Margrét Jónsdóttir
(1893-1971)

Lífshlaup
Kennari
Ritstjóri
Rithöfundur
Ljóđ Margrétar
Heimildaskrá

Viđ val á viđfangsefni fór ég á fund afa míns sem er fćddur áriđ 1914. Hann kom međ ýmsar tillögur en talađi ţó mest um Margréti Jónsdóttur. Viđ ţađ ađ heyra frásögn hans af henni varđ mér ljóst ađ hún yrđi fyrir valinu. Viđ söfnun heimilda kom í ljós ađ lítiđ efni er til um hana sem persónu en ţeim mun meira liggur eftir hana sem skáldkonu. Auk ţess ađ rćđa viđ afa minn, fletti ég gömlum Ćskublöđum og fór á bókasöfn.
 
Höfundur: Elín Guđbjörg Bergsdóttir
Lífshlaup
Margrét Jónsdóttir var skáldkona og kennari. Hún var fćdd 20. ágúst 1893 og lést ţann 9. desember 1971, 78 ára ađ aldri.

Margrét fćddist ađ Árbć í Holtum og ólst upp á Suđurlandi. Hún var námsfús og starfsöm. Í grein sem birtist í Ćskunni 1953 í tilefni af 60 ára afmćli hennar var henni lýst ţannig, hún var ,,augasteinn móđur sinnar og hugljúf hverjum sem kynntist henni.” Margrét kynntist mörgum sem barn, ţví ađ móđir hennar vann á ýmsum heimilum til lengri eđa skemmri tíma, einkum ţar sem húsmóđirin hafđi veikst eđa látist (Jarţrúđur Einarsdóttir, 1953: 87).
Ţađ var enginn barnaskóli í sveitinni en móđir Margrétar kenndi henni og hún var orđin lćs fjögurra ára, enda var hún bráđţroska. Hún fór í Kvennaskólann í Reykjavík 17 ára og lauk ţar námi međ miklum ágćtum. Heitasta ósk móđur hennar var ađ veita Margréti sinni gott uppeldi og menntun. Ţćr fluttu saman til Reykjavíkur og bjuggu saman lengi vel, ađ Ţorfinnsgötu 4 (Jarţrúđur Einarsdóttir, 1953: 87).

Margrét starfađi fyrst ađ kennslustörfum og verslunarstörfum, en einnig sveitastörfum á sumrin og gerđi hún allt vel sem hún tók sér fyrir hendur (Jarţrúđur Einarsdóttir, 1953: 87).
Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og upp frá ţví má segja ađ hún hafi einbeitt sér ađ uppeldismálum í gegnum kennslu, ritstörf og félagsmál.
Eftir ađ Margrét lauk kennaraprófi starfađi hún í 18 ár viđ barnaskóla Reykjavíkur, lengst af viđ Austurbćjarskólann, ţangađ til hún lét af störfum vegna veikinda áriđ 1945. Samhliđa kennslu var hún ritstjóri Ćskunnar frá 1928 til 1942. ,,Var hún farsćl viđ kennslustörf sín og mikils metin, bćđi af nemendum og samverkamönnum.” (Jarţrúđur Einarsdóttir, 1953: 87).
Eftir ađ hún náđi heilsu ađ mestu aftur skrifađi hún margar bćkur, ţar á međal bćkurnar um Toddu.
Loks vann Margrét viđ Ţjóđminjasafniđ árin 1952 til 1959 og sumrin 1960 og 1961. Hún var búsett í Reykjavík til dánardags (Ólafur Ţ. Kristjánsson, 1985)

Margrét giftist Magnúsi Pétursyni kennara, 26. september 1959. Magnús var fćddur 26. febrúar 1890 og hann lést 17. október 1976. Hann átti fimm börn međ fyrri eiginkonu sinni Guđrúnu Bjarnadóttur sem lést 4. nóvember 1952. (Ólafur Ţ. Kristjánsson, 1985).
Upp
 

Kennari
Ég rćddi viđ Sigurđ Guđmundsson, afa minn, og spurđi hann um Margréti, en hún var kennari í Miđbćjarskólanum ţegar hann var nemandi ţar snemma á síđustu öld. Afi lýsti barnaljóđunum hennar sem fallegum kvćđum og lýsti henni sem feitlaginni myndarlegri konu og fannst hún góđur kennari. Hann sagđi hana dálítiđ ţekkta sem skáldkonu á ţessum árum. Honum fannst sem hún virtist ekki mjög lífsglöđ, ađ hún lifđi persónulega frekar í einsemd. Í hans huga var allt lífsstarf hennar uppeldismál ţó hún hafi ekki veriđ í fremstu víglínu (Sigurđur Guđmundsson, 2005).
Upp
 
