklinga almennt.]
(2-70) Hvað er um að vera hér í eftirfarandi beygingartilbrigðum?
Staðan hjá hvítum/hvíti er betri
en hjá svörtum/svarti.
(30) Ítarefni í rastagrein um sérstæð lýsingarorð í öðrum málum.
(2-71) Nokkur dæmi um lýsingarorð sem eru sagnfyllingar
(með vera t.d.):
a. Jón er skemmtilegur.
b. María er lík Önnu.
c. Hundarnir eru hræddir við kettina.
(2-72) Ath. verkaskiptingu sagnanna vera og verða
í dæmum af þessu tagi:
a. Jón verður skemmtilegur á morgun.
b. María verður lík Önnu þegar
árin færast yfir.
c. Hundarnir verða hræddir við kettina eftir þessa
lífsreynslu.
(31) Ath. verkaskiptingu tengisagnarinnar (vera, verða
...) í þessum dæmum og svo lýsingarorðanna
sjálfra, þ.e. sagnfyllingarinnar:
a. Lýsingarorðin fela í sér merkingarkjarna
setningarinnar í dæmum af þessu tagi, segja hvað
frumlagið aðhefst, er eða verður" (hefðbundin skilgreining
á umsögn).
b. Merkingarrýra tengisögnin ber þá beygingarþætti
sem annars koma fram á sögnum, svo sem persónu, tölu,
tíð og hátt.
(2-73) Í íslensku sambeygist sagnfyllingin yfirleitt frumlagi
setningarinnar -- en frá því eru þó undantekningar:
a. Ofnarnir(kk.nf.ft.) eru ískaldir(kk.nf.ft.).
b. Strákunum(kk.þgf.ft.) er ískalt(hk.nf.et.).
(2-74) Stelpunum/börnunum/stráknum/stelpunni/barninu ...
var ískalt.
[en: Platan var ísköld, Loftið var ískalt.]
(2-75) Ath. líka hvað gerist ef þessar setningar eru
settar í samhengi sem hefur áhrif á fall frumlagsins:
a. Ég tel [ofnana(þf.) vera ískalda(þf.)]
b. Ég tel [strákunum(þgf.) vera ískalt]
(2-76) Dæmi um lýsingarorð í hlutverki sagnfyllingar
með andlagi:
a. Þær máluðu grindina(kvk.þf.et.) rauða
(kvk.þf.et.).
b. Hnefaleikakappinn sló andstæðingana(kk.þf.ft.)
kalda(kk.þf.ft.).
(2-77) Sagnfylling með andlagi lagar sig líka að því
orði sem hún á við í kyni, tölu og falli
(þ.e. sambeygist því eins og venjuleg sagnfylling):
a. Grindin(nf.) var máluð rauð(nf.).
b. Andstæðingarnir(nf.) voru slegnir kaldir(nf.).
(32) Ath. að sagnfylling með andlagi greinir gjarna frá
afleiðingum þess verknaðar sem í sögninni felst,
sbr. að:
Grindin varð rauð af því að hún
var máluð rauð.
Andstæðingarnir urðu kaldir af því
að þeir voru slegnir svo harkalega (misstu kannski meðvitund).
(2-78) Viðurlög hafa svipaða stöðu en önnur
merkingartengsl:
a. Stelpan(kvk.nf.et.) elti strákana(kk.þf.ft.) berfætta(kk.þf.ft.)
niður alla götuna.
b. Stelpan(kvk.nf.et.) elti strákana(kk.þf.ft.) berfætt(kvk.nf.et.)
niður alla götuna.
(2-78)' Lágmarkspar sem sýnir ólík merkingartengsl
sagnfyllingar með andlagi og viðurlags við sögnina:
a. Við helltum hann blindfullan. [sf. m. andlagi]
b. Við hittum hann blindfullan. [viðurlag]
(2-78)'' Ath. blæbrigðamun merkingar á hliðstæðu
lýsingarorði sem stendur með ákveðnu nafnorði
en beygist veikt og svo viðurlagi:
a. Blindfullur ráðherrann kom þegar samkoman
var hafin.
b. Ráðherrann kom blindfullur þegar samkoman
var hafin.
(2-79) Ath. líka laust viðurlag (einkennist af sérstöku
tónfalli, afmarkað með kommu):
a. Hún elti þá lengi, lafmóða.
b. Hún elti þá lengi, lafmóð.
(2-80) Lýsingarorð geta sjálf tekið með sér
ákvæðisorð:
a. mjög aumur gestur, ákaflega lítið
hús ...
b. Gesturinn var mjög aumur. Húsið er ákaflega
lítið.
(2-81) Ákvæðisorð af þessu tagi fara yfirleitt
ekki vel með veikt beygðum lýsingarorðum sem hafa afmarkandi
hlutverk:
*mjög aumi gesturinn, *ákaflega litla húsið
...
(2-82) Þetta gengur betur ef veiku lýsingarorðin hafa
ekki slíkt afmarkandi hlutverk:
(?)þessi mjög aumi gestur, þetta ákaflega
litla hús ...
2.3.2 Undirflokkar lýsingarorða
(2-83) (Sum) óbeygjanleg lýsingarorð geta táknað
málfræðilegu formdeildina stig með hjálparorðunum
meira
og mest:
a. Jón var hugsi, María var meira hugsi, en líklega
hefur Anna verið mest hugsi.
b. Ég er meira andvaka á haustin en sumrin en
þó er ég mest andvaka á útmánuðum.
(2-84) Sum lýsingarorð geta ekki staðið hliðstæð
(sem einkunnir):
a. Mennirnir voru mjög hugsi. (sagnfylling)
b. Þetta gerði mennina hugsi. (sagnfylling með
andlagi)
c. Ég horfði hugsi á þá. (viðurlag)
d. Við mættum þeim mjög hugsi. (viðurlag)
e. *Það er oft erfitt að ná sambandi við hugsi
menn. (hliðstæð einkunn)
(2-85) Sum lýsingarorð sem eru sagnfyllingar geta tekið
með sér frumlag sem er fallsetning eða nafnháttarsamband:
a. [Að tunglið sé úr mysuosti] er ekki mjög
líklegt.
b. [Hvort forsetinn verður endurkosinn] er óvíst.
c. [Að tefla allar nætur] er óhollt.
(2-86) Algengara er að slíkar setningar hefjist á
leppnum það:
a. Það er ekki mjög líklegt [að tunglið
sé úr mysuosti].
b. Það er óvíst [hvort forsetinn verður
endurkosinn].
c. Það er óhollt [að tefla allar nætur].
(33) Aðeins sum lýsingarorð geta tekið (röklegt)
frumlag sem er fallsetning (eða nafnháttur), sbr.:
*Það er hvítt/feitt/rykugt ... [að tunglið
sé úr mysuosti].
(2-87) Það er m.a.s. erfitt að skipta um frumlög
í dæmunum sem nú voru tekin:
a. *Það er ekki mjög líklegt [hvort forsetinn
verður endurkosinn].
b *Það er óvíst [að tefla allar
nætur].
c. ?*Það er óhollt [að tunglið sé
úr mysuosti].
(2-88) Sum lýsingarorð sem eru sagnfyllingar geta tekið
með sér fallorð (nafnliði) í hlutverki andlags
-- og jafnvel stýrt falli á þeim:
a. Gísli er líkur Eiríki(þgf.).
b. Kolbrún var sammála Steingrími(þgf.).
c. Davíð var fullur fyrirlitningar(ef.).
(34) Ath. að lýsingarorð virðast helst stýra
þágufalli, ekki þolfalli. Eignarfall sem stendur með
lýsingarorðum í fornu máli virðist líka
annars eðlis, þ.e. hafa atvikslega merkingu:
a. Hann er illur viðskiptis(ef.).
b. Konungsgarður var þröngur brottfarar(ef.).
(2-89) Sum lýsingarorð taka með sér röklið
í formi forsetningarliðar:
a. Margir eru hræddir við hunda.
b. Davíð var fullur af fyrirlitningu.
(2-90) Það er líka til að lýsingarorð
taki með sér fylliliði í andlagssæti sem eru
nafnháttarsambönd:
a. Jóhannes er nokkuð góður [að tefla]
b. Hann er ekki fljótur [að hlaupa]
(35) Fallsetningar með persónubeygðri sögn virðast ekki standa með lýsingarorðum á þennan hátt.
(2-91) Sum lýsingarorð taka með sér nafnháttarsambönd
með eyðu (dómar um setningar af þessu tagi kunna að
vera skiptir):
a. Jóhannes er erfiður [að tefla við __ ]
b. María er ekki auðveld [að búa með
__ ]
(2-92) Ath. eftirfarandi dæmi til samanburðar (þar hefur
eyðan verið fyllt):
a. Það er erfitt [að tefla við Jóhannes]
b. Það er ekki auðvelt [að búa með Maríu]
(36) Ath. ítarefni í rastagrein um sambönd í
nágrannamálunum sem svipar til (2-91), einkum í ensku.
2.3.3 Yfirlit yfir setningarleg einkenni lýsingarorða
(2-93) Almenn einkenni:
a. Lýsingarorð eru fallorð sem beygjast í kynjum.
b. Lýsingarorð standa gjarna sem ákvæðisorð
(einkunnir) með nafnorðum, laga sig að þeim í
kyni, tölu og falli en beygjast ýmist sterkt eða veikt.
Það er í aðalatriðum ákveðni nafnliðarins
sem ræður því og meginreglan er sú að
lýsingarorð standa í sterkri beygingu í óákveðnum
nafnliðum en í veikri beygingu í ákveðnum
nafnliðum.
c. Lýsingarorð í veikri beygingu með ákveðnu
nafnorði hefur afmarkandi merkingu en lýsingarorð í
sterkri beygingu með ákveðnu nafnorði hefur það
ekki.
d. Hliðstæð lýsingarorð fara oftast á
eftir nafnorðinu sem þau eiga við í íslensku
nútímamáli. Þetta á þó ekki
við um lýsingarorð sem standa með sérnöfnum,
nema þegar sérstök áhersla hvílir á
lýsingarorðunum í aðgreiningarskyni. Auk þess
getur lýsingarorð farið á eftir nafnorði með
greini í sérstökum stíl.
e. Þegar tvö eða fleiri lýsingarorð standa
með sama nafnorðinu ræðst röð þeirra oftast
af því hvaða merkingarflokki þau tilheyra.
f. Þegar sama nafnorðið kemur fyrir í tveim nafnliðum
með skömmu millibili og lýsingarorð stendur með,
má stundum sleppa nafnorðinu úr seinni nafnliðnum
og láta lýsingarorðið duga. Sama gildir ef nafnorðið
er ljóst af textasamhengi eða aðstæðum.
g. Lýsingarorð geta staðið ein sér, sérstæð,
einkum í karlkyni.
h. Lýsingarorð geta staðið sem sagnfyllingar með
tengisögninni vera. Slíkar sagnfyllingar beygjast sterkt
og sambeygjast frumlagi setningarinnar í kyni, tölu og falli.
Sagnfylling sambeygist þó ekki aukafallsfrumlagi (frumlagsígildi)
heldur stendur í hk.et.nf.
i. Lýsingarorð geta líka staðið sem sagnfyllingar
með andlagi og sambeygjast því þá í
kyni, tölu og falli.
j. Lýsingarorð geta staðið sem viðurlög
og þá ýmist átt við frumlag eða andlag
og sambeygst þeim. Viðurlög beygjast sterkt.
k. Lýsingarorð geta tekið með sér stigsatviksorð
eða áhersluatviksorð sem ákvæðisorð.
(2-94) Einkenni sem skipta lýsingarorðum í undirflokka:
a. Sum lýsingarorð eru óbeygjanleg. Slík lýsingarorð
taka gjarna stigbreytingu með atviksorðsmyndunum meira og
mest.
b. Fáein lýsingarorð (eða a.m.k. óbeygjanlega
lýsingarorðið hugsi!) geta ekki staðið hliðstæð
(þ.e. sem einkunn) þótt þau geti annars gegnt
venjulegum hlutverkum lýsingarorða.
c. Sum lýsingarorð geta tekið með sér fallsetningu
eða nafnháttarsamband sem röklið í hlutverki
frumlags.
d. Sum lýsingarorð geta tekið með sér nafnlið
í aukafalli sem röklið í hlutverki andlags.
e. Sum lýsingarorð geta tekið með sér röklið
í formi forsetningarliðar.
f. Sum lýsingarorð geta tekið með sér nafnháttarsambönd
sem fylliliði.
g. Sum lýsingarorð geta tekið með sér götótt
nafnháttarsambönd" sem fylliliði, einkum ef eyðan (gatið)
er á eftir forsetningu.
05.41.11 Íslensk
setningafræði Haust 2001
Mánudagur
17.9.
Viðfangsefni:
Setningarleg einkenni orðflokka og orðaröð, önnur
atrenna.
Lesefni:
Kafli 2.4-2.6 í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn annars heimaverkefnis.
Þriðja heimaverkefni afhent.
2.4 Fornöfn
2.4.0 Flokkar fornafna og almenn einkenni þeirra
(1) Fornöfn eru býsna ólík innbyrðis.
Þó má hafa þetta í huga:
a. Fornöfn eru fallorð og beygjast því
(yfirleitt) í föllum og tölum.
b. Flest fornöfn taka kynbeygingu.
c. Beyging margra fornafna er býsna óregluleg
(enda eru mörg fornöfn mjög algeng).
d. Flokkar fornafna eru yfirleitt lokaðir, andstætt
flokkum sagnorða, nafnorða og lýsingarorða til dæmis.
(2-95) Í íslensku er venjulega gert ráð fyrir
eftirtöldum flokkum fornafna:
a. persónufornöfn: ég/þú/hann;
vér,
þér
(sjá líka afturbeygða fornafnið sig)
b. afturbeygð fornöfn: sig (afturbeygt persónufornafn),
sinn
(afturbeygt eignarfornafn), sjálfan sig (samsett afturbeygt
fornafn)
c. spurnarfornöfn: hver, hvor, hvaða,
(?)hvílíkur
d. eignarfornöfn: minn, þinn (sjá
líka afturbeygða eignarfornafnið sinn)
e. ábendingarfornöfn: sá, þessi,
hinn
f. óákveðin fornöfn:allur, annar,
báðir,
einhver, einn, enginn, fáeinir, hver,
hvor,
hvor
tveggja, hvorugur,
neinn, nokkur,
sérhver,
sumur,
ýmis
g. tilvísunarfornöfn: Í íslensku nútímamáli
eru yfirleitt ekki notuð tilvísunarfornöfn heldur tilvísunartengingarnar
sem
og er. Í sérstökum ritmálsstíl
eru þó stundum notuð tilvísunarfornöfn sem
samsvara spurnarfornöfnum að útliti og beygingu, t.d. hver.
Þetta var þó einkum tíðkað í eldra
ritmáli (sbr. undirkafla 2.4.7 hér á eftir).
(2) Mörg fornöfn gegna yfirleitt hlutverki nafnliða í setningum, þ.e. hafa svipaða stöðu og nafnorð, með eða án fylgiorða. Þetta á t.d. við um persónufornöfn, afturbeygð fornöfn og spurnarfornöfn.
(2-96) a. Hann sást vel. (pfn., sbr. Rauði bíllinn
sást vel.)
b. María bað mig að tala við sig. (afn.,
sbr. María bað mig að tala við gömlu konuna.)
c. Hver á þetta? (spfn., sbr. Strákurinn
á þetta.)
(d. Þetta eru börnin til hverra bréfið
var sent. (tfn., sbr. Bréfið var sent til barnanna.))
(3) Sum fornöfn standa fremur sem hliðstæð ákvæðisorð með nafnorðum, líkt og hliðstæð lýsingarorð. Þannig er t.d. oft um eignarfornöfn, ábendingarfornöfn og óákveðin fornöfn og reyndar líka (óbeygjanlega) spurnarfornafnið hvaða. Hliðstæð (beygjanleg) fornöfn laga sig að jafnaði í kyni tölu og falli að því nafnorði sem þau eiga við.
(2-97) a. Minn(kk.et.nf.) bíll(kk.et.nf.) sást
vel. -- Mínir(kk.ft.nf.) bílar(kk.ft.nf.) sáust
vel.
b. María talaði við þessa(kvk.et.þf.)
konu.
-- María talaði við þennan(kk.et.þf.)
mann(kk.et.þf.).
b. Einhver(kk.et.nf.) strákur(kk.et.nf.) á þetta.
-- Eitthvert(hk.et.nf.) barn(hk.et.nf.) á þetta.
c. Hvaða strákur á þetta? -- Hvaða
barn
á þetta?
