Salvör Gissurardóttir 20. mars 2012 (uppfært 28. október 2013)

Scratch  bakgrunnar

Hér eru bakgrunnar af stærðinni 480x360 sem nota má til æfinga og í verkefni  í Scratch
Hægrismelltu á bakgrunn til að hlaða honum niður og svo opnar þú skratch, smellir á svið og að þú viljir sækja bakgrunn úr tölvunni þinni.
Allar myndir eru annað hvort teknar af Salvöru eða fengnar á Commons eða Flickr og með CC leyfi.

Þú getur sjálfur fundið eigin bakgrunna fyrir Scratch á Commons og Flickr en passaðu vel að nota eingöngu myndir með CC leyfi sem má endurblanda í önnur verk. Allar myndir á Commons eru þannig en eingöngu sumar á Flickr.

Leita að CC-by myndum á flickr (myndum þar sem eingöngu þarf að geta höfundar)
http://www.flickr.com/creativecommons/by-2.0/

Leitað að CC myndum á Commons
http://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page

Myndir sem þú notar í bakgrunna (svið)  í Scratch 2.0 ættu að vera 480x360  eða 640x480 pixlar að stærð til að koma rétt út. Athugaðu að pixlamyndir verða óskýrar ef þú lætur þær birtast í heilum skjá. Það er líka hægt að nota vigurmyndir (vektoramyndir) sem bakgrunna í Scratch. Þær myndir getur þú gert sjálf/ur í Inkscape teikniforritinu.

 

 

 

 

þingvellir

vatnajeppi

mývatn

hraundrangar

gjáin

bóndabær