Leit í ritverkum Árna Magnússonar

Það sem oftast er talað um sem eiginlega ástæðu þess að farið er út í stafræna vinnslu á textum er að hægt sé að finna atriði og orð sem illgerlegt er að nálgast í prentuðum útgáfum, hvað þá skjalahaugum og handritum. Til dæmis væri gaman að geta komist að því Halldór Laxness í Íslandsklukkunni var fyrstur manna til að væna Íslendinga um að hafa étið handrit. Þetta verður ekki fyrr en allir íslenskir textar frá tímabilinu 1100-1943 verða komnir á netið, en að því ber að stefna. Leitarforrit eru mörg til en eitt þeirra er sérstaklega hannað fyrir stafrænar útgáfur á eldri sem yngri textum og er staðsett í Centro Ricerche Informatiche per i Beni Culturali eða CRIBECU við Scuola Normale Superiore í Pisa á Ítalíu. Leitarvélin heitir TReSy, sem er skammstöfun fyrir Text Retrieval System. Á tilraunaslóð sem spegluð er á bráðabirgðaveffangi Heimildastofnunar er nú hægt að leita í 30 minnisgreinum Árna Magnússonar um handrit, en dæmi eru hér fyrir neðan og leitaorð skrifuð stórum stöfum:

GJÖRIÐ SVO VEL OG GANGIÐ Í BÆINN ;~)

Forsíða