(2-98) Röðin í (2-97a) er ekki sjálfgefin. Sjálfgefin
röð eignarfornafna í íslensku er á eftir
nafnorðinu sem þau eiga við og þá er oftast
greinir á nafnorðinu:
Bíllinn minn sást vel.
(2-99) Býsna ákveðnar reglur gilda um röð
hliðstæðra ákvæðisorða með nafnorðum:
Allir(ófn.) þessir(áfn.) rauðu(lo.) bílar
þínir(efn.) eru bilaðir.
2.4.1 Persónufornöfn
(2-100) Til persónufornafna teljast:
ég/þú/hann;
vér,
þér
(sjá líka afturbeygða fornafnið sig)
(4) Persónufornöfn taka sérkennilegri beygingu:
a. Beygjast öll í föllum og tölum.
b. Beygjast í persónu (þ.e. það eru til
sérstakar myndir fyrir hverja persónu og þær
hafa áhrif á form persónubeygðra sagna).
c. Fornafn þriðju persónu beygist í kyni (og
það hefur áhrif á form lýsingarorða
sem eiga við það).
d. Fornöfnin vér og þér eru
notuð í hátíðlegu máli (sbr. "honorifics"
í sumum málum, t.d. japönsku) en þau voru áður
fleirtöluform, andstæð tvítöluformunum við
og þið.
e. Afturbeygða fornafnið sig hefur svipaða stöðu
í setningum og persónufornöfn en lýtur sérstökum
reglum og er venjulega talið til sérstaks flokks fornafna.
(2-102) Ath. áhrif fornafns þriðju persónu á
form lýsingarorða sem eiga við það:
a. Hann(kk.et.nf.) er(3.p.et.) skemmtilegur(kk.et.nf.).
b. Það(hk.et.nf.) er(3.p.et.) skemmtilegt(hk.et.nf.).
c. Þær(kvk.ft.nf.) eru(3.p.ft.) skemmtilegar(kvk.ft.nf.).
(2-103) Ath. að form lýsingarorða sem eiga við fyrstu
og aðra persónu fer eftir eðliskyni þess sem persónufornafnið
vísar til þótt fornöfnin sjálf gefi ekki
upplýsingar um
a. Ég(et.nf.) er(1.p.et.) þreyttur(kk.et.nf.)/þreytt(kvk.et.nf.).
b. Þið(ft.nf.) eruð(2.p.ft.) þreyttir(kk.ft.nf.)/þreyttar(kvk.ft.nf.)/þreytt(hk.ft.nf.).
(2-104) Ath. hegðun 2.p. fornafnsins þér í
þessu sambandi:
a. Þér megið(2.p.ft.) ekki vera svona reiður(kk.et.nf.).
b. *Þér mátt (2.p.et.) ekki vera svona reiður
(kk.et.nf.).
c. ?Þér megið (2.p.ft.) ekki vera svona reiðir
(kk.ft.nf.).
(5) Eru fornöfn notuð til að "forðast endurtekningu"? Ath. að það er háð tilvísun (e. reference) eða samvísun (e. coreference) og reglum um hana:
(2-105) a. *Maríai heyrði ekki þegar ég
kallaði í Maríui.
b. Maríai heyrði ekki þegar ég kallaði
í hanai.
c. Maríai heyrði ekki þegar ég kallaði
í Maríuj.
(2-106) Ath. að persónufornafn getur ekki hvenær sem
er "komið í stað" nafnorðs:
a. *Maríai greiddi Maríui.
b. *Maríai greiddi hennii.
(2-107) Persónufornöfn eru ekki alltaf notuð til að
"forðast endurtekningu". Þau má t.d. nota til að vísa
til einhvers sem er ljóst af aðstæðum þótt
það hafi aldrei verið nefnt áður. Það
er kölluð bendivísun (e. deictic reference,
andstætt endurvísun (e. anaphoric reference))
[Áhyggjufullir foreldrar fylgjast með lítilli dóttur
sinni í vöggu og hún grætur hástöfum.]
Faðirinn: Hvað ætli sé að
henni?
(6) Ath. að þótt persónufornöfn (og önnur
sérstæð fornöfn) geti myndað kjarna eða höfuð
nafnliðar, geta þau yfirleitt ekki tekið með sér
ákvæðisorð eins og nafnorð geta, ekki heldur greini
né eignarfallseinkunn:
a. *lítill hann (sbr. lítill bíll)
b. *húnin (sbr. nálin)
c. *hann drengsins (sbr. stóll drengsins)
(7) Ath. að um yfirmálsnotkun (e. metalanguage) gegnir
sérstöku máli, en það er ekkert sérstakt
fyrir fornöfn:
a. Síðara það-ið er óþarft.
b. Öll þessi leiðinlegu og í frásögninni
gera mann vitlausan.
2.4.2 Afturbeygð fornöfn
(8) Hvað gæti nafngiftin afturbeygt fornafn merkt?
(2-108) Grunnhlutverk afn. er að verknaðurinn beinist að
gerandanum sjálfum, þ.e. að hann sé "reflexífur",
sbr. muninn á þessum setningum:
a. María greiddi henni.
b. María greiddi sér.
(2-109) Upptalning afturbeygðra fornafna hér á undan:
sig (afturbeygt persónufornafn), sinn (afturbeygt
eignarfornafn), sjálfan sig (samsett afturbeygt fornafn)
(9) Af hverju ætti að kalla sinn afturbeygt eignarfornafn?
(2-110) Ath. beygingu afn. sig með samanburði við
beygingu persónufornafna:
nf.et./ft.
-
þf. -
sig
þgf. -
sér
ef. -
sín
(10) a. Hvað er líkt með beygingu afn. sig og
beygingu fornafna 1. og 2. pers.?
b. Hvað er ólíkt með beygingu afn. sig
og beygingu fornafna 1. og 2. pers.?
c. Hvað er ólíkt með beygingu afn. sig
og beygingu fornafns 3.pers.?
d. Hvað er líkt með "merkingu" (eða tilvísun)
sig
og fornafns 3.pers.?
(2-111) Ath. áhrif tölu og kyns á form afn.:
a. Strákurinn(kk.)/stelpan(kvk.)/barnið(hk.) klæddi
sig/greiddi
sér/skammaðist
sín.
b. Strákarnir/stelpurnar/börnin klæddu sig/greiddu
sér/skömmuðust
sín.
(11) a. Hvaða reglur gilda um notkun afturbeygða eignarfornafnsins
sinn
(sbr. minn og þinn)?
b. Hvenær er notað eigngarfornafnið sinn og hvenær
hans?
c. Af hverju er sagt að sinn sé eignarfornafn en
hans
sé eignarfall persónufornafns í dæmum eins og
þessum t.d.:
Jón tók stólinn sinn en ég tók
bókina hans.
(2-111) Afturbeygða eignarfornafnið sinn er oftast hliðstæt
og lagar sig í kyni, tölu og falli að nafnorðinu sem
það stendur með.
a. Hún henti pennanum(kk.et.þgf.) sínum(kk.et.þgf.)/bókinni(kvk.et.þgf.)
sinni(kvk.et.þgf.)/blaðinu(hk.et.þgf.)
sínu(hk.et.þgf.).
b. Hann seldi skóna(kk.ft.þf.) sína/skyrturnar(kvk.ft.þf.)
sínar/bindin(hk.ft.þf.)
sín(hk.ft.þf.).
(2-112) Upprifjun á reglum um notkun afn. sig í
samanburði við pfn.: Ekki er hægt að nota pfn. til að
vísa til undanfara sem er frumlag innan sömu setningar og ekki
er alltaf hægt að nota afn. til að vísa til undanfara
sem er frumlag utan þeirrar setningar sem afn. er í:
a. Maríai klæddi *hanai /
sigi
.
b. Maríai heyrði ekki [þegar ég
kallaði í hanai / *sigi
]
(2-113) Reglurnar um notkun sinn eru hliðstæðar
reglunum um notkun sig:
a. Maríai klæddi dúkkuna *hennari
/ sínai .
b. Maríai heyrði ekki [þegar ég
hringdi í símann hennari / *sinni
]
(2-114) Langdræg afturbeyging kemur fram á sama hátt
hvort sem sig eða sinn á í hlut: hún
tengist ákveðinni gerð aukasetninga, t.d. skýringarsetningum
í viðtengingarhætti:
a. Ólafuri segir [að þú hafir(vh.)
svikið sigi ]
b. Kolfinnai taldi [að ég hefði(vh.) stolið
sænginni sinnii ]
(2-115) Flestum þykir langdræg afturbeyging ótæk
þegar um er að ræða skýringarsetningar í
framsöguhætti:
a. ?*Ólafuri veit [að þú
hefur(fh.) svikið sigi ]
b ?*Kolfinnai sá [að ég hafði(fh.)
stolið sænginni sinnii ]
(12) Hvað er líkt með "samsetta afn." sjálfan
sig og öðrum afn?
Þau þurfa öll mállegan undanfara (en það
þurfa persónufornöfn ekki).
(2-116) [Áhyggjufullir foreldrar fylgjast með lítilli
dóttur sinni í vöggu og hún grætur hástöfum.]
Faðirinn: a. Hvað ætli
sé að henni / *sér / *sjálfri sér?
b. Hvar ætli dúkkan hennar / *sín sé?
(13) Hvaða munur er á notkun einfalda afn. sig og samsetta afn. sjálfan sig?
(2-117) a. Helgii mismælti sigi / *sjálfan
sigi .
b. Helgii talar oft við *sigi / sjálfan
sigi .
(14) Með "skyldubundið afturbeygðum" sögnum gengur
aldrei að nota samsetta afn.:
mismæla sig, átta sig, barma sér, furða sig á
e-u, misstíga sig, ræskja sig, skammast sín, taka sig
á ...
(15) Þegar um er að ræða sögn þar sem
verknaðurinn beinist venjulega að einhverjum öðrum en
gerandanum er eðlilegast að nota samsetta afn. og yfirleitt óeðlilegt
að nota það ósamsetta:
tala við sjálfan sig, gagnrýna sjálfan sig, hallmæla
sjálfum sér, senda bréf til sjálfs sín,
tala um sjálfan sig, yrkja ljóð um sjálfan sig
...
(2-118) Mitt á milli sagnanna í (14) og (15) liggja svo
sagnir þar sem notkun einfalda afn. er sjálfgefin en unnt
er að nota samsetta afn. í sérstöku áhersluskyni,
t.d. til einhvers konar andstæðuáherslu:
a. Rakarinni rakaði sigi . - Rakarinni
rakaði sjálfan sigi .
b. Maríai greiddi séri . - Maríai
greiddi sjálfri séri .
(2-119) Samsetta afn. vísar aldrei út úr aukasetningu,
þ.e. það er aldrei langdrægt:
*Ólafuri segir [að þú hafir(vh.)
svikið sjálfan sigi ]
2.4.3 Spurnarfornöfn
(2-120) Spurnarfornöfn eru oftast talin þessi:
hver, hvor, hvaða, (?)hvílíkur
(16) Um beygingu:
a. Spurnarorðið hvaða er óbeygjanlegt.
b. Spurnarorðið hvílíkur (ef spurnarorð
skyldi kalla) beygist í kyni, tölu og falli og fær sömu
beygingarendingar og lýsingarorð og ýmis óákveðin
fornöfn.
c. Spurnarfornöfnin hver og hvor beygjast nokkuð
reglulega í kyni, tölu og falli. Ath. þó mun hvert/hvað
í nf. og þf.et.hk.
(2-122) Spurnarfornöfnum er öllum eðlilegast að standa
fremst í setningu, annaðhvort aðalsetningu (hvílíkur
getur þó ekki staðið sem spurnarorð fremst í
aðalsetningu, sbr. hér á eftir) eða þá
spurnaraukasetningu.
Gildir þá einu hvaða hlutverki (frumlag, andlag ...) þau
þjóna í setningunni. Þess vegna er oft sagt að
þau séu "flutt" úr þeim stað sem hæfir
hlutverkinu (sýnt hér með __). Ef spfn. er hliðstætt
flyst allur nafnliðurinn fremst í setninguna:
a. Hver hefur gefið Maríu þennan hring?
b. Hverjum(þgf.) hefur Sigurður gefið __ þennan
hring?
c. Hvaða hring(þf.) hefur Sigurður gefið Maríu
__ ?
d. Hvorri(þgf.) stúlkunni(þgf.) gaf Sigurður
__ hringinn?
e. Anna spurði [hver hefði gefið Maríu þennan
hring]
f. Anna spurði [hverjum(þgf.) Sigurður hefði
gefið __ þennan hring]
g. Anna spurði [hvaða hring(þf.) Sigurður
hefði gefið Maríu __ ]
h. Anna spurði [hvorri(þgf.) stúlkunni(þgf.)
Sigurður hefði gefið __ hringinn]
i. Anna vissi ekki [hvílíkan(þf.) dýrgrip(þf.)
Sigurður hafi gefið Maríu __ ]
(2-123) Þegar spurt er um andlag forsetningar má annaðhvort
skilja forsetninguna eftir" með eyðu í stað andlags
eða færa allan forsetningarliðinn fremst í setninguna:
a. Hvaða mann talaðir þú við __ ?
b. Við hvaða mann talaðir þú?
(2-124) Ath. þá undantekningu frá venjulegri orðaröð
spurnarsetninga sem kemur fram í svokölluðum bergmálsspurningum
(helst
notaðar þegar menn heyra ekki vel það sem sagt er eða
trúa ekki sínum eigin eyrum -- ath. líka að þær
einkennast af sérstöku hljómfalli):
a. A: Sigurður gaf Maríu þennan hring?
B: Sigurður gaf hverjum þennan
hring?
b. A: Haraldur gaf Helgu hamstur.
B: Haraldur gaf Helgu hvað?
(2-124) Spfn. hver: yfirleitt sérstætt, þ.e.
gegnir hlutverki kjarna eða höfuðs í nafnli. Tekur
ekki með sér ákvæðisorð fremur en önnur
fornöfn en það getur stýrt eignarfalli (eignarfallseinkunn)
ef það merkir 'hver af einhverjum tilteknum hópi' líkt
og nafnorð geta:
Hver þessara
stúlkna(ef.ft.) skrifaði bókina? (sbr. Móðir
þessara stúlkna(ef.ft.) ...)
(2-125) Getur hver verið hliðstætt og sambeygst
no., eins og í a-dæminu?
a. ?Hverjum(þgf.ft.) bókunum(þgf.ft.) ætlar
þú að skila?
b. Hverjum(þgf.ft.) bókanna(ef.ft.) ætlar
þú að skila?
d. Hverjum (þfg.) af bókunum (FL) ætlar þú
að skila?
(2-126) Í hvorugkyni er notað hvert ef fn. er hliðstætt
eða ef það tekur með sér eignarfallseinkunn. Hvað
gengur ekki í slíkum tilvikum:
a. Ég veit ekki hvert barnið gerði þetta.
b. Ég veit ekki hvert barnanna gerði þetta.
c. *Ég veit ekki hvað barnanna gerði þetta.
(2-127) Ath. merkingarmun á hver og hvor:
a. Hver vann?
b. Hvor vann?
(2-128) Hvor getur verið hliðstætt (lagað sig
að no. í falli, tölu og kyni) eða sérstætt
(og þá tekið með sér eignarfallseinkunn):
a. Hvora(kvk.þf.et.) bókina(kvk.þf.et.) átt
þú?
b. Hvora(kvk.þf.et.) bókanna(kvk.ef.et.) átt
þú?
(2-128)' Sé hvor hliðstætt getur lýsingarorð
staðið á milli þess og nafnorðsins (þ.e.
verið annað ákvæðisorð með nafnorðinu)
en ábendingarfornafnið þessi getur ekki staðið
þar. En taki
hvor með sér eignarfall getur það
eignarfall verið nafnliður af hvaða stærð sem er,
m.a. með ábendingarfornafninu þessi innanborðs:
a. Hvora(kvk.þf.et.) gulu(kvk.þf.et.) bókina(kvk.þf.et.)
átt þú?
b. *Hvora(kvk.þf.et.) þessa(kvk.þf.et.) gulu(kvk.þf.et.)
bók(kvk.þf.et.) átt þú?
c. Hvora(kvk.þf.et.) gulu bókanna átt þú?
d. Hvora(kvk.þf.et.) þessara(kvk.ef.et.) gulu(kvk.ef.et.)
bóka(kvk.ef.et.) átt þú?
( 2-128)'' Hægt er að sleppa nafnorðinu sem hvor
á við ef ljóst er af samhengi eða aðstæðum
hvað það ætti að vera. Þetta er svipað
því sem við sáum þegar við skoðuðum
lýsingarorð:
Ég vissi að þú áttir
aðra bókina en ég vissi ekki hvora (bókina).
