Scratch forritun

Salvör Gissurardóttir vormisseri 2015

Glærur í tíma 12. janúar.

Fyrstu kynni af Scratch

Sjá hérna Getting Started with Scratch version 2.0 Ýmsar leiðbeiningar fyrir byrjendur eru líka á Scratch Help

Innskráning í Scratch, endurblöndun á verkefnum annarra, sögugerð

Sýnidæmi - Völundarhús

Scratch er forritunarmál sem nota má til að kenna börnum og unglingum forritun. Það er sérstaklega ætlað börnum á bilinu 8 til 16 ára en yngri börn geta unnið með systkinum og foreldrum og undir handleiðslu leikskólakennara í Scratch. Scratch hentar reyndar vel sem fyrsta skref í forritun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Scratch er ókeypis og hægt er vinna í því á scratch.mit.edu en þar er samfélag þeirra sem búa til forrit í Scratch og þar má fá ýmislegt fræðsluefni um Scratch og skoða og hlaða niður verkefnum í Scratch sem aðrir hafa búið til og hlaða inn eigin tilbúnu Scratch forritum til að sýna þau og gefa öðrum kost á að hlaða þeim niður. Scratch skipanir eru þýddar á mörg tungumál og það er til íslensk útgáfa af Scratch. Það er bæði hægt að hlaða niður Scratch 2.0 eða vinna í því í veflægu viðmóti. Forrit í Scratch 2.0 hafa endinguna .sb2 og hægt er að hlaða þeim niður.