Árni Magnússon:
minnisgreinar um handrit

Af handritum hafðirðu mikið gaman
og handtök voru nokkuð góð hjá þér.
Þú safnaðir þeim sjálfur saman
svo þjóðin hefði þau ekki hjá sér

Sigurjón Sigurðsson, Bláljós.
Reykjavík 1948, bls. 99-100.

Fyrst og síðast hafði Árni Magnússon áhuga á handritum, og hann er einstakur meðal handritasafnara fyrir minnisgreinar sínar um innihald þeirra og það hvernig hann eignaðist þau. Ætla má að slíkar greinar fylgi um það bil 1500 af 2500 handritum og handritsbrotum í safni hans. Undir árslok 1995 ljósritaði ég til bráðabirgða og skemmtunar í nærri því engu upplagi Sýnishorn úr seðlaveski hans sem náði til um fjórðungs handritanna: AM 1-160 fol., AM 381-520 4to, AM 1-160 8vo og AM 414-481 12mo. Í sýnishorninu birtist vélritaður texti allra seðla sem Árni skrifaði um handritin og var mun meira en það sem prentað er í handritaskrá Kristians Kålunds frá 1888-92. Mér varð síðan ljóst að réttast væri að gera þessa texta tölvutæka og tók því fegins hendi þegar bauðst að gera það í samræmi við aðferð à la TEI sem er í vinnslu á vegum alþjóðlegrar samstarfsáætlunar um handritaskráningu og nefnist MASTER eða Manuscript Access through Standards for Electronic Records. Árnasafn í Kaupmannahöfn á formlega aðild að verkinu og ábyrgist þann þátt undirbúnings sem felst í skráningu handrita. Árnastofnun í Reykjavík á hliðaraðild að verkefninu og hyggst hefja skráningu handrita sinna í tengslum við stafræna myndatöku handrita.

EINFÖLDUST UPPBYGGING MASTER-SKJALA
Skínandi góðar leiðbeiningar fást um þetta atriði hjá verkefninu sjálfu en rétt er að sýna lágmarksdæmi um færslu, án útskýringa:

<msDescription>
<msIdentifier>
<country>Ísland</country>
<settlement>Reykjavík</settlement>
<repository>Stofnun Árna Magnússonar</repository>
<idNo>AM 131 4to</idNo>
</msIdentifier>
<msHeading>
<title>Jónsbók, réttarbætur og kristinréttur Árna Þorlákssonar</title>
<origPlace>Ísland</origPlace>
<origDate>1551-1600</origDate>
<textLang>Íslenska</textLang>
</msHeading>
<physDesc>
<form><p>Bók</p></form>
<support><p>Skinn</p></support>
<extent>96 blöð</extent>
</physDesc>
<additional>
<adminInfo>
<recordHist>
<source><p>Tekið eftir <title>Katalog I </title>bls. 419 (nr. 795). 
Kålund gekk frá handritinu til skráningar <date>7. október 1886.</date> 
NN tölvuskráði <date>23. febrúar 2000</date>.</p></source>
</recordHist>
</adminInfo>
<accMat><p>Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.</p></accMat>
</additional>
</msDescription>

Nákvæmar er farið í eitt þessara hylkja í næstu málsgrein enda mín vinna fyrst og fremst bundið við það, þótt hugmyndin sé að taka frá toppi til táar þau handrit sem Árni skrifaði eða lét skrifa.

HYLKIÐ <accMat> UTAN UM MINNISGREINAR ÁRNA
Útskýra þarf hylkið og einingar þess en ekki gefst tími til þess í dag (12. júní 2000). Á meðan beðið er gefur að líta "alvöru" xml-skj÷l sem unnin eru með skilgreiningum MASTER með útliti samkvæmt fyrstu bráðabirgðagerð af css-stílsniði. Ůetta virkar í Internet Explorer 5 fyrir Windows og afar efnilegri tilrauna˙tgßfu af sjávarapanum Mozillu. Eigendur venjulegs Netscape-vafra fá bara að sjá þetta. Skj÷lin sextßn a­ t÷lu og var­a Jˇnsbˇk og kristinrÚtt ┴rna biskups Ůorlßkssonar. Styttingar eru au­kenndar me­ blßum lit og undirstrikun en ˙tstrikanir me­ rau­um og vi­bŠtur me­ grŠnum. Ůa­ sem bŠtt er vi­ er me­ br˙nu:

AÐRIR ÞÆTTIR MASTER-UMHVERFISINS
lúta að uppbyggingu á tölvuumhverfi til innsláttar, þáttunar, leitar og skoðunar, sem þátttakendur fá aðgang að endurgjaldslaust. MASTER-fólk á eftir að gera eitt og annað gagnlegt en það sem komið er lofar mjög góðu:Forsíða