Arnas Magnæus Philologus:
sendibréf 1688-1729

Sendibréfasafn Árna Magnússonar hefur að allnokkrum hluta verið gefið út á prenti. Um útgáfurnar og bréfasafnið sem slíkt flutti ég erindi í Kaupmannahöfn í nóvember 1999. Einkabréf til og frá Árna eru um eitt þúsund talsins og hér er hugmyndin að hægt verði að opna þau hvert fyrir sig eftir skrá sem hægt verður að fá í tímaröð eða í stafrófsröð sendenda eða viðtakenda. Það sem hér sést virkar ekki (enda ómögulegt að setja tengla innan í textabox) en hugmyndin kemur vonandi fram og í framtíðinni verður þetta sjálfvirkt á alla kanta. Fyrirsagnir tókst mér ekki að setja svo að Netscape 4.5 og Internet Explorer 5.0 yrðu báðir ánægðir en vinstra megin sjást bréf í tímaröð og bréf til Árna hægra megin:

Útgáfurnar hafa verið slegnar inn í tölvu sem textaskjöl og unnið er að því að slá utan um bréfin hylkum að hætti TEI/MEP í XML. Ekki verður annað sagt en að því starfi fylgi ýmis vandkvæði og aldrei er skortur á úrlausnarefnum. Hér fylgja vangaveltur um vandræðagang í því sambandi.

Eftir mætti verða bréfin tengd við aðrar heimildir um mannlíf, menningu og stjórnarfar á Íslandi á þessum árum.

Forsíða