(2-128)''' [Aðstæður: Sigga og Gunna eru úti í
sjoppu og panta sér ís. Afgreiðslumaðurinn gerir
tvo ísa og snýr sér síðan að Siggu:]
Afgreiðslumaðurinn: Hvorn (ísinn)
vilt þú?
(2-129) Spurnarfornafnið hvaða er alltaf hliðstætt
og það er alveg óbeygjanlegt:
a. hvaða maður/kona/barn/menn/konur/börn ...
b. um hvaða mann/konu/barn/menn/konur/börn ...
c. frá hvaða manni/konu/barni/mönnum/konum/börnum
...
(17) Ekki er hafður greinir á nafnorðinu sem hvaða
stendur með:
*hvaða maðurinn/konan/barnið ...
(2-129)' Ekki er heldur hægt að hafa ábendingarfornafn
eins og þessi á eftir hvaða. Hins vegar
virðist hvaða kalla á ákveðið (þ.e.
veikt) form af lýsingarorði með nafnorðinu ef því
er að skipta:
a. *Hvaða þessa bók átt þú?
b. Hvaða gulu/*gul bók keyptir þú?
(2-130) Spurning: Af hverju er hvernig ekki talið til óbeygjanlegra
spurnarfornafna þegar það merkir 'hvers konar'. Í
slíkum tilvikum stendur það nefnilega hliðstætt
með nafnorði, rétt eins og hvaða:
a. Hvernig bíl(þf.) keyptir þú þér?
b. Hvernig húsi(þgf.) býr hann í
núna?
c. Í hvernig húsi(þgf.) býr hann
núna?
(2-131) Hvílíkur hefur tæplega nokkra spurnarmerkingu
lengur, sbr. að ekki er hægt að byrja aðalsetningu á
því til að leita eftir upplýsingum:
*Hvílíkan hring gaf Sigurður
Maríu?
(2-132) Hvílíkur er notað í upphrópunarsetningum,
líkt og orðið þvílíkur (sem auðvitað
er ekki spurnarorð):
a. Hvílíkt dýrðarveður!
b. Þvílíkt rugl!
(2-133) Ath. hins vegar að hvílíkur hefur þau
einkenni spurnarorða að vilja standa fremst í setningu en
það gerir þvílíkur ekki:
a. *Ég hef aldrei vitað hvílíkt dýrðarveður!
b. Ég hef aldrei vitað þvílíkt rugl!
(18) Ólíkt spurnarorðum yfirleitt er ekki hægt
að nota hvílíkur í upphafi spurnaraukasetningar
á eftir spyrja (sbr. hins vegar (2-122e,f,g,h) hér
á undan):
*Ég spurði hvílíkur
hringur þetta væri.
(2-132) Það má hins vegar nota hvílíkur
á eftir vita (einkum ef neitun er með), líkt og
spurnarorð yfirleitt, en þar gengur þvílíkur
ekki. Hvílíkur hefur þó varla nokkra
spurnarmerkingu í dæmum af þessu tagi heldur frekar
einhvers konar upphrópunarmerkingu:
a. Anna vissi ekki [hver gaf Maríu hringinn]
b. Anna vissi ekki [hverjum Sigurður gaf hringinn]
c. Anna vissi ekki [hvorn hringinn Sigurður gaf Maríu]
d. Anna vissi ekki [hvaða hring Sigurður gaf Maríu]
e. Anna vissi ekki [hvílíkan hring Sigurður
hafði gefið Maríu]
f. *Anna vissi ekki [þvílíkan hring Sigurður
hafði gefið Maríu]
2.4.4 Eignarfornöfn
(2-133) Eignarfornöfnin sem talin voru upp framar:
minn, þinn (sjá líka afturbeygða
eignarfornafnið sinn)
(19) a. Eignarfornöfnin eru yfirleitt hliðstæð og
laga sig þá að nafnorðinu sem þau standa með
í kyni, tölu og falli.
b. Efn. minn notað þegar eigandinn" er fyrsta persóna
og þinn þegar eigandinn er önnur persóna.
Bæði fornöfnin eru bundin við það að eigandinn
sé í eintölu. Því má segja að
minnvísi
til fyrstu persónu eintölu og
þinn til annarrar
persónu eintölu.
(2-135) a. Égi tók köttinn(kk.et.þf.)
minni(kk.et.þf.)
og eðluna(kvk.et.þf.)
mínai(kvk.et.þf.).
b. Þúi skalt gefa lambinu(hk.et.þgf.)
þínui(hk.et.þgf.)
og hundunum(kk.ft.þgf.)
þínumi(kk.ft.þgf.).
c. Húni saknaði foreldra(kk.ft.ef.) sinnai
(kk.ft.ef.) og sonar(kk.et.ef.) sínsi (kk.et.ef.).
(2-136) Sjálfgefið er að hafa efn. á eftir no.
sem það stendur með en það getur farið á
undan ef lögð er sérstök áhersla á það:
a. Ég tók minn kött.
b. Þú skalt gefa þínu lambi.
c. Hún saknaði sinna foreldra.
(2-137) Ath. samspil greinis og eignarfornafns:
a. Ég tók kött/köttinn minn.
b. Þú skalt gefa lambi/lambinu þínu.
c. Ég tók minn kött/*köttinn.
d. Þú skalt gefa þínu lambi/*lambinu.
(2-138) Ath. sérstöðu skyldleikaorða m.t.d. notkunar
greinis hér:
a. Ég fór þangað með pabba/*pabbanum mínum.
b. Ætlar þú að sækja móður/*móðurina
þína á flugvöllinn?
(2-138)' Veikt lo. getur staðið á eftir undansettu efn.
Það getur áfn. ekki þótt það geti
staðið í nafnlið með eftirsettu efn.:
a. Ég tók minn gamla/*gamlan kött.
b. *Þú skalt gefa þínu þessu
lambi.
c. Þú skalt gefa þessu lambi þínu.
(2-139) Efn. fyrstu og annarrar persónu geta vísað
til undanfara sem er frumlag innan sömu setningar (sbr. dæmi
hé á undan) og eins þótt hann sé utan
setningar sem ekki leyfir langdræga afturbeygingu t.d. Að þessu
leyti eru vísunarreglur þeirra öðruvísi en
reglur afturbeygða efn. sinn:
a. Égi fer [þegar saumakonan er búin
að gera við buxurnar mínari ]
b. *Saumakonani fer [þegar ég er búinn
að borga reikninginn sinni ]
(2-140) Efn. minn og þinn geta líka haft
bendivísun, ólíkt efn. sinn:
[Stoltir foreldrar fylgjast með lítilli dóttur sinni
í vöggu og hún brosir út að eyrum.]
Móðirin: Hún er með nefið þitt
og augun mín.
(2-141) Til að vísa til eiganda í 1. og 2.p.ft. eru
notuð eignarföll pfn. og þau laga sig ekkert að nafnorðinu
sem þau standa með frekar en aðrar eignarfallseinkunnir:
a. Viði tókum köttinn(kk.et.þf.) okkari(ef.ft.)
og eðluna(kvk.et.þf.) okkari(ef.ft.).
b. Þiði skuluð gefa lambinu(hk.et.þgf.)
ykkari(ef.ft.)
og hundunum(kk.ft.þgf.)
ykkari(ef.ft.).
(2-142) Þegar reglur um tilvísun (eða "bindingu") afn.
leyfa ekki notkun afturbeygða efn. sinn eru notuð eignarföll
af viðeigandi pfn.:
a. Hanni fer [þegar þú ert búin
að gera við buxurnar(kvk.ft.þf. hansi (ef.et.)]
b. Húni fer [þegar ég er búinn
að borga reikninginn(kk.et.þf.) hennari (ef.et.)]
(2-143) Sama er uppi á teningnum þegar um bendivísun
er að ræða:
[Stoltir foreldrar fylgjast með tvíburum, strák og
stelpu, í vöggu.]
Faðirinn: Ég er hérna með pelann(kk.et.þf.)
hennar(kvk.et.ef.),
snuðið(hk.et.hk.)
hans(kk.et.ef.) og bleyjurnar(kvk.ft.þf.)
þeirra(ft.ef.).
(2-144) Um samspil eignarfallanna hans, hennar ... við
greini þegar þau eru undansett gegnir sama máli og um
samspil undansettra eignarfornafna: Undansettu eignarföllin útiloka
greininn:
Ég er hérna með hennar
pela/*pelann og hans snuð/*snuðið, en ég finn
ekki hitt dótið.
(20) Um brottfellingu nafnorða sem standa með eignarfornöfnum og eignarfalli persónufornafna gilda svipaðar reglur og við höfum áður séð í sambandi við hliðstæð lýsingarorð og spurnarfornöfn:
( 2-145) a. Ég kom með [bókina þína]
í staðinn fyrir [(bókina) mína]
b. Ef þú kemur með [pelann hans] skal ég
koma með [(pelann) hennar]
(2-146) [Aðstæður: Sigga og Gunna eru úti í
sjoppu og panta sér ís með dýfu. Afgreiðslumaðurinn
afgreiðir Siggu fyrst og snýr sér síðan að
Gunnu:]
Gunna: Ég ætla að fá kókos
á minn (ís).
2.4.5 Ábendingarfornöfn
(2-147) Ábendingarfornöfnin sem áður voru talin,
í samræmi við hefð:
sá, þessi, hinn
Þessi fornöfn eiga það öll sameiginlegt að vera mjög oft notuð hliðstæð og þau laga sig þá að nafnorðinu sem þau standa með í kyni, tölu og falli. Ef lýsingarorð standa líka með því nafnorði sem ákvæðisorð, standa þau á milli ábendingarfornafnsins og nafnorðsins og eru í ákveðnu (þ.e. veiku) formi. Nafnorðið sjálft tekur með sér greini ef ábendingarfornafnið er hinn, annars ekki:
(2-149) Áfn. eru mjög oft notuð hliðstæð
og laga sig þá að no. í kyni, tölu og falli.
Ef lo. standa líka með viðkomandi no. fara þau á
milli áfn. og no. No. tekur með sér greini ef áfn.
er
hinn, annars ekki:
a. Þekkir þú þessa(kvk.et.þf.)
dökkhærðu(kvk.et.þf.) stelpu(kvk.et.þf.)? b.
Hún var með hinum(hk.ft.þgf.) íslensku(hk.ft.þgf.)
börnunum(hk.ft.þgf.).
b. Sá(kk.et.nf.) góði(kk.et.nf.) maður(kk.et.nf.)
er þýskur.
(21) Ath. mismunandi kröfur ábendingarfornafnanna um samhengi og möguleika til bendivísunar, sbr. dæmin í (2-149).
(2-150) Áfn. þessi er dæmigert "bendivísunarorð"
og þarf ekki að vera hliðstætt í slíkum
tilvikum:
a. Heyrðirðu þennan hvell?
b. Heyrðirðu þetta?
(2-151) Ath. að í (2-150b) er notað hk. en hins vegar
er notað kk. og kvk. eftir því sem við á ef
no. er sleppt í tilteknu samhengi:
a. Ég ætla að taka þessa bók hérna
og þú mátt taka þessa (bók) þarna.
b. Afgreiðslumaður í bókabúð: Hvorn
pennann viltu?
Viðskiptavinur: Ég
vil þennan (penna).
(2-152) Áfn. hinn hefur einhvers konar andstæðumerkingu,
oft við eitthvað sem búið er að nefna með þessi
eða annar. Þá er no. oft sleppt á eftir
hinn:
a. Þessar buxur passa alveg en hinar (buxurnar) eru of
þröngar.
b. Annar innbrotsþjófurinn náðist en hinn
(innbrotsþjófurinn) slapp.
(2-153) Hvaða merkingarmunur er á þessum dæmum:
a. Eyvindur var ekki eins og hinir útilegumennirnir.
b. Eyvindur var ekki eins og aðrir útilegumenn.
(2-154) Ath. líka þessi dæmi:
a. Þú ert ekki eins og hinir.
b. Þú ert ekki eins og aðrir.
(22) Þrátt fyrir þetta samspilorðanna annar og hinn er annar yfirleitt ekki talið til áfn. heldur ófn.
(2-155) Ath. notkun hk. hitt í tengslum við skýringarsetningar:
Ég veit ekki hvort
hann er heima en hitt veit ég, [að atgeir hans er heima]
(2-156) Áfn. sá hefur talsvert aðra vísunareiginleika
en þessi og hinn og getur yfirleitt ekki haft bendivísun
á sama hátt og þessi og hinn
[Aðstæður: Sigga og Gunna eru enn úti í
sjoppu og panta sér ís með dýfu. Afgreiðslumaðurinn
afgreiðir Siggu fyrst og býr sig síðan undir að
ganga frá ísnum fyrir Gunnu:]
Gunna: a. Settu kókos
á þennan (ís).
b. Settu kókos á hinn (ísinn).
c. *Settu kókos á þann (ís).
(2-157) Fasta orðasambandið Sá er góður!
gæti virst vera undantekning frá þessu, en þar
hefur
sá þó varla venjulega merkingu heldur
merkir það frekar 'þessi':
[Aðstæður: Tvær konur fylgjast með manni lauma
heilum tómat upp í sig úr grænmetiskæli
verslunar.]
Önnur konan: Sá
er góður! (Gæti líka sagt: Þessi
er góður!)
(2-158) Sá getur þó stutt sig við eftirfarandi
skýringu, t.d. tilvísunarsetningu, án endurvísunar
og þá þarf það ekki að vera hliðstætt
nafnorði:
a. Sú kona [sem ruddi brautina á sviði kvenréttinda]
var Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
b. Sá [sem aldrei hefur komið á Hornstrandir]
á mikið eftir.
(2-159) Eftirfarandi dæmi eru svolítið annars eðlis
-- sum þeirra gera meiri kröfur um undanfarandi samhengi en
önnur:
a. Sú fullyrðing [að tunglið sé úr
mysuosti] nær ekki nokkurri átt.
b. Sannleikurinn er sá [að flokkurinn hefur aldrei
skipt um skoðun í þessu efni]
c. Spurningin er sú [hvort húsbréfin muni
falla í verði]
2.4.6 Óákveðin fornöfn
(2-160) Undanfarandi listi yfir ófn. var lengri en aðrir
fornafnalistar en þó er ekki víst að hann hafi
verið tæmandi:
allur, annar,
báðir,
einhver, einn, enginn, fáeinir, hver,
hvor,
hvor
tveggja,
hvorugur,
neinn, nokkur,
sérhver,
sumur,
ýmis
[Ath. líka notkun orðanna maður og þú
sem ófn., en hér vantar umfjöllun um þau.]
(23) Sbr. líka eftirfarandi minnisvísu:
Annar, fáeinir, enginn, neinn,
ýmis, báðir, sérhver,
hvorugur, sumur, hver og einn,
hvor og nokkur, einhver.
(24) Spurning:
Hvaða málfræðileg einkenni greina ófn.
frá öðrum orðflokkum?
(25) Merkingarleg einkenni:
a. Einhvers konar afmörkun fjölda,
allt
frá allir og sérhver til fáeinir
eða enginn.
b. Sum þeirra samsvara að merkingu til svokölluðum
kvönturum
eða hæfum (e.
quantifiers) í rökfræði,
sbr. allir og alkvantarinn (alhæfirinn) (sbr. að x ...
= 'Það gildir um öll x að ...'), og einhver og
tilvistarkvantarans (tilhæfisins) (sbr. x ... = 'Það er
til a.m.k. eitt x sem það gildir um að ...').
(26) Tvö atriði sem varða beygingu:
a. Tvö þessara orða eru aðeins notuð í
fleirtölu, þ.e. báðir og fáeinir,
og ástæðan fyrir því er nokkuð augljóslega
merkingarleg.
b. Ekkert þessara orða stigbreytist eins og lýsingarorð.
Þess vegna er margur, sem er greinilega merkingarlega skylt
sumum þessara orða, líklega oftast talið til lýsingarorða.
(27) Setningarleg einkenni:
a. Öll orðin sem talin eru í (2-160) geta staðið
hliðstæð með nafnorðum og þá laga þau
sig að þeim í kyni, tölu og falli eins og hliðstæð
orð gera yfirleitt.
b. Flest hinna meintu" óákveðnu fornafna í
(2-160) fara best á undan ábendingarfornafni og lýsingarorði
í runu hliðstæðra ákvæðisorða
með nafnorði og hafa þannig ákveðinn "bás"
í þeirri runu, sbr. (2-161):
(2-161) a. Allur(ófn.) sá(áfn.) mikli(lo.)
fjöldi streymdi yfir landamærin.
b. Önnur(ófn.) þessi(áfn.) þýska(lo.)
kona kom hingað fyrir stríð.
c. Báðir(ófn.) hinir(áfn.) gulu(lo.)
bílarnir voru málaðir heima.
d. Einn(ófn.) þessi(áfn.) skeggjaði(lo.)
gaur var í hljómsveit með Geirmundi.
e. Engin(ófn.) þessi(áfn.) kollóttu(lo.)
lömb eru héðan.
f. Sumt(ófn.) þetta(áfn.) unga(lo.) fólk
hefur aldrei smakkað hákarl.