Ritstjóri
Ný ritstjórn tók viđ Ćskunni 1928, tveir ungir kennarar, Guđmundur Gíslason og Margrét Jónsdóttir. Margrét gerđi margt fyrir blađiđ og ţýddi ótal sagna til dćmis Töfrafiđluna, Umskiptinginn og Verkalaunin svo örfáar séu nefndar.

Hún skrifađi međal annars litla grein um Ástu Jóhannesdóttur sundkonu. Hún hafđi synt frá Viđey til Reykjavíkur, 4 km á einni klukkustund og 55 mínútum. Margrét hvatti ungar stúlkur til ađ stunda sund. Hún sagđi ađ ţađ vćri gaman fyrir íslenskar telpur ađ vita, ađ svo langt geta ţćr einnig komist í sundíţróttinni.
Svo virđist ađ í skrifum sínum hafi hún veriđ ađ hvetja börn, ţá helst stúlkur, til náms og frama. Einnig til ađ forvitnast um heiminn og fjarlćg lönd.
Í blađinu var alls konar frćđslu komiđ fyrir á milli sagnanna og ljóđanna, til dćmis um sjávarfiska og í raun alls konar dýr. Ţar var kynning á mismunandi löndum međ myndum til dćmis af indverskri soldánshöll, inúítum, frá nýju Guineu í Ástralíu og af börnum í vesturheimi. Blađiđ sagđi frá mismunandi menningu, sýndi mćđur međ börn sín af ýmsum ţjóđflokkum og mismunandi skólahald víđs vegar um heiminn.

Margrét lét sér alla tíđ annt um Ćskuna og hafđi í erfđarskránni gefiđ Ćskunni útgáfurétt og höfundarétt ađ öllum ritverkum sínum, prentuđum og óprentuđum. Ţannig tryggđi hún ţađ ađ börn Íslands gćtu notiđ gagns og gleđi af ritverkum sínum enn um ókomin ár (Grímur Engilberts, 1972: 21).
Upp
 

Rithöfundur

Margrét var afkastamikill rithöfundur og skrifađi og ţýddi fjölmargar bćkur fyrir börn og unglinga. Hún samdi einnig aragrúa af fallegum ljóđum sem gefin voru út í ljóđabókum. Eftirfarandi listi er eflaust ekki tćmandi:

Viđ fjöll og sć, kvćđi, 1933.
Laufvindar blása, kvćđi, 1940.
Góđir vinir, barnabók, 1942.
Voriđ kemur, barnabók, 1943.
Ljósiđ í glugganum, smásögur, 1951.
Todda frá Blágarđi, saga fyrir börn, 1951.
Ljóđ viđ 10 sönglög eftir J. S. Bach, 1952.
Međan dagur er, kvćđi, 1953.
Todda í Sunnuhlíđ, saga fyrir börn, 1953.
Todda kveđur Ísland, barna og unglingasaga,1954.
Todda í tveim löndum, barna og unglingasaga, 1955.
Góđir gestir, sögur og ljóđ fyrir börn og unglinga, 1956.
Geira glókollur, barna og unglingasaga, 1957.
Geira glókollur í Reykjavík, barna og unlingasaga, 1959.
Á léttum vćngjum, ljóđ fyrir börn og unglinga, 1961.
Í vökulok, valiđ úr gömlum og nýjum ljóđum, 1964.
Safnađi efni í vísnakver krakkanna, 1966
Sögur úr sveit og borg og leikţćttir handa börnum og unglingum, 1968
Ný ljóđ, 1970
Voriđ Kallar, gefin út í tilefni af ţví ađ öld var liđin frá fćđingu Margrétar 1993

Ţýddar bćkur
Karen, barna og unglingasaga, 1931.
Silfurturninn, ćvintýri 1934.
Árni og Erna, barnasaga 1934.
Galdrakarlinn góđi, ćvintýri 1936.
Oft er kátt í koti, leikrit fyrir börn, 1949.

