Veturliđi Óskarsson


 

 


Veturliđi G. Óskarsson

 


 

 
 
Rit

 
Ritstjórn

 
Fyrirlestrar

 
Tengi

 
English


Veturliđi G. Óskarsson, fil. dr.
Prófessor í norrćnum málum, Uppsalaháskóla, Svíţjóđ

Áđur prófessor í íslensku viđ Menntavísindasviđ HÍ

Tölvupóstur: veturlidi.oskarsson@nordiska.uu.se; veturosk@hi.is
Sími: +46-18 471 1280 / +46-707 692051

VO.jpg

 

 

 

Bakgrunnur

Ég er fćddur í Borgarnesi áriđ 1958 og ólst upp í Reykjavík, Stafholti í Borgarfirđi, Bifröst, Kópavogi og á Bíldudal viđ Arnarfjörđ. Hef lengst af búiđ í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi, en einnig á Vestfjörđum (1968–1975 og 1984–1985), Danmörku (1987–1991) og í Svíţjóđ (1997–2003).

Fjölskylda

Maki: Hólmfríđur Jóhannesdóttir (f. 1961), leikskólakennari, ađstođarleikskólastjóri á Lindarborg. Dóttir (f. 1981): Hrafnhildur, háskólanemi (sonur hennar, f. 2009: Viktor Ýmir, fađir hans: Ari Jónsson). Foreldrar (látnir): Rakel Sigríđur Veturliđadóttir (1918–1984) og Óskar Höskuldur Finnbogason, prestur (síđast á Bíldudal) (1913–1976). Systkini (alsystkini): Finnbogi Höskuldsson (f. 1943), tćknifrćđingur (kona hans: Hildigunnur Ţórđardóttir),  Guđrún Auđur Óskarsdóttir (1946–2001), ţroskaţjálfi; (hálfsystir) Kristjana Valdimarsdóttir (f. 1939).

Hj.jpg HV.jpg

 

Menntun

Ég tók landspróf í Hérađsskólanum ađ Núpi 1974 og lauk stúdentsprófi úr eđlisfrćđideild í M.R. 1979. Var hálfan annan vetur í tónlistarnámi međ menntaskóla, í Tónskóla Sigursveins. Stundađi nám í almennum málvísindum og íslensku viđ Háskóla Íslands 1980–1985 og lauk B.A.-prófi 1985. Stundađi framhaldsnám viđ sama skóla á cand.mag.-stigi í íslenskri málfrćđi auk náms í uppeldis og kennslufrćđi 1985. Stundađi nám í Kaupmannahafnarháskóla 1987–1991 og lauk ţar mag.art.-prófi í norrćnum frćđum (nordisk filologi) 1992. Stundađi doktorsnám međfram kennslu í íslensku viđ Uppsalaháskóla 1997 til 2001, varđi doktorsritgerđ í norrćnum málum viđ ţann skóla í júní 2001.

Störf

Fyrir háskólanám vann ég ýmis sumarstörf og störf međ skóla, einkum viđ fiskvinnslu á Bíldudal, Hnífsdal og Ţingeyri, sjómennsku á Bíldudal, málmsuđu og vélavinnu í vélsmiđjunni Málmtćkni í Reykjavík, slátrun og fláningu í Sláturhúsi Norđur-Ţingeyinga á Kópaskeri, smíđastörf í Trésmiđju Kaupfélags Norđur-Ţingeyringa á Kópaskeri, almenna byggingarvinnu hjá Byggđaverki í Reykjavík, lagerstörf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Reykjavík, málarastörf í Reykjavík og verslunarstörf hjá Hljómplötuverslun Fálkans í Reykjavík. Eftir stúdentspróf vann ég á sumrin viđ mállýskurannsóknir í Háskóla Íslands, 1981–1985 og 1987. Las um tíma prófarkir á Ţjóđviljanum. Veturinn 1984–1985 kenndi ég viđ Hérađsskólann ađ Núpi og Grunnskóla Mýrahrepps, Dýrafirđi. Kenndi síđan viđ Menntaskólann í Reykjavík haustiđ 1985. Vann ţví nćst sem textagerđarmađur og hugmyndasmiđur á auglýsingastofu í Reykjavík 1985–1987. Sumarstörf og hlutastörf međ námi viđ orđabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn 1987–1991. Prófarkalestur og ţýđingar međfram öđrum störfum allt frá um 1990. Stundakennsla í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands og störf á Íslenskri málstöđ 1991–1992 viđ málfars- og íđorđaráđgjöf og tölvuumsjón. Málfarsráđgjafi Íslenska útvarpsfélagsins (Stöđvar 2 og Bylgjunnar) 1992–1994. Ritstjóri Ársrits Sögufélags Ísfirđinga frá 1993 (ásamt Jóni Ţ. Ţór). Sérfrćđingur í íslenskri málfrćđi á Íslenskri málstöđ 1994–1995. Deildarstjóri ţýđinga- og flutningsdeildar Stöđvar 2 1995–1997. Lektor í íslensku viđ Uppsalaháskóla 1997–2002. Dósent viđ sama skóla í desember 2002. Dósent í íslensku viđ Kennaraháskóla Íslands frá janúar 2003 og prófessor viđ sama skóla frá febrúar 2006. Prófessor viđ Háskóla Íslands frá júlí 2008. Starfa viđ Uppsalaháskóla frá hausti 2010. – Nánar um störf hér.

Rannsóknasviđ

Íslensk málsaga, erlend áhrif á íslenskt mál fyrr á öldum; orđasaga og orđfrćđi; íslensk málrćkt; handritafrćđi og textafrćđi.

Áhugamál

Einkum málfrćđi, miđaldatextar, sagnfrćđi og tónlist af öllu tagi, sérstaklega djass, blús, rokk og sól, en einnig kóratónlist, 20. aldar klassík og heimsmúsík. – Svolítiđ nánar hér.

 

 

 

http://www3.hi.is/~veturosk/images/fifill.gif

HÁSKÓLI ÍSLANDS
Ábyrgur fyrir ţessari síđu: Veturliđi G. Óskarsson.
Uppfćrt 21.10. 2010