(2-162) Sumum þessara fornafna er þó eiginlegra að
taka með sér eignarfall, svokallað
hlutaeignarfall
(lat. genitivus partitivus, e. partitive genitive) -- eða
þá forsetningarlið með forsetningunni af í
sams konar merkingu:
a. Einhverjir(kk.ft.nf.) þessara(ef.ft.) manna(ef.ft.)
hafa komið hér áður.
(sbr. líka Einhverjir
af þessum mönnum ...)
b. ?Fáeinar(kvk.ft.nf.) hinna(ef.ft.) kvennanna(ef.ft.)
héldu áfram á námskeiðinu.
(frekar: Fáeinar
af hinum konunum ...)
c. Hvorug(kvk.et.nf.) þessara(ef.ft.) bóka(ef.ft.)
fæst í Bóksölunni.
(en ekki: *Hvorug af
þessum bókum ...)
d. Nokkur(hk.ft.nf.) þessara(ef.ft.) barna(ef.ft.) reyndust
ósynd.
(sbr. líka: Nokkur
af þessum börnum ...)
e. Ýmsir(kk.ft.nf.) hinna(ef.ft.) þátttakendanna(ef.ft.)
hættu keppni.
(sbr. líka: Ýmsir
af hinum þátttakendunum ...)
(28) Óeðlilegra virðist:
a. ?Einhverjir þessir menn ...
b. (?)Hvorug þessi bók ...
c. ?Nokkur þessi börn ...
(2-163) Hins vegar geta þessi ófn. staðið hliðstæð
með no. og lagað sig að þeim í kyni, tölu
og falli ef ekkert áfn. fer á milli:
a. Einhverjir(kk.ft.nf.) utanbæjarmenn(kk.ft.nf.) sváfu
undir kirkjuveggnum.
b. Ég fann hvoruga(kvk.et.þf.) lúsina(kvk.et.þf.).
d. Fyrirtækið sendi nokkrum(hk.ft.þgf.) skagfirskum(lo.)
börnum(hk.ft.þgf.) tréhesta.
(29) Spurning: Eru ófn. ekki jafn einsleitur hópur orða og oft er látið í veðri vaka?
(2-164) Spurning: Hegðar margur sér eins og ófn.
eða lo. frá setningarlegu sjónarmiði -- eða er
það kannski tvírætt?
a. Þessi mörgu gulu blóm settu svip á
garðinn.
b. Mörg þessi gulu blóm voru mjög falleg.
(2-165) Ath. í þessu sambandi að margur getur
tekið stigbreytingu þótt það standi í
stöðu ófn.:
Flest þessi gulu blóm voru mjög
falleg.
(2-166) Ýmis ófn. eiga sér samhljóða
samsvaranir í öðrum orðflokkum:
annar: óákveðið fornafn eða töluorð
(raðtala, sbr. kafla 2.6 hér á eftir)
einn: óákveðið fornafn eða töluorð
(frumtala, sbr. kafla 2.6 hér á eftir)
hver: óákveðið fornafn eða spurnarfornafn
(eða nafnorð!)
hvor: óákveðið fornafn eða spurnarfornafn
(30) Spurning: Er hægt að finna málfræðileg rök fyrir því að greina þessi form í ólíka orðflokka?
(2-167) Merkingarmunur ófn. og samhljóða spfn. er
yfirleitt skýr:
a. Hver(ófn.) er sinnar gæfu smiður.
b. Hver(spfn.) er smiður?
c. Þeir eru hver(ófn.)/hvor(ófn.)
öðrum betri.
d. Hvor(spfn.) er betri?
e. Ég tala ekki við hvern sem er.
f. Hvern(spfn.) viltu tala við?
g. Ég get notað hvern(ófn.)/hvorn(ófn.)
þeirra sem ég get fengið.
h. Þátttakendur fengu einn poka hver(ófn.)/hvor(ófn.).
(31) Ófn. þurfa ekki að standa fremst í setningu eins og samhljóða spfn., sbr. dæmin hér á undan.
(2-168) Ófn. hver og hvor geta verið sérstæð
eða hliðstæð. Í stað hliðstæða
ófn. hver má oft (en ekki alltaf) setja ófn.
sérhver:
a. Hver/Sérhver maður hefur aðeins eitt
líf.
b. Síðan fékk hvor þátttakandi
einn poka.
c. Þetta urðu alls tíu þúsund krónur
á hvern/$sérhvern hluthafa.
(2-169) Ath. notkun hver og hvor með sinn:
a. Þeir fengu sitt *epli/eplið hver/hvor.
b. Þeir fengu hver/hvor sitt epli/(?)eplið.
c. Þau fengu sína *bók/bókina hvert/hvort.
d. Þau fengu hvert/hvort sína bók/(?)bókina.
(32) Spurning: Er merking og notkun sinn hvor/hver svo sérstæð að það ætti að kalla þetta sérstakan undirflokk fornafna, t.d. dreififornöfn?
(2-170) Ath. að þetta sinn í sinn hvor/hver
er ekki bundið því að frumlagið sé 3.p.
eins og samhljóða afn. er:
a. Við(1.p.) fengum sitt eplið hver/hvor/hvert/hvort.
b. Þið(2.p.) fenguð sína bókina
hver/hvor/hvert/hvort.
(33) Ath. að hver/hvor tekur form sitt af því
sem vísaðer til en lagar sig þó í raun ekki
að frumlagi setningarinnar:
a. Þeir (3.p.kk.ft.) fengu sitt eplið hvor/hver (kk.et.).
b. Þau (3.p. hk. ft.) tóku sína bókina
hvort/hvert (hk.et.).
(34) Ath. ennfremur þetta:
a. Það eru tveir kostir uppi varðandi orðaröð:
sína
bókina hvor/hvor sína bók(ina)
b. Gerðirnar gera ekki sömu kröfu til nærveru greinis.
(35) Niðurstaða: Notkun sinn hvor/hver er of flókin til þess að börn nái tökum á henni.
(2-171) Þeir fengu sitthvort eplið og sitthvora bókina.
(36) Hér er komið nýtt fornafn, sitthvor (stundum líka sínhvor og það lagar sig í kyni, tölu og falli að því nafnorði sem það stendur með.
(37) Fornafnasambandið hver/hvor annan er stundum kallað sérstakt fornafna, gagnverkandi fornafn (e. reciprocal pronoun), enda hefur þaðsérstaka setningafræðilega eiginleika varðandi tilvísun.
(2-172) a. Strákarnir aðstoðuðu hver/hvor
annan.
b. Stelpurnar hjálpuðu hver/hvor annarri.
c. Börnin sendu bréf hvert/hvort til annnars.
d. Við aðstoðuðum hver/hvor annan eða
hver/hvor
aðra eða hvert/hvort annað.
e. Þið hjálpuðuð hver/hvor öðrum
eða hver/hvor annarri eða hvert/hvort öðru.
(38) Kyn og tala á hver/hvor fer eftir kyni og tölu frumlagsins sem vísað er til (eða réttara sagt kyni og tölu þess sem frumlagið á við) og þá geta möguleikarnir orðið býsna margir, sbr. líka næstu dæmi:
(2-173) a. Strákarnir aðstoðuðu hver/hvor
annan.
b. Strákarnir aðstoðuðu hverjir/hvorir
aðra.
(39) Tala og kyn síðari hlutans, þ.e. annan/annarri/annars ... samsvarar tölu og kyni fyrri hlutans, þ.e. hver/hvor/hvert/hvort ... Fall síðari hlutans ræðst hins vegar af því hver fallstjórnandinn er og hvaða falli hann stjórnar. Fallið á fyrri hlutanum er hins vegar í samræmi við fall frumlags setningarinnar (þ.e. nefnifall hér) ...
(40) Reglurnar í (39) virðast vera of flóknar, þannig að mjög margir láta fyrri og seinni hlutann standa í sama falli, þ.e. andlagsfalli viðkomandi fallstjórnanda. Sé fallstjórnandinn forsetning (sbr. (2-172c)) færist fyrri hlutinn um leið aftur fyrir hana:
(2-174) a. Strákarnir aðstoðuðu hvern/hvorn(þf.)
annan(þf.).
b. Stelpurnar hjálpuðu hverri/hvorri(þgf.)
annarri(þgf.).
c. Börnin sendu bréf til hvers/hvors(ef.)
annnars(ef.).
(2-175) Hvor annan lýtur svipuðum skilyrðum um
vísun og samsetta afn. sjálfan sig:
*Strákarniri segja [að þú verðir
að hjálpa hver/hvor öðrumi ]
(2-176) Beyging fornafnasambandsins hvor tveggja er með ýmsu móti, stundum svona:
[sjá lesefnið sjálft!]
(41) Beygingin í (2-176) er líklega
upphafleg, þar sem tveggja er eignarfall fleirtölu sem
stýrist af fyrri hlutanum hvor. Stundum er þó
skrifað í einu lagi þótt fyrri hl. sé beygður,
þ.e. ritað er hvortveggja, hvorntveggja, hvorumtveggja,
hvorirtveggja,
hvorartveggja
o.s.frv.
(2-176)' Önnur leið er að beygja báða hlutana:
[sjá lesefnið sjálft!]
Hér er til að hlutarnir séu ritaðir í einu
lagi þótt báðir séu beygðir
(42) Loks er til að orðið sé haft alveg óbeygt og þá sagt og ritað hvortveggja (eða hvorutveggja) hvert sem fallið er á orðinu sem fornafnið stendur með eða á við: Ég þekki hvortveggja manninn (kk.þf.et.), Það stóðu verðir í hvortveggja dyrunum (kvk.þgf.ft.), Hvortveggja skærin (hk.nf.ft.) eru bitlaus.
(2-176)'' Ef hin upprunaleg merking hvor
tveggja er 'hvor (sem er) af tveimur' er eðlilegt að stundum
megi eins nota fornafnið báðir án þess
að merkingarmunur sé verulegur:
a. Hvor(kk.nf.et.) tveggja
maðurinn(kk.nf.et.) er þýskur.
b. Báðir(kk.nf.ft.)
mennirnir(kk.nf.ft.) eru þýskir.
(43) Ath. hér:
a. hvor lagar sig að nafnorðinu
sem það stendur með, þegar það er notað
hliðstætt eins og hér, og viðkomandi nafnorð stendur
þá með greini. Sama á við um báðir
eins og dæmið sýnir.
b. Nota má hvor tveggja
hliðstætt sem heild, þ.e. tveggja er í þessu
dæmi ekki látið standa sem ákvæðisorð
með eftirfarandi nafnorði í sama falli, eignarfalli. Þá
væri formið hvor tveggja mannanna (sbr. hvor mannanna
tveggja, hvor þeirra tveggja,
hvor tveggja þeirra).
(2-176)''' Þegar hvor tveggja
stendur hliðstætt getur það líka haft svipaða
merkingu og báðir:
a. Ég hitti tvær konur og
þekkti hvora tveggja.
b. Ég hitti tvær konur og
þekkti báðar.
(2-176)'''' En: Báðir
er fleirtöluorð og ótækt með orðum sem merkja
e-ð óteljanlegt:
Ég ætla að fá kaffi og te, einn pakka af hvoru
tveggja/*báðu.
(2-176)''''' Og: Báðir
er líka ónothæft með orðum sem aðeins eru
til í fleirtölu eða aðeins notuð í fleirtölu
í tilteknu samhengi:
a. Jón Arnar
fékk hvor tveggja/?*bæði verðlaunin.
b. Englendingar
og Þjóðverjar keppa á morgun og talsverð forföll
eru hjá hvorum tveggja /??báðum.
(44) Stundum er hárfínn merkingarmunur á óákveðnu fornöfnunum neinn, einhver, nokkur og enginn. Orðið neinn er þó sérstakt að því leyti að það þarf að vera valdað, þ.e. eitthvert neikvætt orð þarf að leyfa notkun þess, sbr. næstu dæmi.
(2-178) a. Átt þú einhverja
bók eftir Laxness?
b. Átt þú nokkra
bók eftir Laxness?
c. Átt þú enga
bók eftir Laxness?
d. *Átt þú neina
bók eftir Laxness?
(2-179) a. Hann hefur ekki keypt einhverja
bók eftir Laxness.
b. Hann hefur ekki keypt nokkra
bók eftir Laxness.
c. Hann hefur ekki keypt enga bók
eftir Laxness.
d. Hann hefur ekki keypt neina
bók eftir Laxness.
(45) Hver er merkingarmunurinn hér?
(46) Ath. ennfremur samur, sami,
sjálfur,
slíkur
og þvílíkur.
a. Eru þetta óákveðin
fornöfn?
b. Hvernig gætum við komist
að því?
(2-180) Ath. sjálfur, merkingu þess og stöðu
innan setningar:
a. Birgir sjálfur var ekki við.
b. Birgir var sjálfur ekki við.
c. Birgir var ekki sjálfur við.
d. Birgir var ekki við sjálfur.
(47) Hér má reyndar bæta þessum dæmum
við:
a. Sjálfur Birgir var ekki við.
b. Sjálfur var Birgir ekki við.
(48) Orðið sjálfur lagar sig í kyni, tölu og falli að því nafnorði sem það á við og ef orðið er ekki sérnafn getur það jafnvel farið á undan því:
(2-181) a. Ég hitti sjálfan ráðherrann.
b. Ég hitti ráðherrann sjálfan.
2.4.7. Tilvísunarfornöfn
(2-182) Rök gegn því að telja sem og er
til fornafna:
a. Þau beygjast ekki í kyni, tölu eða falli eins
og fornöfn gera yfirleitt.
b. Þau geta ekki verið hliðstæð eins og mörg
fornöfn geta, jafnvel þótt þau séu óbeygjanleg
(sbr. hvaða maður kom en *sem maður kom).
c. Þau geta ekki tekið með sér eignarfall eins
og mörg sérstæð fornöfn geta (sbr. hver ykkar
gerði þetta en *sem ykkar gerði þetta).
d. Þau geta ekki staðið sem eignarfallseinkunn eins og
mörg sérstæð fornöfn geta (sjá hér
á eftir).
e. Þau geta ekki staðið á eftir forsetningum eins
og öll fallorð geta (sjá hér á eftir).
(2-183) a. *Þetta er maðurinn sem/er bíl
ég keypti.
b. Hann spurði hvers bíl þú hefðir
keypt.
(2-184) a. *Þetta er konan hjá sem/er hann
bjó.
b. Ég veit ekki hjá hvaða konu hann bjó.
(49) Niðurstaða: Tilvísunarorðin sem og er hafa engin einkenni fornafna. Tilvísunarsetningar hafa hins vegar svipað einkenni og ýmsar aðrar setningar, t.d. spurnarsetningar, að í þeim er gjarna sýnileg eyða og hún samsvarar orðinu sem tilvísunarsetningin stendur með (eyður eru hér sýndar með __ líkt og áður), sbr. hér á eftir:
(2-185) a. Þetta er strákurinn sem hún saknar __
mest. (sbr. Hún saknar stráksins mest)
b. Þetta er konan sem hann bjó hjá __ (sbr. Hann
bjó hjá konunni)
(2-186) Í miðaldamáli er orðið hver
hins vegar stundum notað sem tilvísunarfornafn og hefur þá
einkenni fornafns (rétt eins og tilvísunarfornöfn í
þeim nágrannamálum sem hafa slík fornöfn):
a. Þetta er strákurinn hvers(ef.) hún saknar
mest.
b. Þetta er konan hverri hann bjó hjá.
c. Þetta er maðurinn hvers bíl ég keypti.
d. Þetta er konan hjá hverri hann bjó.
2.4.8 Yfirlit yfir setningarleg einkenni fornafna
(2-187) Atriði sem eru flestum fornöfnum sameiginleg:
a. Fornöfn eru fallorð. Þau beygjast því
í föllum og tölum. Auk þess taka flest þeirra
kynbeygingu.
b. Fornöfn eru lokaður orðflokkur.
c. Sérstæð fornöfn gegna hlutverki höfuðs
(aðalorðs) í nafnliðum.
d. Hliðstæð fornöfn gegna hlutverki ákvæðisorða
með nafnorðum í nafnliðum.
(2-188) Persónufornöfn
a. Persónufornöfn beygjast í persónum (þ.e.
