Árni Magnússon:
Eftirskriftir handrita og skjala

Árni hóf fílólógískan feril sinn árið 1684 sem skrifari fyrir Thomas Bartholín yngri, konunglegan fornfræðing. Hann náði skjótt mjög góðum árangri og fór langt fram úr samtíðarmönnum sínum. Eftirskriftir hans á handritum skipta hundruðum og skjöl lét hann skrifa upp eða skrifaði sjálfur í þúsundatali. Eftirskriftir voru því að mörgu leyti helsta viðfangsefni hans og þarf að gera þeim ítarleg skil í útgáfu á verkum hans. Um leið þarf að meta þróun á aðferðum hans og tengja við hugmyndir hans um tengsl handrita, gæði og aldur, með meiru. Slíka greinargerð væri líklega best að gera í tímabilakippum frekar en að handritum yrði lýst í réttri númeraröð, því vinnan fór fram í nokkrum lotum og þarf að gera grein fyrir mörgum handritum hér og þar í safninu í hverri þeirra.

Forsíða