Í bókunum sínum leggur Margrét áherslu á ţađ góđa, lćrdóm og skilning. Í bókinni um Geiru glókoll í Reykjavík lýsti hún lífi ungrar sveitarstúlku, ţegar hún flytur í höfuđstađinn. Geira ţarf ađ vinna eins og mamma hennar og gengur í kvöldskóla. Hún er mjög dugleg og lćrir á milli vinnu og skóla. Sagan gerist áđur en bílar urđu margir á landinu. Geira eignađist vinkonu og ţćr gengu saman til Hafnafjarđar en ćđsta ósk vinkonunnar var ađ fara í Kvennaskólann. Ţćr fara saman til spákonu og hún segir Geiru ađ hún eigi eftir ađ fara til útlanda og eigi eftir ađ fá bónorđ frá einhverjum sem hún vill ekki. Geira er góđ stúlka og viđkvćm. Hún trúir á ţađ góđa í fólki, en er varkár. Sagan er fallega sögđ og ţađ er auđvelt ađ lifa sig inn í hana (Margrét Jónsdóttir, 1959).
Í smásögunni Andarunginn bendir hún litlum stelpum á ţađ, í líki gamallar konu, ađ heimurinn metur tár ekki mikils og ekki er gott ađ taka alla hluti nćrri sér (Margrét Jónsdóttir, 1968).
Upp
 

Ljóđ Margrétar

Í formála ljóđabókarinnar Voriđ kallar segir : ,,Ljóđ hennar bera vott um nćman smekk á máli og blćbrigđum íslenskrar tungu. Fáum hefur veriđ eins lagiđ og henni ađ segja litla sögu í fallegu lipru ljóđi.” Ţar segir líka ,,yfir ljóđunum er hreinleiki og fegurđ. Barnsleg einlćgni skín úr ţeim. Mörg ţeirra fjalla um birtu, gróđur og gleđi sem fylgja vorinu.” (Margrét Jónsdóttir, 1993:5).
Síđasta ljóđ bókarinnar er ,,Draumur aldamótabarnsins” sem byrjar svona:

Ég ólst upp viđ stökunnar óđ
sem yljađi fátćkri ţjóđ.
Og létt var oft sungiđ lag
eftir langan erfiđisdag.

Margrét samdi oft og ţýddi texta viđ lög, bćđi innlend og erlend. Hún orti međal annars ,,Ísland er land ţitt” sem Magnús Ţór Sigmundsson hefur samiđ lag viđ. Hún samdi einnig mörg ljóđ viđ tónlist eftir Bach, til dćmis ,,Blómadansinn” og einnig viđ tónlist Mozarts (Margrét Jónsdóttir, 1993).

Í minningargrein sem birtist í Ćskunni 1972 var henni lýst ţannig:
Hún var gáfuđ kona, prýđilega menntuđ og skáld gott. Hún varđ ţjóđkunnur rithöfundur á ţessum árum og birtist í Ćskunni fjöldi frumsaminna ljóđa hennar, leikrita og sagna. Svo ţýddi hún og ýmislegt ágćtt efni á fallegt mál. Hún unni íslenskri tungu og íslenskum börnum, sem hún skildi svo vel. Ćskan náđi mikilli útbreiđslu og miklum vinsćldum í ritstjórnartíđ Margrétar (Grímur Engilberts, ritstj. 1972: 21).

Viđ ţađ ađ kynnast Margréti betur og störfum hennar er mér orđiđ ljóst ađ hún hefur sinnt uppeldisstarfi og bókmenntum af hugsjón.
Upp
 

Heimildaskrá
Grímur Engilberts. (ritstj.) (1972). Tveir fyrrverandi ritstjórar Ćskunnar látnir. Ćskan, 3, 21.

Jarţrúđur Einarsdóttir. (1953). Skáldkonan Margrét Jónsdóttir 60 ára. Ćskan, 9- 10, 87.

Margrét Jónsdóttir. (1959). Geira glókollur í Reykjavík. Reykjavík: Barnablađiđ Ćskan.

Margrét Jónsdóttir. (1968). Sögur úr sveit og borg og leikţćttir. Reykjavík: Prentsmiđjan leiftur h.f.

Margrét Jónsdóttir. (1993). Voriđ kallar, ljóđ og söngvar eftir Margréti Jónsdóttur. Reykjavík: Ćskan.

Ólafur Ţ. Kristjánsson. (1985). Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Oddi.

Sigurđur Guđmundsson. 2005, 15. feb. Munnleg heimild.
Upp

Til baka á ađalsíđu