það eru til ólík form persónufornafna fyrir
þrjár persónur).
b. Fornafn þriðju persónu beygist í kynjum.
c. Persónufornöfn eru jafnan sérstæð.
d. Persónufornöfn geta yfirleitt ekki verið samvísandi
við frumlag í sömu setningu.
e. Persónufornöfn þurfa ekki mállegan undanfara,
þ.e. það má oft ráða vísun þeirra
af samhengi eða aðstæðum.
(2-189) Afturbeygð fornöfn
a. Í íslensku eru aðeins til sérstök
afturbeygð fornöfn fyrir þriðju persónu.
b. Í íslensku er til afturbeygt persónufornafn
(sig) og afturbeygt eignarfornafn (sinn).
c. Afturbeygt persónufornafn er alltaf sérstætt.
Ekki er til sérstakt nefnifallsform af því og sama
form er notað í eintölu og fleirtölu.
d. Afturbeygt eignarfornafn getur verið hliðstætt eða
sérstætt. Það beygist í kyni, tölu og
falli og lagar sig að orðinu sem það stendur með
eða á við.
e. Samsett afurbeygt fornafn (sjálfan sig, sjálfa
sig, sjálft sig ...) getur ekki átt við undanfara
utan þeirrar (smæstu) setningar sem það stendur í.
f. Ósamsett afturbeygt fornafn (þar með talið
afturbeygt eignarfornafn) getur staðið í aukasetningu af
tiltekinni gerð (t.d. fallsetningu með persónubeygðri
sögn í viðtengingarhætti) og vísað til
undanfara utan hennar.
g. Afturbeygð fornöfn krefjast mállegs undanfara. Ekki
er hægt að ráða vísun þeirra af samhengi
eða aðstæðum eingöngu.
h. Samsett afturbeygt fornafn er ekki hægt að nota með
sögnum sem krefjast afturbeygðs fornafns (sögnum sem eru
skyldubundið afturbeygðar").
(2-190) Spurnarfornöfn
a. Flest spurnarfornöfn beygjast í kyni, tölu og falli.
Spurnarfornafnið hvaða er þó óbeygjanlegt.
b. Spurnarfornöfn standa oftast fremst í setningu, annaðhvort
aðalsetningu eða spurnaraukasetningu, óháð setningarlegu
hlutverki sínu (frumlag, andlag, andlag forsetningar ...).
c. Flest spurnarfornöfn geta ýmist verið hliðstæð
eða sérstæð. Spurnarfornafnið hvaða
er þó jafnan hliðstætt.
(2-191) Eignarfornöfn
a. Eignarfornöfn beygjast í kyni, tölu og falli.
b. Eignarfornöfn eru oftast hliðstæð.
c. Hliðstæð eignarfornöfn fara oftast á eftir
nafnorðinu sem þau eiga við, nema lögð sé
sérstök áhersla á þau.
d. Fari hliðstætt eignarfornafn á eftir nafnorði,
er nafnorðið oftast með greini (bíllinn minn).
Nafnorð af ákveðnum merkingarflokkum, t.d. sum skyldleikaorð,
eru þó undantekning frá þessu (móðir
mín). Fari hliðstætt eignarfornafn á undan
nafnorði er nafnorðið oftast án greinis (þinn
bíll).
e. Þegar vísað er til eiganda fyrstu persónu
fleirtölu eða annarrar persónu fleirtölu er notað
eignarfall samsvarandi persónufornafns (okkar, ykkar)
en ekki eignarfornafn.
f. Eignarfornafn þriðju persónu, sinn, lýtur
sömu notkunarreglum og (önnur) afturbeygð fornöfn. Þegar
ekki er hægt að uppfylla þær reglur er notað
eignarfall hlutaðeigandi persónufornafns (hans, hennar,
þess).
(2-192) Ábendingarfornöfn
a. Ábendingarfornöfn beygjast í kyni, tölu
og falli. Beyging þeirra er þó mjög óregluleg.
b. Ábendingarfornöfn eru mjög oft hliðstæð.
Í ákvæðisorðarunu með nafnorðum fara
þau á undan lýsingarorðum (þessi
góða súpa).
(2-193) Óákveðin fornöfn
a. Óákveðin fornöfn beygjast í kyni,
tölu og falli.
b. Flokkur óákveðinna fornafna er rýmri inngöngu
en aðrir fornafnaflokkar, en sameiginleg einkenni. Mörg óákveðin
fornöfn hafa þó merkingarleg einkenni kvantara (sbr.
allir,
enginn,
eihverjir,
sumir...).
c. Flest óákveðin fornöfn geta ýmist
verið hliðstæð eða sérstæð.
d. Hliðstæð óákveðin fornöfn skipa
sér gjarna framarlega í ákvæðisorðaröð
nafnorða (sbr. allir(ófn.) þessir(áfn.)
gulu(lo.) blettir).
e. Mörgum óákveðnum fornöfnum er eðlilegt
að vera sérstæð og taka með sér eignarfall
(t.d. hlutaeignarfall) af nafnorðum (sbr. sumar stúlknanna(ef.ft.)).
f. Sum óákveðin fornöfn hafa (eða hafa a.m.k.
haft) mismunandi form í hvorugkyni eintölu eftir því
hvort þau standa hliðstætt eða sérstætt
(sbr. eitthvert (hliðstætt) lag,
eitthvað
(sérstætt)).
g. Fornafnasambandið hvor annan lýtur sérstökum
reglum um tilvísun, sem minna á þær reglur sem
gilda um (samsett) afturbeygð fornöfn, og er því
stundum talið sérstakur undirflokkur fornafna, þ.e. gagnverkandi
fornafn.
(2-194) Tilvísunarfornöfn
a. Fornafnið hver kemur fyrir sem tilvísunarfornafn
í ritmáli, einkum á miðöldum. Það
er ekki notað í talmáli.
b. Í talmáli og í venjulegu ritmáli eru
notaðar tilvísunartengingarnar sem og er í
íslensku en ekki tilvísunarfornöfn. Þær
beygjast ekki fremur en aðrar samtengingar og þær hafa
ekki heldur nein setningarleg einkenni fallorða.
2.5 Greinir
(50) Í íslenskum málfræðibókum er gjarna sagt sem svo að til sé einn greinir, þ.e. ákveðni greinirinn hinn, og hann standi ýmist á undan lýsingarorði eða honum sé skeytt aftan við nafnorð.
(2-195) a. Laus ákveðinn greinir stendur á undan lýsingarorðum
í nafnliðum (þar sem hugtakið nafnliður
er notað um nafnorð og öll ákvæðisorð
þeirra).
b. Ákveðnum greini má skeyta við nafnorð.
(51) Spurning: Hvað fellur framan af greininum þegar honum er skeytt við nafnorð?
(2-197) Ath. samanburð ákveðna greinisins og áfn.
hinn:
a. Hið langa kvæði var frekar leiðinlegt.
(hið = greinir)
b. Hitt langa kvæðið var frekar leiðinlegt.
(hitt = ábendingarfornafn)
(2-198) Ekki gengur að nota sterka beygingu á lýsingarorði
á eftir lausum greini:
*Hið langt kvæði
var frekar leiðinlegt.
(2-199) Veikt beygð lýsingarorð á undan nafnorði
með viðskeyttum greini hafa afmarkandi merkingu en því
er ekki þannig farið um veikt beygð lýsingarorð
á eftir lausa greininum:
a. Rautt nefið glóði í kvöldsólinni.
b. ?Rauða nefið glóði í kvöldsólinni.
c. *Hið rautt nef glóði í kvöldsólinni.
d. Hið rauða nef glóði í kvöldsólinni.
(2-200) Ábendingarfornafnið hinn kallar á viðskeyttan
greini á eftirfarandi nafnorði og honum má ekki sleppa:
a. *Hitt langa kvæði var frekar leiðinlegt.
b. Hin *kona/konan er frá Akureyri.
(2-201) Hins vegar gengur ekki að hafa bæði lausan og
viðskeyttan greini í einu:
*Hið langa kvæðið var frekar leiðinlegt.
(2-202) Ákveðnin í ákv. greini tengist
því sem er þekkt, þ.e.:
a. Það sem þegar hefur verið rætt
b. Það sem er innan sjónsviðs þeirra sem
tala saman.
c. Það sem þeir sem tala saman þekkja (án
þess að það hafi verið rætt).
(52) Ath. merkingarmun eftirfarandi dæma í tengslum við "ákveðni" (þekkt/óþekkt, gamlar/nýjar upplýsingar).
(2-203) a. Ég fer í veislu á morgun.
b. Ég fer í veisluna á morgun.
(2-204) a. Hver á hund?
b. Hver á hundinn?
(2-205) a. $Tungl er fullt í kvöld.
b. Tunglið er fullt í kvöld.
05.41.11 Íslensk setningafræði Haust 2001
24.9.
Viðfangsefni:
Umræðupunktar úr fyrsta heimaverkefni
Enn um setningarleg einkenni orðflokka og orðaröð
Lesefni:
Kaflar 2.6B2.11
í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn þriðja heimaverkefnis.
Fjórða heimaverkefni afhent.
1. Umræðupunktar úr 1. heimaverkefni
(1) Spurning:
Hvernig er hægt að hugsa sér
að málfræði geti verið lýsing á
málkunnáttu málnotenda af því að
það er vitað að menn hafa mismunandi málkunnáttu?
(2) Spurning:
Ef gert er ráð fyrir að
málfræði sé lýsing á málkunnáttu
málnotenda og dæmi um setningagerðir fyrst og fremst miðuð
við það hvað sá sem semur málfræðina
telur tæakt, og e.t.v. nokkrir málhafar sem hann leitar til,
er þá ekki líklegt að það verði of
mikil slagsíða á mállýsingunni þannig
að talmáli verði gert of hátt undir höfði
og ritmálið verði útundan?
(3) Spurning:
Í fyrsta kafla Setningafræðihandbókarinnar
stendur einhvers staðar eitthvað á þá leið
að skólanemendur verði að læra að nota þolfall
með sögnum eins og vanta, langa til þess að verða
"fullfærir málnotendur við hvaða aðstæður
sem er". Er þetta ekki forskriftarmálfræði sem ekki
á heima í handbók af þessu tagi? Getur þetta
ekki ýtt undir fordóma gagnvart mismunandi málnotkun?
2. Dæmi úr köflum 2.6-2.11
2.6 Töluorð
(2-206) einn, tveir; fyrsti, annar; eining, þrenning; einfaldur, tvöfaldur, þrítugur; tvisvar, þrisvar; hundrað, þúsund
(2-207) einingin, þrennningin; tugurinn, hundraðið, þúsundið; einingar, þúsundir
(2-208) a. Einfalt glerið þoldi
ekki þennan vind.
(sbr. Þunnt glerið þoldi ekki þennan vind.)
b. Einfalda
glerið þoldi vindinn ekki eins vel og það tvöfalda.
(sbr. Þunna glerið þoldi vindinn ekki eins vel og það
þykka.)
c. Það var
bara þunnt einfalt / einfalt þunnt gler í
glugganum.
d. Þessar þrjár
þrítugu
konur náðu góðum árangri í maraþonhlaupinu.
(sbr. Þessar þrjár þriflegu konur náðu
góðum árangri í maraþonhlaupinu.)
(2-209) a. Ég hef oft/aldrei/tvisvar/þrisvar
komið til Vestmannaeyja.
b. Þú verður að lesa
þetta oft/tvisvar/þrisvar.
(2-210) Töluorð eru orð sem vísa í tölu eða röð og hafa ekki setningarleg og beygingarleg einkenni annanrra orðflokka.
(2-211) a. allar
þessar gulu hænur
ófn. áfn.
lo. no.
b. *þessar allar/öllu
gulu hænur
c. *gulu allar þessar
hænur
(2-212) a. allar
þessar þrjár
gulu hænur
ófn. áfn.
to. lo.
no.
b. *allar þrjár þessar
gulu hænur
c. *allar þessar gulu þrjár
hænur
d. *þrjár allar þessar
gulu hænur
(2-213) a. Fyrsti/*Fyrstur bíllinn
var gulur.
b. Þeir báðu hann að
vera fyrsta/*fyrstan mann.
c. Ég hitti hann *fyrstan
mann/fyrstan manna.
d. Hann var *fyrsti/fyrstur.
(2-214) a. Ég keypti fyrstu (to.)
rauðu (lo.) bókina / *rauðu (lo.) fyrstu (to.) bókina.
b. Við vorum hálfsmeyk við
þessa (áfn.) þriðju (to.) snörpu (lo.) jarðskjálftahrinu.
(2-215) a. Ég ætla að
taka þrenna nýja (lo.) skó með mér.
(* ... nýja þrenna skó)
b. Ég ætla ekki að taka
aðra skó með mér en þessa (áfn.) tvenna.
(2-216)
kk. kvk.
hk.
kk. kvk.
hk.
nf.
ein-n ein
eit-t
ein-ir ein-ar
ein
þf.
ein-n ein
eit-t
ein-a ein-ar
ein
þgf.
ein-um ein-ni
ein-u
ein-um
ef.
ein-s ein-nar
ein-s
ein-na
(2-217) a. Ég hélt ég
ætti tvenna hanska en ég finn bara þrjá.
b. Hún gaf mér eina
sokka og það var fínt því ég átti
bara einn hreinan sokk eftir.
(2-218) a. Hann keypti tvennar/*tvær
buxur.
b. Hún keppti á þrennum/*þremur
Ólympíuleikum.
(2-219) a. Þarna eru þrír
(nf.kk.) hrútar (nf.kk.), þrjár (nf.kvk.) ær
og þrjú (nf.hk.) lömb.
b. Þeir keyptu tvo (þf.kk.)
penna (þf.kk.) og tvær (þf.kvk.) bækur (þf.kvk.)
en skiluðu
þrem (þgf.hk.)
strokleðrum (þgf.hk.).
c. Þarna eru þrennir
(nf.kk.) vettlingar (nf.kk.), tvennar (nf.kvk.) buxur og þrenn
(nf.hk.) stígvél (nf.hk.)
(2-220) a. þriðji (nf.kk.)
bíllinn, þriðja (nf.kvk.) bókin, þriðja
(nf.hk.) húsið
(sbr. guli (lo.) bíllinn, gula
(lo.) bókin, gula (lo.) húsið)
b. Við sátum í nítjánda
(þgf.hk.) sæti í fjórða (þgf.kk.)
bekk (þgf.kk.) á fimmtu (þgf.kvk.) sýningu
(þgf.kvk.)
(sbr. í bláa (lo.) sætinu,
í
stóra (lo.) bekknum, á leiðinlegu(lo.)
sýningunni)
(2-221) a. Fyrsti (vb.) keppandinn
var frá Akureyri, annar (Asb.@)
keppandinn frá Ísafirði og sá þriðji
(Avb.@)
frá Egilsstöðum.
b. Guðmundur varð fyrstur
(sb.), Fannar annar (Asb.@)
og Haraldur þriðji (Avb.@).
(2-222) þriðju (kk.ft.) vettlingarnir, þriðju (kvk.ft.), þriðju (hk.ft.) skærin (hk.ft.)
(2-223) a. fjórir (nf.kk.) menn
(nf.kk.), fjórir (nf.kk.) mannanna (ef.ft.)
b. *fjögur (nf.hk.) þau (nf.hk.),
fjögur (nf.hk.) þeirra (ef.hk.)
(2-224) a. fjórða (nf.kvk.)
konan (nf.kvk.), *fjórða (nf.kvk.) kvennanna (ef.kvk.)
b. Hann(nf.kk.) varð annar (nf.kk.)
en hún (nf.kvk.) varð fyrst (nf.kvk.).
(2-225) a. einn, tveir, þrír,
fjórir, fimm ...
b. ein, tvær, þrjár,
fjórar, fimm ...
c. eitt, tvö, þrjú,
fjögur, fimm ...
(2-226) a. einn er til sem töluorð
og óákveðið fornafn
b. annar er til sem töluorð
(raðtala) og óákveðið fornafn
c. fyrstur er til sem töluorð
(raðtala) og lýsingarorð (efsta stig samsvarandi mst fyrri)
d. hundrað, þúsund,
miljón
eru til sem töluorð og nafnorð
(2-227) a. Ein (to.) kona var með
hatt og tvær (to.) með slæðu fyrir andlitinu.
b. Kona ein (ófn.) stóð
framarlega í hópnum og ... (sbr. Kona nokkur ...)
(2-228) Í fyrra varð Jón annar (to.) en nú varð einhver annar (ófn.) annar (to.).
(2-229) a. María varð fyrst
(to.,sb.), Anna önnur og Guðrún þriðja.
b. Fyrsta (to., vb.) konan kom
í mark á undan fimmta karlmanninum.
(2-230) a. Tveir aftari staurarnir voru
lausir og sá aftasti (lo.) lá reyndar alveg flatur.
b. Þrjár fyrri bækurnar
voru frekar leiðinlegar og reyndar gafst ég alveg upp við
þær tvær fyrstu (lo.).
(2-231) Ég ætla að kaupa hundrað (to.) ketti (þf.), þúsund ær (þf.) og græða miljón krónur (þf.).
(2-232) Þarna voru mörg hundruð (no.nf.ft.hk.) katta (ef.) sem hlupu á eftir þúsundum (no.nf.ft.kvk.) músa (ef.) og yfir öllu saman suðuðu miljónir (no.nf.ft.kvk.) flugna (ef.).
(2-233) a. Töluorð eru fallorð sem vísa í tölu eða röð. Þau skiptast í frumtölur (einn, tveir, þrír...) og raðtölur (fyrsti, annar, þriðji...). Líta má á partölur (einir, tvennir, þrennir, fernir) sem undirflokk af frumtölum og þær eru notaðar um pör eða með fleirtöluorðum (orðum sem eru aðeins til í fleirtölu eða aðeins notuð í fleirtölu í tiltekinni merkingu).
b. Frumtölurnar einn, tveir, þrír, fjórir beygjast í kyni og falli. Sama er að segja um partölurnar einir, tvennir, þrennir, fernir. Aðrar frumtölur eru óbeygjanlegar.
c. Raðtölurnar beygjast yfirleitt eins og veik lýsingarorð í frumstigi. Þó beygist fyrstur sterkt og fyrsti veikt en annar aðeins sterkt.
d. Frumtölurnar beygjast ekki í tölum en það gera raðtölurnar.
e. Frumtölur geta ýmist verið hliðstæðar og sambeygst nafnorðinu sem þær standa með eða verið sérstæðar og tekið með sér eignarfall af nafnorðinu. Í síðara tilvikinu standa þær þó í sama kyni og nafnorðið í eignarfallinu.
f. Raðtölur eru jafnan hliðstæðar þegar þær taka með sér nafnorð.
g. Bæði frumtölur og raðtölur geta staðið sem sagnfylling og þá laga þær sig að orðinu sem þær eiga við, á sama hátt og lýsingarorð.
h. Mörg töluorð eiga sér
samhljóma samsvaranir í öðrum orðflokkum, en
þær hafa yfirleitt talsvert önnur merkingarleg og setningarleg
einkenni.
2.7 Forsetningar
(2-234) Forsetningar eru óbeygjanleg orð sem standa með fallorðum og stýra falli (aukafalli) á þeim.
(2-235) a. Forsetningar sem alltaf stýra
þolfalli:
um, (í) gegnum, (í) kringum,
umhverfis
b. Forsetningar sem alltaf stýra
þágufalli:
að, af, andspænis, á
eftir, á móti, á undan, ásamt, frá,
gagnvart, gegn, gegnt, handa, hjá, meðfram, móti, undan,
úr
c. Forsetningar sem ýmist stýra
þolfalli
eða þágufalli (yfirleitt í ólíkri
merkingu):
á, eftir, fyrir, í, með,
undir, við, yfir
d. Forsetningar sem stýra eignarfalli:
auk, án, (á) meðal,
(á) milli, vegna
(2-236) Þolfall er fremur notað
um hreyfingu en þágufall um dvöl:
Hún skrapp á ballið
(þf.) og var á ballinu (þgf.).
Ég fór í skólann
(þf.) og var í skólanum (þgf.).
Hundurinn skreið undir borðið
(þf.) og lá undir borðinu (þgf.).
Við hengdum myndina yfir stólinn
(þf.) og hún hékk yfir stólnum (þgf.).
(2-237) a. Kvæðið er eftir
hann (þf.). Ég tók eftir honum (þgf.).
b. Gerðu þetta fyrir
mig (þf.). Þú ert fyrir mér (þgf.).
c. Stelpan kom með kærastann
(þf.). Stelpan kom með kærastanum (þgf.).
d. Konan talaði við mig
(þf.). Konan brosti við mér (þgf.).
(2-238) a. Þeir fóru síðan
til
(fs.) [allra (ef.) gömlu (ef.) ættingjanna (ef.) ] eftir hádegið.
b. Til (fs.) [allra (ef.) gömlu
(ef.) ættingjanna (ef.)] fóru þeir síðan
eftir hádegið.
c. Þeir tóku til (ao.)
[alla (þf.) gömlu (þf.) skjalapakkana (þf.)] eftir
hádegið.
d. *Til (ao) [alla (þf.)
gömlu (þf.) skjalapakkana (þf.)] tóku þeir
eftir hádegið.
(2-239) a. Þótt megineinkenni forsetninga sé það að stýra falli kemur fyrir að samhljóma orð virðast ekki stýra neinu falli. Spurningin er þá hvort þar sé um að ræða einhvers konar liðfellt samband (undanskilið fallorð eða nafnlið) eða þá atviksorð.
b. Þótt atviksorð stýri yfirleitt ekki falli kemur fyrir að orð samhljóma næsta augljósum atviksorðum stýra falli. Spurningin er þá hvort þar sé um að ræða fallstýringu atviksorðs eða þá forsetningu sem er samhljóma atviksorði (sbr. t.d. dæmi um samhljóma fornöfn af ýmsum flokkum hér á undan, m.a. ófn. hver, spfn. hver.
c. Þótt aukaföllum sé yfirleitt annaðhvort stjórnað af áhrifssögnum eða forsetningum eru þó til svokallaðir aukafallsliðir, þ.e. fallorð í aukafalli sem ekki virðast hafa neinn sýnilegan fallvald.
(2-240) a. Báturinn er kominn að
landi.
b. Báturinn er kominn að.
c. Hann er búinn að gera að
aflanum.
d. Hann er búinn að gera að.
e. Þeir ýttu bátnum
frá
bryggjunni og héldu til hafs.
f. Þeir ýttu bátnum
frá
og héldu til hafs.
(2-241) a. Sjómaðurinn borðaði
matinn og skellti sér svo á sjóinn.
b. Sjómaðurinn borðaði
___ og skellti sér svo á sjóinn.
c. Hann ýtti bátnum
frá landi og hélt til hafs.
d. Hann ýtti ___ frá
landi og hélt til hafs.
(2-242) austan, handan, innan, ofan, neðan, norðan, sunnan, vestan
(2-243) a. Sumarbústaður Jóhannesar
stendur austan árinnar (ef.).
b. Það er meiri skógur
handan
vatnsins (ef.).
c. Hestarnir eiga að vera innan
girðingar
(ef.).
(2-244) a. Austan árinnar
(ef.) stendur sumarbústaður Jóhannesar.
b. Handan vatnsins (ef.) er meiri
skógur.
c. Innan girðingar (ef.) eiga
hestarnir að vera.
(2-245) fram, heim, inn, niður, upp, út
(2-246) a. Fjöldi hestamanna reið
fram
heiðina (þf.).
b. Nokkrir bílar óku heim
afleggjarann (þf.).
c. Hávær krakkaskari hljóp
inn
ganginn (þf.).
d. Þrír boltar rúlluðu
niður
stigann (þf.).
e. Hreindýr þustu upp
fjallshlíðina (þf.) í langri halarófu.
f. Bátur leið út
fjörðinn (þf.) undir fullum seglum.
(2-247) a. (?)Fjöldi hestamanna reið
heiðina (þf.).
b. Nokkrir bílar óku afleggjarann
(þf.).
c. ?Hávær krakkaskari hljóp
ganginn (þf.).
d. *Þrír boltar rúlluðu
stigann (þf.).
e. *Hreindýr þustu fjallshlíðina
(þf.) í langri halarófu.
f. *Bátur leið fjörðinn
(þf.) undir fullum seglum.
(2-246) a. Fram heiðina (þf.)
reið fjöldi hestamanna.
b. Heim afleggjarann (þf.)
óku nokkrir bílar.
c. Inn ganginn (þf.) hljóp
hávær krakkaskari.
d. Niður stigann (þf.)
rúlluðu þrír boltar.
e. Upp fjallshlíðina
(þf.) þustu hreindýr í langri halarófu.
f. Út fjörðinn
(þf.) leið bátur undir fullum seglum.
(2-247) í gegnum eða gegnum, í kringum eða kringum, á meðal eða meðal, á milli eða milli
(2-248) fyrir austan, fyrir handan, fyrir innan, fyrir ofan, fyrir neðan, fyrir norðan, fyrir sunnan, fyrir vestan
(2-249) a. Hann var fyrir sunnan
Fríkirkjuna (þf.).
b. Hann var fyrir Fríkirkjuna
(þf.).
c. Hann var sunnan Fríkirkjunnar
(ef.).
(2-250) a. Við fórum á
stefnumótin fyrir sunnan Fríkirkjuna (þf.).
b. Fyrir sunnan Fríkirkjuna
(þf.) fórum við á stefnumótin.
2.8 Atviksorð
2.8.0 Inngangur
(2-251) Atviksorð eru óbeygjanleg orð sem tákna gjarna hvar eitthvað á sér stað (staðaratviksorð), hvenær það gerist (tíðaratviksorð), hvernig eitthvað er gert (háttaratviksorð), eru notuð til áherslu (áhersluatviksorð), spyrja um stað, tíma eða hátt (spurnaratviksorð) eða tákna neitun (neitunin ekki).
(2-252) a. Ég hef ekki lesið
bókina.
b. Ég las ekki bókina.
c. Ég las bókina ekki.
(2-253) Því er ekki þannig farið að ég hafi lesið bókina.
(2-254) a. Ég las ekki bókina
og blaðið.
b. Ég las bókina og ekki
blaðið.
(2-255) Því er ekki þannig
farið að ég hafi lesið bókina og blaðið.
2.8.1 Staðaratviksorð
2.8.2 Tíðaratviksorð
2.8.3 Háttaratviksorð
2.8.4 Áhersluatviksorð
2.8.5 Spurnaratviksorð
2.8.6 Setningaratviksorð
2.8.7 Agnir
2.8.8 Önnur smáyrði
2.9 Samtengingar og nafnháttarmerki
(2-i) Samtengingar eru óbeygjanleg
orð sem hafa það hlutverk að tengja setningar eða
setningarliði.
2.9.1 Aðaltengingar
(2-ii) Aðaltengingar nefnast þær samtengingar sem geta tengt aðalsetningar. Sumar þeirra geta líka tengt einstaka setningarliði, þar með taldar hliðskipaðar aukasetningar. Helstu aðaltengingar í íslensku eru taldar og, en, eða, ellegar, enda.
(2-iii) a. [Bóndinn sleppti kúnum
út] og [þær léku við hvern sinn fingur].
b. [Nú hefur Anna týnt lyklunum]
eða
[María hefur skipt um skrá].
c. [Kýrnar léku við
hvern sinn fingur] en [boli varð að vera inni].
d. [Ég komst ekki inn] enda
[hef ég enga lykla].
(2-iv) a. Fáninn er rauður og
hvítur.
b. Ég ætla að fá
kaffi eða te.
c. Hann segir [[að Guðmundur hafi
keypt sér hús] og [(að) hann ætli að
flytja í vor]].
2.9.2 Aukatengingar
(2-v) Skýringartenginginað
tengir skýringarsetningar, en þær teljast til
svonefndra
fallsetninga af því að þær
hafa svipað hlutverk innan setninga og fallorð (eða nafnliðir
réttara sagt):
a. Hún segir [að tunglið
sé úr osti].
b. Við töluðum um [að
það gæti ekki verið rétt].
(2-vi) Spurnartengingin hvort
tengir spurnarsetningar, en þær teljast líka
til fallsetninga:
Hann spurði [hvort tunglið
væri úr osti].
(2-vii) Tilvísunartengingarnarsem
og er tengja tilvísunarsetningar:
a. Þetta er strákurinn [sem
át refinn].
b. Ég þekki engan [er
vill
sinna þessu].
(2-viii) Atvikstengingar tengja
atvikssetningar, en þeim er oft skipt í ýmsa flokka
eftir merkingu (sjá nánar í 7. kafla). Í sumum
tilvikum eru þær samsettar úr fleiri orðum:
a. Lóan kemur [þegar
snjóa leysir]. [tíðartenging]
b. Lóan kemur [ef snjóa
leysir]. [skilyrðistenging]
c. Lóan kemur ekki alltaf [þótt
snjóa leysi]. [viðurkenningartenging]
d. Lóan kveður [svo að
snjórinn fari] [tilgangstenging]
e. Lóan kvað [svo að
snjórinn
fór] [afleiðingartenging]
f. Snjórinn fór [af því
að lóan kvað] [orsakartenging]
f. Spóinn syngur ekki [eins
og lóan syngur] [samanburðartenging]
(2-ix) a. Jón er stærri en
ég.
b. Þú ert eins og
jólasveinn.
(2-x) Jón er stærri en ég er.
(2-xi) a. Hanni er alveg eins
og pabbi sinni.
b. Hanni er alveg eins og pabbi
hansi.
(2-xii) Hanni er [alveg eins
og pabbi hansi er].
(2-xiii) *Hann er alveg eins og pabbi sinn
er.
2.9.3 Nafnháttarmerki
(2-xiv) a. Hann lofaði [að
(skýr.teng.) hann færi (vh.) ekki strax].
b. Hann lofaði [að (nhm.)
fara (nh.) ekki strax].
2.10 Upphrópanir
(2-xxx) a. Æ, nú hef
ég gleymt vasahnífnum!
b. Ó, þarna slitnaði
spottinn!
2.11 Lokaorð um setningarleg einkenni
orðflokka
05.41.11 Íslensk
setningafræði
Haust 2001
1.10.
Viðfangsefni: Úrlausnum skilað. Umræða
um framhaldið.
Formgerð setningarliða og orðaröð.
Lesefni:
3. kafli í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn þriðja heimaverkefnis.
Fjórða heimaverkefni afhent.
1. Úrlausnum skilað.
2. Umræða um framhaldið
3. Formgerð setninga og orðaröð
3.0 Inngangur
(1) Kærasti Bjarkar seldi gamla bílinn um daginn.
3.1 Setningar skiptast í setningarliði
3.1.1 Hugmyndir um skiptingu setninga í smærri hluta
(2)a. Heilum setningum má skipta í smærri
hluta. Þessir hlutar eru gerðir úr setningarliðum.
b. Setningarliðir skiptast í nokkra flokka
eftir gerð, t.d. nafnliði, forsetningarliði.
c. Setningarliðir hafa mismunandi hlutverk innan
setninganna, setningarhlutverk.
Sumir nafnliðir gegna
t.d. hlutverki frumlags, aðrir hlutverki andlags.
d. Setningarliðir gegna líka mismunandi
merkingarhlutverki
innan setninga.
Þannig gegnir frumlag
stundum hlutverki geranda en alls ekki alltaf.
Það fer m.a. eftir
merkingareðli aðalsagnarinnar sem í hlut á og einnig
eftir því
hvort setningin er í
germynd eða þolmynd til dæmis.
(3) Gísli, Eiríkur og Helgi keyptu gráa hryssu fyrir nokkrum árum.
(4) [Gísli, Eiríkur og Helgi] keyptu [gráa hryssu] [fyrir nokkrum árum].
(5) Fyrir nokkrum árum keyptu Gísli, Eiríkur og Helgi gráa hryssu.
(6) (?)Gráa hryssu keyptu Gísli, Eiríkur og Helgi fyrir nokkrum árum.
(7)a. Gísli, Eiríkur og Helgi keyptu gráu hryssuna
fyrir nokkrum árum.
b. Gráu hryssuna keyptu Gísli,
Eiríkur og Helgi fyrir nokkrum árum.
(8) a. Gísli, Eiríkur og Helgi keyptu þessa gráu
hryssu fyrir nokkrum árum.
b. Þessa gráu hryssu keyptu
Gísli, Eiríkur og Helgi fyrir nokkrum árum.
(9) a. Gísli, Eiríkur og Helgi keyptu gráa hryssu
fyrir nokkrum árum.
b. Fyrir nokkrum árum keyptu Gísli,
Eiríkur og helgi gráa hryssu ___.
(10) a. Þeir fluttust til Ameríku fyrir aldamót.
b. Til Ameríku
fluttust þeir ___ fyrir aldamót.
c. Fyrir aldamót
fluttust þeir til Ameríku ___ .
(11) a. Gísli, Eiríkur og Helgi keyptu gráa hryssu
fyrir nokkrum árum.
b. *Hryssu fyrir
keyptu Gísli, Eiríkur og Helgi gráa ___ nokkrum árum.
c. *Keyptu gráa
Gísli, Eiríkur og Helgi ___ hryssu fyrir nokkrum árum.
d. *Og Helgi keyptu
Gísli, Eiríkur ___ gráa hryssu fyrir nokkrum árum.
(12) a. Þeir fluttust til Ameríku fyrir aldamót.
b. *Fluttust til
þeir ____ Ameríku fyrir aldamót.
c. *Ameríkufyrir
fluttust þeir til ____ aldamót.
(13) Ef hægt er að flytja bút úr setningu til
í einu lagi er það merki þess
að búturinn myndi
sérstakan setningarlið.
(14)a. Þeir keyptu [þessar fjórar erlendu bækur]
í Kolaportinu.
b. [Þessar fjórar
erlendu bækur] keyptu þeir ___ í Kolaportinu.
c. Þeir skrifuðu
ritdóma [um allar þessar bækur] í Skírni.
d. [Um allar þessar
bækur] skrifuðu þeir ritdóma ___ í Skírni.
e. Við hittum [höfund
bókanna] í boðinu.
f. [Höfund bókanna]
hittum við ___ í boðinu.
g. Þeir höfðu
gefið út [bækur eftir Guðrúnu frá Lundi].
h. [Bækur eftir Guðrúnu
frá Lundi] höfðu þeir gefið út ___ .
i. Þau fundu ekki
[húsið sem skáldið fæddist í].
j. [Húsið sem
skáldið fæddist í] fundu þau ekki ___.
k. [Sömu prentvillurnar]
koma fyrir [í öllum þessum bókum].
l. [Í öllum
þessum bókum] koma [sömu prentvillurnar] fyrir ___.
m. [Lögin eftir Inga
T.] tókust [mjög vel] til dæmis og eins lögin eftir
Björgvin.
n. [Mjög vel] tókust
[lögin eftir Inga T.] ___ til dæmis og eins lögin eftir
Björgvin.
o. Mér fundust hins
vegar þessi útlendu nútímalög [ákaflega
leiðinleg].
p. [Ákaflega leiðinleg]
fundust mér hins vegar þessi útlendu nútímalög
___.
(15)a. Útvarpsstöðin spilaði oft þetta nýja
lag eftir hljómsveitina.
b. Útvarpsstöðin
spilaði oft þetta nýja lag eftir hádegið.
(16)a. Þetta nýja lag eftir hljómsveitina
spilaði útvarpsstöðin oft ___.
b. *Þetta nýja
lag eftir hádegið spilaði útvarpsstöðin
oft ___.
(17)a. Útvarpsstöðin spilaði oft [þetta nýja
lag [eftir hljómsveitina]].
b. Útvarpsstöðin
spilaði oft [þetta nýja lag] [eftir hádegið].
(18)a. ?*[Eftir hljómsveitina] spilaði útvarpsstöðin
oft [þetta nýja lag ___].
b. [Eftir hádegið]
spilaði útvarpsstöðin oft [þetta nýja
lag] ___ .
(19) Við hittum strákinn á bensínstöðinni þegar við fórum í bæinn.
(20)a. Við hittum [NL strákinn [FL
á bensínstöðinni] ] þegar við fórum
í bæinn.
b. Við hittum [NL
strákinn] ] [FL á bensínstöðinni]
þegar við fórum í bæinn.
(21) Strákinn á bensínstöðinni hittum
við ___ þegar við fórum í bæinn.
3.1.3 Meira um rök fyrir liðskiptingu
(22)a. Útvarpsstöðin spilaði oft þetta nýja
lag eftir hljómsveitina.
b. Útvarpsstöðin
spilaði oft þetta nýja lag eftir hádegið.
c. Hún sýndi
litla stráknum stóra dúkkuhúsið
sitt.
d. Hún sýndi
Stebba stóra litla dúkkuhúsið sitt.
(23) a. Ef unnt er að flytja setningarbút
til í einu lagi
þá hlýtur þar að vera um að ræða
sérstakan setningarlið.
b. Ef tiltekin orðaruna
í setningu myndar ekki sérstakan setningarlið
þá er ekki hægt að flytja hana til í einu
lagi.
(24)a. Þau lásu um [dauðan(kk.et.þf.) hest(kk.et.þf.)]
b. Þau lásu
um [tvo(kk.ft.þf.) dauða(kk.ft.þf.) hesta(kk.ft.þf.)]
c. Þau lásu
um [þessa(kk.ft.þf.) tvo(kk.ft.þf.) dauðu(kk.ft.þf.)
hesta(kk.ft.þf.)]
d. Þau lásu
um [alla(kk.ft.þf.) þessa(kk.ft.þf.) fjóra(kk.ft.þf.)
dauðu(kk.ft.þf.) hesta(kk.ft.þf.)]
(25)a. Þau sögðu frá [frægri(kvk.et.þgf.)
konu(kvk.et.þgf.)]
b. Þau sögðu
frá [einni(kvk.et.þgf.) frægri(kvk.et.þgf.) konu(kvk.et.þgf.)]
c. Þau sögðu
frá [þessari(kvk.et.þgf.) einu(kvk.et.þgf.) frægu(kvk.et.þgf.)
konu(kvk.et.þgf.)]
(26) Hún sýndi Stebba(kk.et.þgf.) stóra(kk.et.þgf.) lítið(hk.et.þf.) dúkkuhús(hk.et.þf.).
(27)a. Stelpan hefur [hitt strákinn(þf.)]
b. Stelpan hefur [strítt
stráknum(þgf.)]
c. Stelpan hefur [saknað
stráksins(ef.)]
(28)a. [Sonur bakarans(ef.)] hitti [dóttur bóndans(ef.)]
b. Hann fór [frá
Hafnarfirði(þgf.)] [til Keflavíkur(ef.)] [um daginn(þf.)]
(29)a. Maístjarnan vakti mikla athygli á tónleikunum.
b. Maístjarnan og
[þetta nýja lag eftir hljómsveitina] vöktu mikla
athygli á tónleikunum.
c. *Maístjarnan og
[þetta nýja lag eftir hádegið] vöktu mikla
athygli á tónleikunum.
(30)a. Merkingarlegar vísbendingar.
b. Tilfærslur liða
(aðeins má færa liði).
c. Sambeygingu (sambeyging
er algeng innan nafnliða).
d. Fallstjórn (orð
sem stýrir falli á öðru tilheyrir gjarna sama lið
og það).
e. Samtenging með og
(unnt er að tengja liði sem eru sama eðlis
og hafa sama hlutverk innan setninga).
3.2 Setningarleg einkenni orða og gerð setningarliða
3.2.0 Inngangur
(31) [FL forsetning [NL sérstætt
fornafn eða nafnorð með ákvæðisorðum ]]
(32)
FL
2
fs
NL
(33) FL -> fs
NL
3.2.1 Nafnliðir
(34)a. Nafnorð geta verið höfuð (aðalorð) nafnliðar.
b. Í nafnliðum fara nafnorð á
eftir ákvæðisorðum af ýmsu tagi
(t.d. lýsingarorðum,
töluorðum, ábendingarfornöfnum).
c. Í nafnliðum geta nafnorð tekið
með sér forsetningarliði eða heilar setningar
(t.d. tilvísunarsetningar,
skýringarsetningar, spurnarsetningar eða nafnháttarsambönd)
til frekari afmörkunar
og fara þá á undan þeim.
d. Í sjálfgefinni orðaröð
fara nafnorð á undan eignarfallseinkunnum
og eignarfornöfnum
sem eiga við þau.
(35) [undanfarandi ákvæði af ýmsu tagi -- höfuð -- eftirfarandi ákvæði af ýmsu tagi]
(36)a. lýsingarorð, eitt eða fleiri: hvítur
snjór, gamalt íslenskt lag
b. töluorð: þrjár
bækur; þrjú íslensk lög
c. ábendingarfornafn:
þessi
bók; þetta íslenska lag;
þessi
þrjú íslensku lög
d. óákveðið
fornafn: allir Íslendingar; öll íslensk
lög; öll þessi þrjú íslensku
lög
(37)a. [mynd, sjá kaflann í pdf-formi]
b.
[mynd, sjá kaflann í pdf-formi]
(38)a. Hann sýndi mér [NL bók ]
b. Hann sýndi mér
[NL skemmtilega bók].
c. Hann sýndi mér
[NL [ákaflega skemmtilega] bók]
d. Hann sýndi mér
[NL tvær [alveg ofboðslega skemmtilegar] bækur
]
(39) a. eignarfallseinkunn:
söngkona hljómsveitarinnar
b. eignarfornafn:
stóllinn þinn
c forsetningarliður:
strákurinn á bensínstöðinni
d. tilvísunarsetning:
söngkonan sem syngur með hljómsveitinni
(39) a. Þeir hittu [þessar þrjár ofsalega skemmtilegu
söngkonur
sem syngja í Sjallanum]
þegar þeir skruppu norður.
b. [Þessar þrjár
ofsalega skemmtilegu söngkonur sem syngja í Sjallanum]
hittu þeir ___ þegar þeir skruppu norður.
(40)
NL
2
ÁL
N'
2
no
FyL
(41)a. hlutaeignarfall: nokkrir mannanna; sá ykkar;
þrjár okkar
b. forsetningarliður:
nokkrir af mönnunum; þessi með hattinn
c. tilvísunarsetning:
hann [sem var áður afglapinn á torgum]
05.41.11 Íslensk setningafræði Haust 2001
Viðfangsefni: Úrlausnum
skilað.
Meira um formgerð setningarliða og orðaröð.
Lesefni:
Síðari hluti 3. kafla í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn fimmta heimaverkefnis.
Sjötta heimaverkefni afhent.
1. Aðeins meira um nafnliði
(3-41)
NL
2
ÁkvL
N'
6
2
no FyllL
6
mjög falleg mynd
af fjalli
(3-42)a. NL
b. NL
c. NL
2
2
ÁkvL
no no
FyllL
no
6
6
mjög falleg mynd
mynd af fjalli
mynd
(3-43) Persónufornöfn:
a. taka tilvísunarsetningar:
Við [sem aldrei gerum neitt af okkur] erum hissa.
Þú [sem stýrir stjarna her] ættir að líta
til mín.
Hann [sem var áður afglapi] er orðinn skáld.
b. taka forsetningarliði:
Við [í leynilögreglunni] erum seigir.
Þið [í vestunum] eruð saman í liði.
Hún [með hattinn] hefur ekki komið hér fyrr.
c. það tekur tilvísunarsetningar: Þetta
er það [sem þú þarft að gera].
d. það tekur skýringarsetningar: Þau
töluðu um það [að þú mættir sjaldan].
e. það tekur nafnháttarsambönd: Nafnorðið
getur merkt það [að hnoða].
f. það tekur spurnarsetningar: Þau spurðu
um það [hvort þú yrðir með].
(3-44) Spurnarfornöfn:
a. taka hlutaeignarfall:
Ég veit ekki hvor stelpnanna gerði þetta.
b. taka forsetningarlið í hlutamerkingu:
Ég veit ekki hver af stelpunum er líklegust.
(3-45) Ábendingarfornöfn:
a. taka hlutaeignarfall:
Sá ykkar sem syndlaus er á að kasta fyrst.
b. taka forsetningarliði:
Þessi [með hattinn] er fyndnastur.
c. taka tilvísunarsetningar:
Sá [sem er syndlaus] á að kasta fyrst.
(3-46) Óákveðin fornöfn:
a. taka hlutaeignarfall:
Nokkrir mannanna voru orðnir þreyttir.
b. taka forsetningarlið í hlutamerkingu:
Sumar [af stelpunum] voru alveg óþreyttar.
(3-47) Töluorð:
a. taka hlutaeignarfall:
Ég hitti þrjá þeirra í Fríhöfninni.
b. taka forsetningarlið í hlutamerkingu:
Kennarinn bað fjóra af nemendunum að bíða.
(3-48) Þarna er þín bók en ég finn ekki mína.
(3-49) NL
2
ÁkvL
no
6
mína
___
(3-50) NL
2
(ÁkvL)
N'
2
N
(FyllL)
(3-51)
NL
3
LL
N'
2
2
AL
lo
no
FL
2
ao
fs. NL
no
mjög
falleg
mynd af
fjalli
2. Aðrir setningarliðir
(númer skv. kaflanúmerum í handbókarhandriti)
3.2.2 Lýsingarorðsliðir
(3-52)a. lýsingarorðið tekur með sér atviksorð:
Bókin er [ofsalega skemmtileg]
b. lýsingarorðið tekur með sér
stærri atvikslið: Bókin er [[alveg
ofsalega] skemmtileg].
(3-53) ?[Ofsalega skemmtileg] er bókin ___.
(3-54)a Hún hefur víst aldrei verið [ofsalega skemmtileg].
b. [Ofsalega skemmtileg]
hefur hún víst aldrei verið ___.
Ítarefni um önnur mál:
(i) a. Þetta eru [ [ofsalega fallegar] myndir].
b. Ofsalega eru þetta [ [___ fallegar] myndir]!
(ii) a. Dette er [ [meget smukke] billeder].
b. *Meget er dette [ ___ smukke] billeder]!
(iii) a. These are [[extremely beautiful] pictures].
b. *Extremely these are/are these [[___ beautiful] pictures]!
(iv) a. Diese sind [[unglaublich schöne] Bilder].
b. *Unglaublich sind diese [[___ schöne] Bilder]!
(v) a. [Hvað marga hesta] átt þú ___ ?
b. Hvað átt þú [___ marga hesta]?
(vi) a. [Hvor mange heste] har du ___?
b. *Hvor har du [___ mange heste]?
(vii) a. [How many horses] do you have ___?
b. *How do you have [___ many horses]?
(viii)a. [Wie viele Pferde] hast du ___?
b. *Wie hast du [___ viele Pferde]?
(3-55)a. Ég keypti [ þrjár fallegar myndir].
b. Hún á [ þessa fallegu mynd ]
(3-56) Hún á [þessa mynd].
(3-57) Hún á [þessa [fallegu mynd]].
(3-58)a. Hún á [hina fallegu mynd].
b. *Hún á [hina mynd].
(3-59)a. Hún á [[ofsalega fínan] bíl].
b. *Hún á [ofsalega bíl].
(3-60) Þetta sást vel á [[hinni [ofsalega sérkennilegu]] mynd [sem Kjarval málaði]]
(3-61)a. sum lýsingarorð taka forsetningarliði:
Högni er hræddur [við ketti].
b. sum lýsingarorð taka nafnliði í aukafalli
(oftast í þágufalli eða eignarfalli):
Ólafur er líkur [litla bróður sínum].
Bókin var leiðinleg aflestrar.
c. sum lýsingarorð taka nafnháttarsambönd:
Helgi er góður [að þýða].
d. sum lýsingarorð taka með sér "götótt"
nafnháttar-
sambönd (gatið er yfirleitt á eftir forsetningu):
Þessi tónlist er þægileg [að hlusta á
___]
(3-62) a. *Þetta er [[mjög hræddur við ketti]
maður].
b. *Ég hef aldrei séð [svona líka pabba sínum]
stelpu].
c. *Mér finnst þetta [[leiðinleg aflestrar] bók].
(3-63)a. Jón er [góður maður].
b. Apinn er [líkur manni].
(3-64)a. NL
b. LL
2
2
LL no
lo
NL
lo
no
góður maður
líkur manni
(3-65)
LL
2
(ÁkvL) L'
2
lo
(FyllL)
(3-66) LL
3
AL
L'
6
3
lo
FL
2
fs NL
no
alveg ofsalega
hræddur við
ketti
3.2.3 Forsetningarliðir
(3-67) a. Þeir hittu [í mark]
b. Þeir hittu [beint í mark]
c. Þeir hittu [[býsna beint] í mark]
(3-68) a. Húsið stóð [á brúninni]
b. Húsið stóð [fremst á brúninni]
c. Húsið stóð [[alveg fremst] á brúninni]
(3-69) a. [Á brúninni] stóð húsið.
b. [Fremst á brúninni] stóð húsið.
c. [[Alveg fremst] á brúninni] stóð húsið.
(3-70) a. FL
b.
FL
3
2
AL
F'
fs
NL
2
2
ÁkvL
ao fs.
NL
no
5
no
alveg
fremst á
brúninni
(3-71) a. Ég hef aldrei farið [FL með Jóni].
b. [FL Með Jóni] hef ég aldrei farið ___.
c. Jóni hef ég aldrei farið [FL með ___].
(3-72) a. Þeir ýttu bátnum frá.
b. Farðu frá!
c. Ég er alveg frá.
[kannski þetta sé lýsingarorð hér!]
d. Þau hlupu til og frá.
(3-73) FL
2
fs.
NL
með ___
(3-74) a.
FL
b. AL
2
fs. NL
ao.
frá ___
frá
(3-75) a. Þau bjuggust [FL við [að þetta
gengi ekki lengur] ]
b. Þeir rifust [FL um [hvor væri betri hagyrðingur
]]
c. Ég hlakka [FL til [ að fara á ballið
]]
(3-76) a. Þau bjuggust [FL við [ því
[að þetta gengi ekki lengur ] ] ]
b. Þeir
rifust [FL um [ það [ hvor væri betri hagyrðingur
] ] ]
c. Ég hlakka [FL til [ þess [ að fara á
ballið ]]]
(3-77) a. *Hún sagði mér [FL frá
[að hún væri hætt ]]
b. Hún sagði mér [FL frá [ því
[ að hún væri hætt ]]]
(3-78) a. FL
b. FL
2
2
fs.
S
fs.
NL
6
2
fn.
S
6
við
að þetta gengi ekki lengur
frá því
að hún væri hætt
3.2.4 Atviksliðir
(3-79) a. Hún söng [AL vel]
b. Hún söng [AL æðislega vel]
c. Hún söng [AL [AL alveg æðislega]
vel ]
(3-80) a. Eru til atviksorð sem stýra falli?
b. Eru til forsetningar sem stýra ekki falli?
(3-81) a. Hún stóð nærri honum.
b. Björn stóð nær Kára en hinir.
(3-82)
AL
3
AL
A'
2
2
AL
ao
ao.
NL
fn.
alveg
óskaplega nærri
henni
3.2.5. Sagnliðir
(3-83) a. SL
b.
SL
2
so.
NL
so.
(3-84) a. Jón talaði [um veðrið] forsetningarliður
sem fylliliður
b. Jón er [mjög skemmtilegur] lýsingarorðsliður
sem fylliliður
c. Jón segir [að veðrið verði gott] aukasetning
sem fylliliður
d. Jón reyndi [ að skrifa lokaritgerð í lögfræði]
nafnháttarsamband sem fylliliður
(3-85) a. Hvers konar liðir gætu verið ákvæðisliðir
inni í sagnliðum?
b. Hvernig tengjast svokallaðar hjálparsagnir við sagnliðinn?
c. Hvað á að gera við sagnir sem taka með sér
tvö andlög eða andlög og forsetningarlið?
05.41.11 Íslensk setningafræði Haust 2001
Viðfangsefni:
Enn meira um formgerð setningarliða og orðaröð.
Lesefni:
Meira úr 3. kafla í Setningafræðihandbók.
Verkefni:
Nemendur skila úrlausn sjötta heimaverkefnis.
Sjöunda heimaverkefni afhent.
[Það sem hér fer á eftir
er allt tekið beint úr 3. kafla Setningafræðihandbókar.]
3.2.5. Sagnliðir
3.2.5.0 Inngangsorð
(3-83) a.
SL
b. SL
2
so.
NL
so.
(3-84) a. Jón talaði [um veðrið]
forsetningarliður sem fylliliður
b. Jón er [mjög skemmtilegur] lýsingarorðsliður
sem fylliliður
c. Jón segir [að veðrið verði gott] aukasetning
sem fylliliður
d. Jón reyndi [ að skrifa lokaritgerð í lögfræði]
nafnháttarsamband sem fylliliður
(3-85) a. Hvers konar liðir gætu verið
ákvæðisliðir inni í sagnliðum?
b. Hvað á að gera við sagnir sem taka með sér
tvö andlög eða andlag og forsetningarlið?
c. Hvernig tengjast svokallaðar hjálparsagnir við sagnliðinn?
3.2.5.1 Frumlag sem ákvæðisliður í sagnlið
(3-86) a. Ég mun ekki hafa lesið þessa
bók fyrir prófið.
b. Ég hef ekki lesið þessa bók fyrir prófið.
c. Ég las ekki þessa bók fyrir prófið.
(3-87) a. Í nótt mun líklega
hafa rignt mikið í Öræfum.
b. Í nótt hefur líklega rignt mikið í Öræfum.
c. Í nótt rigndi líklega mikið í Öræfum.
(3-88) a. Það mun líklega hafa
rignt mikið í Öræfum í nótt.
b. Það hefur líklega rignt mikið í Öræfum
í nótt.
c. Það rigndi líklega mikið í Öræfum
í nótt.
(3-89) a. Ljósið slokknaði.
b. Ljósið hefur slokknað.
c. Ljósið mun hafa slokknað.
(3-90) a. *Grasið slokknaði.
b. *Grasið hefur slokknað.
c. *Grasið mun hafa slokknað.
(3-91) a. Frumlag setningar er í merkingarlegum
venslum við aðalsögnina en ekki hjálparsagnirnar.
b. Frumlag stendur stundum næst aðalsögn en stundum fara
hjálparsagnir
eða atviksorð á milli.
(3-92) a. Það hafa líklega einhverjir
stúdentar stolið smjörinu í gærkvöldi.
b. Í gærkvöldi hafa líklega
einhverjir stúdentar
stolið smjörinu.
(3-93) SL
2
NL
S'
2
no
so
NL
no
ég
las
bókina
(3-94) a. SL
b. SL
c. SL
2
2
so
NL
NL so
so
no
no
rigndi ormum
ég
svaf
hvessti
(3-95) a. [S Að ráðherrann
hafði ekki rakað sig] vakti athygli þingmanna.
b. [Nh Að mæta reglulega í líkamsrækt]
styrkir bein og vöðva.
(3-96) [FL Á annan tug nemenda]
féll á prófinu.
(3-97) a. SL
b. SL
c. SL
2
2
2
S
so
Nh
so
FL
so
5
5
5
Að
ráðherrann ... vakti
Að mæta ... styrkir
Á annan tug ... féll
3.2.5.2 Andlag og aðrir fylliliðir
(3-98) a. Sagnir skiptast í áhrifssagnir
(= sagnir sem taka með sér andlag)
og áhrifslausar sagnir (= sagnir sem ekki taka með sér
andlag).
b.
Sumar áhrifslausar sagnir taka með sér forsetningarliði
sem eru nátengdir þeim merkingarlega.
c.
Sumar áhrifssagnir taka með sér svokallaðar agnir
sem ekki hafa áhrif á fallstjórn þeirra.
d.
Sumar áhrifslausar sagnir taka með sér sagnfyllingu
sem er annaðhvort lýsingarorð eða nafnorð (nafnliður).
e.
Áhrifssagnir skiptast í sagnir sem taka með sér
eitt andlag og sagnir sem taka tvö andlög.
f.
Sumar sagnir geta tekið með sér heilar setningar (með
sögn í persónuhætti) sem andlag.
g.
Sumar sagnir geta tekið með sér nafnháttarsambönd
sem andlag.
(3-99)
a. SL
b. SL
c. SL
2
2
2
so
FL
so
LL
so
S
6
6
lo
talaði
um málfræði er
skemmtileg segir
að M. ...
(3-100) a. Þeir töluðu um öll
þessi merku kvæði eftir Huldu í fyrra.
b. Um öll þessi merku kvæði eftir Huldu töluðu
þeir í fyrra.
(3-101) a. Þeir lásu upp öll
þessi merku kvæði eftir Huldu í fyrra.
b. *Upp öll þessi merku kvæði eftir Huldu lásu
þeir í fyrra.
(3-102) a. *Lásu upp þeir öll
þessi merku kvæði eftir Huldu í fyrra?
b. Lásu þeir upp öll þessi merku kvæði
eftir Huldu í fyrra?
(3-103)
a. SL
b. SL
2
2
so
NL
so
NL
no
no
hitti
lækni
var
læknir
(3-104) a. Hún hefur gefið honum bók.
b. Hún hefur lagt bókina á borðið.
(3-105) a. Hún hefur lesið bókina
í rúminu.
b. Hún hefur lesið bókina eftir Guðberg.
(3-106) a. Hún hefur lesið bókina.
b. Bókina eftir Guðberg hefur hún lesið.
(3-107) a. *Hún hefur lagt bókina.
b. *Bókina á borðið hefur hún lagt.
(3-108) a. SL
b. SL
9
9
so
NL NL
so NL
FL
6
fn
no
no
gefið
honum bókina
lagt bókina
á borðið
3.2.5.3 Hjálparsagnir
(3-109) a. SL
b. SL
c. SL
2
2
2
so
SL
so SL
so
SL
2
2
so
NL
so
so
SL
no
so
mun lesa
bókina hefur sofnað
mun hafa
sofnað
(3-110) a. Hjálparsagnir taka sagnlið
sem sem fyllilið.
b. Hjálparsagnir hafa engin merkingarleg vensl við frumlag sitt
og því er enginn ákvæðisliður í
sagnlið þeirra.
3.2.5.4 Umsögn, hjálparsögn, aðalsögn og rökliðir
(3-111) a. Þær syngja.
b. Þær munu syngja.
c. Þær munu hafa sungið.
(3-112) Umsögn
er sögn í persónuhætti.
Samsett umsögn er sögn í persónuhætti
ásamt einni eða fleiri sögnum
í fallhætti. Þessar sagnir mynda allar eina heild.
(3-114) Í hverri
setningu er ein umsögn (e. predicate).
Venjulega er það aðalsögn setningarinnar sem er hin
merkingarlega umsögn.
Hjálparsagnir og aðalsögn mynda þá samsetta
umsögn.
(3-115) a. Ísinn bráðnaði.
b. Marta hljóp.
c. Móðirin kyssti barnið.
d. Mér leiðast grískir harmleikir.
e. Hún gaf honum bók.
f. Hún lagði bókina á borðið.
(3-116) a. Ísinn hefur bráðnað.
b. Marta mun hlaupa.
c. Móðirin mun hafa verið að kyssa barnið.
d. Mér hafa leiðst grískir harmleikir.
e. Hún hefur gefið honum bók.
f. Hún mun hafa lagt bókina á borðið.
(3-117) a. Það hvessti.
b. Það rigndi.
(3-118) $Hver/Hvað hvessti/rigndi?
(3-119) a. Rigndi áðan? (sbr. *Rigndi
það áðan?)
b. Í gær hvessti. (sbr. *Í gær hvessti það.)
(3-120) a. Ég tel að Jón borði
hákarl.
b. Ég tel Jón borða hákarl.
(3-121) a. Haraldur er skemmtilegur.
b. María er lík Haraldi.
3.2.6 Samantekt um setningarleg einkenni orða og gerð setningarliða
(3-122) a. Setningar skiptast í setningarliði.
b. Setningarliðir geta verið býsna margvíslegir að
gerð.
Þó er eitt aðalorð eða höfuð í
þeim öllum og því getur síðan fylgt
ákvæðisliður
eða fylliliður. Þessir ákvæðisliðir
og fylliliðir geta verið misflóknir að gerð
en yfirleitt fylgir ekki meira en einn ákvæðisliður
og einn fylliliður hverju höfði.
Þess vegna má lýsa gerð flestra setningarliða
með tvígreiningaraðferð.
c. Setningarleg (og merkingarleg) einkenni orða
ráða því í hvers konar setningarliðum
þau geta staðið, t.d. hvort þau geta tekið með
sér ákvæðisliði og fylliliði
og þá hvers konar.
d. Setningarliðir sem hafa sama form og svipaða
stöðu geta gegnt
ólíkum merkingarhlutverkum (sbr. líka nánari
umræðu í 6. kafla).
e. Setningarliðir sem hafa svipaða stöðu
geta haft ólík málfræðihlutverk
(sbr. líka nánari umræðu í 5. kafla).
3.3 Meira um sameiginleg einkenni setningarliða, liðgerðarreglur og liðgerð
3.3.1 Um liðgerðarreglur og liðgerð
(3-123) a. NL
-> (LL) no (FL)
b. LL
-> (AL) lo (NL)
c. FL
-> (AL) fs NL
d. AL
-> (AL) ao (NL)
e. SL
-> (NL) so (NL) (NL)/(FL)
(3-124) a. Nafnliður er gerður úr
nafnorði og á undan því getur staðið lýsingarorðsliður
og á eftir því verið forsetningarliður.
b. Lýsingarorðsliður er gerður
úr lýsingarorði. Á undan því gegur
farið atviksliður.
c. Í forsetningarliðum er jafnan forsetning og nafnliður.
Auk þess getur atviksliður farið á undan forsetningunni.
d. Í atviksliðum er jafnan atviksorð,
en á undan því getur farið annar atviksliður.
e. Í sagnliðum er jafnan sögn. Á undan henni getur
farið nafnliður
og henni getur fylgt nafnliður eða forsetningarliður.
(3-125) a. NL
-> so (FL)
b. SL -> fs (LL)
c. FL ->
no (SL)
(3-126) a X'
= X ZL
b XL
= YL X'
(3-127)
XL
2
YL
X'
2
X
ZL
(3-128) a. sagnorð, grunnorð sagnliðar
= S (áður so)
b. nafnorð og fornafn, grunnorð nafnliðar = N (áður
no og fn)
c. lýsingarorð, grunnorð lýsingarorðsliðar
= L (áður lo)
d. forsetning, grunnorð forseningarliðar = F (áður fs)
e. atviksorð, grunnorð forsetningarliðar = A (áður
ao)
(3-129)
SL
2
NL
S'
2
N
S NL
2
LL
N'
2
L
N
FL
2
F
NL
N
3.3.2 Lesliðir og formliðir
(3-130) Jón hefur sagt [TL að smjörið hverfi ]
(3-131)
SL
2
so
TL
2
T
sagt að
...
(3-132)
SL
2
so
TL
2
T
SL
2
NL
so
no
sagt
að
smjörið hverfi
(3-133) Jón hefur sagt [að smjörið muni hafa horfið]
(3-134) SL
2
so
TL
2
T
SL
2
NL
S'
2
no
so
SL
2
so
SL
so
sagt að smjörið
muni hafa
horfið
(3-135)
SL
2
so
TL
2
T
BL
2
NL
B'
2
no
B
SL
2
so
SL
2
NL
so
no
sagt að smjörið
hafi ___
___
horfið
3.3.3 Niðurstaða
(3-136) a. Hefðbundnar liðgerðarreglur
eru of óheftar. Þær gera ekki grein fyrir
þeim almennu lögmálum sem virðast gilda um gerð
liða, a.m.k. flestra hverra.
b. Ein leiðin til að lýsa þessum almennu lögmálum
er að segja sem svo
að allir liðir séu byggðir utan um höfuð (séu
endocentric),
séu varpanir (projections) af höfði sínu.
X-liða-kerfið (gráðukerfið)
er tilraun til að formbinda þetta. Í þeirri gerð
þess sem hefur notið mestrar hylli
er gert ráð fyrir því að gráðurnar
geti mest verið þrjár og hver grunnliður eða höfuð
geti átt sér fyllilið (e. complement) og ákvarðara
(e.
specifier).
c. Skipta má setningarliðum í lesliði
og formliði. Höfuð lesliða eru yfirleitt orð
sem hafa skýra orðmerkingu (lesmerkingu) en höfuð formliða
eru orð
sem hafa fyrst og fremst málfræðilegt hlutverk fremur
en merkingu.
Jafnvel má gera ráð fyrir að sumir formliðir
hafi höfuð sem ekki er endilega
fyllt af tilteknu orði í grunnformi setningarinnar heldur geti
tekið við orðum (höfðum)
sem má "flytja" þangað.
3.4 Nánar um gerð nafnliða
3.4.1 Forsvið nafnliðarins
(3-137) [ Öll
þessi fjögur
fróðlegu erindi ] koma út í bók.
ófn áfn
to lo
no
(3-138)
ÓfnL
2
ófn
ÁfnL
2
áfn
ToL
2
to
LL
2
lo
NL
no
öll þessi
fjögur fróðlegu erindi
(3-139)
NL
3
LL
no
2
ToL
lo
2
ÁfnL
to
2
ÓfnL
áfn
ófn
öll
þessi fjögur
fróðlegu erindi
(3-140) a. Fjögur ákaflega
fróðleg erindi ...
b. Öll þessi ákaflega fróðlegu erindi ...
(3-141)
a. NL
b.
NL
3
3
ToL
no
ÁfnL
no
2
2
to
LL
ÓfnL
Áfn'
2
2
AL
lo
ófn áfn
LL
2
ao
AL
lo
ao
fjögur ákaflega fróðleg
erindi
öll þessi ákaflega
fróðlegu erindi
(3-142)
ÁL (DP)
2
Á (D) ML (QP)
3
AL
M'
2
ao
M
LL
2
AL
L'
2
ao lo
NL
no
these exceedingly many very
beautiful women
(3-143)
NL
3
GrL
no
2
gr
LL
2
AL
lo
ao
hin geysilega
fagra mynd
(3-144)
GrL
3
gr
LL
3
AL
L'
2
ao
lo
NL
no
hin geysilega fagra
mynd